Lambalæri með blóðbergi, rjúpnalaufi og berjum 24. ágúst 2011 10:00 Nanna við eldhúsborðið heima í New York. Mynd/Elmar Geir Unnsteinsson „Lífið í New York er litað rósrauðum, rómantískum ljóma og við tölum oft um hversu heppin við erum að fá að búa hér, enda einhuga og samstillt í að upplifa töfra borgarinnar saman," segir Nanna Teitsdóttir, doktorsnemi í heimspeki, en hún bloggar reglulega um mat og bakstur úr litlu eldhúsi sínu í suðupotti alheimsins. „Ég hef alltaf haft yndi af því að borða mat, enda notið góðs af því að foreldrar mínir eru miklir sælkerakokkar. Í upphafi hjónabands og nýju heimalandi skorti mig hins vegar sjálfstraust í eldhúsinu og lenti í krísu með hvað ég ætti af mér að gera á meðan ég beið eftir atvinnuleyfi vestra. Því fór ég að prófa mig áfram í eldhúsinu og kom sjálfri mér á óvart með hversu mjög ég naut eldhússtarfanna en líka hversu vel tókst til með matargerðina," segir Nanna sem á bloggsíðu sinni gefur lesendum dýrindis uppskriftir sem hún myndskreytir með girnilegum matarmyndum úr eigin linsu. „Að heiman var pressa á að blogga um líf okkar hjóna og ákvað ég að blanda því saman við það sem ég elda og baka hér úti. Mikill tími og hugsun fer í það sem ég set frá mér og ég set aldrei neitt á netið nema ég sé ánægð með útkomu matar og mynda," segir Nanna sem skapar flestar uppskriftirnar sjálf en betrumbætir og nostrar einnig við uppskriftir sem hún finnur. Blóðberg og rjúpnalauf tíndi Nanna á leið úr fjallgöngu á Hestskarðshnjúk ofan við Siglufjörð. Hún segist nota margt annað í marineringuna, eins og birkilauf og berjalyng.Myndir/Nanna Teitsdóttir „Maðurinn minn, Elmar Geir Unnsteinsson, líka doktorsnemi í heimspeki, hvetur mig óspart til dáða og upp á síðkastið hefur þeim fjölgað sem skoða síðuna mína. Það skrifa ég á sammannlegan áhuga fólks á því að borða góðan mat og eyða tíma með fjölskyldu og vinum við matarborðið." Nanna segir New York freistandi matarkistu árið um kring. „Í verslunum og á mörkuðum er hlaðborð ferskrar matvöru sem er ræktuð í fylkinu og fylgir árstíðum. Maður fær því mikinn innblástur við að fara í búðir því allt er svo ferskt og fallegt, og grænmetisdeildirnar ilma af ferskleika, sem er eitthvað sem maður þekkir ekki að heiman," segir Nanna sem hefur mest dálæti á bakstri, ofnbökuðum mat og grænmetisfæði. „Nýjasta uppáhaldið er ferskur maís, en á milli hans og Ora maísbauna heima er himinn og haf. Ég sker baunirnar af stönglinum og smjörsteiki með smávegis af salti út í salat eða sem meðlæti. Hins vegar sakna ég allra mest hangikjötsins að heiman, því það fæ ég bara á jóladag og sumardaginn fyrsta, sem ég grenjaði í gegn að yrði að hefð hjá foreldrum mínum á sínum tíma og fæ aldrei nóg af." Bloggsíða Nönnu Teits er eldadivesturheimi.com -þlgLambalæri með blóðbergi, rjúpnalaufi og berjumUppskrift frá Hörpu Gylfadóttur, tengdamóður NönnuRjúpnalauf, stór handfyllikrækiber, stór handfyllibláber, stór handfylliblóðberg, stór handfyllilambalæri (3,5 kg)ólífuolíasjávarsalt og ferskur, malaður pipar Skerið mestu fituna af lærinu; kryddlögurinn á að fara í kjötið en ekki fituna. Nuddið lambalærið alls staðar með smá ólívuolíu, það auðveldar kryddinu að festast við lærið. Setjið helming af berjum, rjúpnalaufi og blóðbergi ofan á plastfilmu. Leggið lærið ofan á og þrýstið niður á krydd og ber. Setjið hinn helminginn af kryddjurtum og berjum ofan á lærið og þrýstið því niður á það. Kryddjurtir og ber eiga að hylja lambalærið. Vefjið plastfilmu þétt utan um lærið og þrýstið á það í gegnum plastið til að sprengja sum berin. Setjið í kæli og leyfið að liggja í kryddleginum í sólarhring til sex daga. Því lengur sem það fær að hvílast því betra. Takið plastfilmuna utan af lærinu og takið krydd og ber frá. Saltið og piprið og vefjið álpappír utan um lærið. Leggið á heitt grill og eldið í 30 mínútur á hvorri hlið. Fjarlægið álpappírinn og grillið í 10 mínútur á hvorri hlið til viðbótar til að kjötið fái lit og stökka áferð. Sneiðið og berið fram með nýuppteknum kartöflum og fersku salati. Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
„Lífið í New York er litað rósrauðum, rómantískum ljóma og við tölum oft um hversu heppin við erum að fá að búa hér, enda einhuga og samstillt í að upplifa töfra borgarinnar saman," segir Nanna Teitsdóttir, doktorsnemi í heimspeki, en hún bloggar reglulega um mat og bakstur úr litlu eldhúsi sínu í suðupotti alheimsins. „Ég hef alltaf haft yndi af því að borða mat, enda notið góðs af því að foreldrar mínir eru miklir sælkerakokkar. Í upphafi hjónabands og nýju heimalandi skorti mig hins vegar sjálfstraust í eldhúsinu og lenti í krísu með hvað ég ætti af mér að gera á meðan ég beið eftir atvinnuleyfi vestra. Því fór ég að prófa mig áfram í eldhúsinu og kom sjálfri mér á óvart með hversu mjög ég naut eldhússtarfanna en líka hversu vel tókst til með matargerðina," segir Nanna sem á bloggsíðu sinni gefur lesendum dýrindis uppskriftir sem hún myndskreytir með girnilegum matarmyndum úr eigin linsu. „Að heiman var pressa á að blogga um líf okkar hjóna og ákvað ég að blanda því saman við það sem ég elda og baka hér úti. Mikill tími og hugsun fer í það sem ég set frá mér og ég set aldrei neitt á netið nema ég sé ánægð með útkomu matar og mynda," segir Nanna sem skapar flestar uppskriftirnar sjálf en betrumbætir og nostrar einnig við uppskriftir sem hún finnur. Blóðberg og rjúpnalauf tíndi Nanna á leið úr fjallgöngu á Hestskarðshnjúk ofan við Siglufjörð. Hún segist nota margt annað í marineringuna, eins og birkilauf og berjalyng.Myndir/Nanna Teitsdóttir „Maðurinn minn, Elmar Geir Unnsteinsson, líka doktorsnemi í heimspeki, hvetur mig óspart til dáða og upp á síðkastið hefur þeim fjölgað sem skoða síðuna mína. Það skrifa ég á sammannlegan áhuga fólks á því að borða góðan mat og eyða tíma með fjölskyldu og vinum við matarborðið." Nanna segir New York freistandi matarkistu árið um kring. „Í verslunum og á mörkuðum er hlaðborð ferskrar matvöru sem er ræktuð í fylkinu og fylgir árstíðum. Maður fær því mikinn innblástur við að fara í búðir því allt er svo ferskt og fallegt, og grænmetisdeildirnar ilma af ferskleika, sem er eitthvað sem maður þekkir ekki að heiman," segir Nanna sem hefur mest dálæti á bakstri, ofnbökuðum mat og grænmetisfæði. „Nýjasta uppáhaldið er ferskur maís, en á milli hans og Ora maísbauna heima er himinn og haf. Ég sker baunirnar af stönglinum og smjörsteiki með smávegis af salti út í salat eða sem meðlæti. Hins vegar sakna ég allra mest hangikjötsins að heiman, því það fæ ég bara á jóladag og sumardaginn fyrsta, sem ég grenjaði í gegn að yrði að hefð hjá foreldrum mínum á sínum tíma og fæ aldrei nóg af." Bloggsíða Nönnu Teits er eldadivesturheimi.com -þlgLambalæri með blóðbergi, rjúpnalaufi og berjumUppskrift frá Hörpu Gylfadóttur, tengdamóður NönnuRjúpnalauf, stór handfyllikrækiber, stór handfyllibláber, stór handfylliblóðberg, stór handfyllilambalæri (3,5 kg)ólífuolíasjávarsalt og ferskur, malaður pipar Skerið mestu fituna af lærinu; kryddlögurinn á að fara í kjötið en ekki fituna. Nuddið lambalærið alls staðar með smá ólívuolíu, það auðveldar kryddinu að festast við lærið. Setjið helming af berjum, rjúpnalaufi og blóðbergi ofan á plastfilmu. Leggið lærið ofan á og þrýstið niður á krydd og ber. Setjið hinn helminginn af kryddjurtum og berjum ofan á lærið og þrýstið því niður á það. Kryddjurtir og ber eiga að hylja lambalærið. Vefjið plastfilmu þétt utan um lærið og þrýstið á það í gegnum plastið til að sprengja sum berin. Setjið í kæli og leyfið að liggja í kryddleginum í sólarhring til sex daga. Því lengur sem það fær að hvílast því betra. Takið plastfilmuna utan af lærinu og takið krydd og ber frá. Saltið og piprið og vefjið álpappír utan um lærið. Leggið á heitt grill og eldið í 30 mínútur á hvorri hlið. Fjarlægið álpappírinn og grillið í 10 mínútur á hvorri hlið til viðbótar til að kjötið fái lit og stökka áferð. Sneiðið og berið fram með nýuppteknum kartöflum og fersku salati.
Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira