Háskattalandið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Ríkisstjórnin stefnir enn að því að loka fjárlagagatinu að hluta til með nýjum sköttum. Fjármálaráðherrann er ekki sammála því að skattlagning sé komin að þolmörkum og að skattar séu háir á Íslandi. Í grein á Smugunni á dögunum skrifaði Steingrímur J. Sigfússon: „Staðreynd mála er hins vegar að öll helstu skatthlutföll á Íslandi, með einni undantekningu þar sem er efra þrep í virðisaukaskatti, eru lægri en í flestum samanburðarlöndum. Þau eru lægri en á hinum Norðurlöndunum og yfirleitt undir meðaltali OECD ríkja." Ráðherrann bætti því við að skattahækkanir til þessa hefðu ekki gengið lengra en svo að þær rétt rúmlega dygðu til að halda skatttekjum í horfinu sem hlutfalli landsframleiðslu. „Hægri söngurinn um óhóflega skattpíningu er því innistæðulaus áróður. Hvort sem skatttekjur sem hlutfall af landsframleiðslu eða samanburður við skatthlutföll á hinum Norðurlöndunum er notað sem viðmiðun," segir Steingrímur. Eins og stundum áður skiptir máli að sambærilegir hlutir séu bornir saman þegar metið er hvort skattar á Íslandi séu hærri eða lægri en í öðrum vestrænum ríkjum. Í skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerði í fyrra að beiðni ríkisstjórnarinnar og fjallaði um leiðir sem mætti fara til að auka tekjuöflun ríkissjóðs, var dregið skýrt fram að við mat á skatttekjum sem hlutfalli af landsframleiðslu á Íslandi yrði að taka tillit til þess að Íslendingar borguðu hátt hlutfall af launum sínum til einkarekinna lífeyrissjóða. Í flestum öðrum OECD-löndum væru lífeyristryggingar hins vegar fjármagnaðar með sköttum. Þess vegna yrði annað hvort að bæta lífeyrisiðgjöldunum við skattana á Íslandi við útreikning skattbyrði eða draga frá útgjöld til lífeyristrygginga í öðrum löndum. AGS komst að þeirri niðurstöðu að sama væri hvor leiðin væri farin, skattar væru hátt hlutfall landsframleiðslu, með þeim hæstu í OECD og jafnvel háir í norrænum samanburði. Á þessum staðreyndum byggði AGS síðan þau tilmæli sín að varlega yrði að fara í frekari skattahækkanir, til dæmis stighækkandi tekjuskatta, ættu þær ekki að valda hagkerfinu „alvarlegum skaða". Samtök atvinnulífsins hafa rifjað upp þessa skýrslu AGS og jafnframt vísað á samanburð OECD á skatthlutföllum, að frádregnum framlögum til lífeyristrygginga. Þar er Ísland í fjórða til fimmta sæti OECD-ríkja ásamt Noregi hvað varðar hlutfall skatta af landsframleiðslu, á eftir Danmörku, Svíþjóð og Nýja-Sjálandi. Samtökin álykta réttilega að Ísland sé háskattaland. Íslendingar bera nú þegar „norræna" skattbyrði, sem er einhver sú hæsta á Vesturlöndum. Ríkisstjórnin getur auðvitað ákveðið að hækka skattana ennþá frekar, en það er ekki hægt að gera í skjóli þess að þeir séu svo lágir í samanburði við önnur lönd og ríkissjóður eigi þannig mikið inni hjá skattgreiðendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Ríkisstjórnin stefnir enn að því að loka fjárlagagatinu að hluta til með nýjum sköttum. Fjármálaráðherrann er ekki sammála því að skattlagning sé komin að þolmörkum og að skattar séu háir á Íslandi. Í grein á Smugunni á dögunum skrifaði Steingrímur J. Sigfússon: „Staðreynd mála er hins vegar að öll helstu skatthlutföll á Íslandi, með einni undantekningu þar sem er efra þrep í virðisaukaskatti, eru lægri en í flestum samanburðarlöndum. Þau eru lægri en á hinum Norðurlöndunum og yfirleitt undir meðaltali OECD ríkja." Ráðherrann bætti því við að skattahækkanir til þessa hefðu ekki gengið lengra en svo að þær rétt rúmlega dygðu til að halda skatttekjum í horfinu sem hlutfalli landsframleiðslu. „Hægri söngurinn um óhóflega skattpíningu er því innistæðulaus áróður. Hvort sem skatttekjur sem hlutfall af landsframleiðslu eða samanburður við skatthlutföll á hinum Norðurlöndunum er notað sem viðmiðun," segir Steingrímur. Eins og stundum áður skiptir máli að sambærilegir hlutir séu bornir saman þegar metið er hvort skattar á Íslandi séu hærri eða lægri en í öðrum vestrænum ríkjum. Í skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerði í fyrra að beiðni ríkisstjórnarinnar og fjallaði um leiðir sem mætti fara til að auka tekjuöflun ríkissjóðs, var dregið skýrt fram að við mat á skatttekjum sem hlutfalli af landsframleiðslu á Íslandi yrði að taka tillit til þess að Íslendingar borguðu hátt hlutfall af launum sínum til einkarekinna lífeyrissjóða. Í flestum öðrum OECD-löndum væru lífeyristryggingar hins vegar fjármagnaðar með sköttum. Þess vegna yrði annað hvort að bæta lífeyrisiðgjöldunum við skattana á Íslandi við útreikning skattbyrði eða draga frá útgjöld til lífeyristrygginga í öðrum löndum. AGS komst að þeirri niðurstöðu að sama væri hvor leiðin væri farin, skattar væru hátt hlutfall landsframleiðslu, með þeim hæstu í OECD og jafnvel háir í norrænum samanburði. Á þessum staðreyndum byggði AGS síðan þau tilmæli sín að varlega yrði að fara í frekari skattahækkanir, til dæmis stighækkandi tekjuskatta, ættu þær ekki að valda hagkerfinu „alvarlegum skaða". Samtök atvinnulífsins hafa rifjað upp þessa skýrslu AGS og jafnframt vísað á samanburð OECD á skatthlutföllum, að frádregnum framlögum til lífeyristrygginga. Þar er Ísland í fjórða til fimmta sæti OECD-ríkja ásamt Noregi hvað varðar hlutfall skatta af landsframleiðslu, á eftir Danmörku, Svíþjóð og Nýja-Sjálandi. Samtökin álykta réttilega að Ísland sé háskattaland. Íslendingar bera nú þegar „norræna" skattbyrði, sem er einhver sú hæsta á Vesturlöndum. Ríkisstjórnin getur auðvitað ákveðið að hækka skattana ennþá frekar, en það er ekki hægt að gera í skjóli þess að þeir séu svo lágir í samanburði við önnur lönd og ríkissjóður eigi þannig mikið inni hjá skattgreiðendum.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun