Frábær lagasmiður sem á nóg inni Trausti Júlíusson skrifar 17. ágúst 2011 10:00 Tónlist. Winter Sun. Snorri Helgason. Snorri Helgason vakti fyrst athygli sem einn af söngvurum og lagasmiðum Sprengjuhallarinnar en eftir að hún hætti störfum sneri hann sér að sólóferli. Fyrsta platan hans, I'm Gonna Put My Name On Your Door sem kom út árið 2009, fékk fínar móttökur og festi hann í sessi sem lagasmið og nú er önnur platan komin út. Winter Sun er um margt áþekk fyrri plötunni. Lagasmíðarnar eru vandaðar og útpældar og yfirbragðið er mjúkt og þægilegt. Það sem gerir nýju plötuna hins vegar meira spennandi en þá fyrri er útsetningarnar. Það var Sindri Már Sigfússon úr Seabear og Sin Fang sem stjórnaði upptökunum. Eins og hann hefur margsýnt á sínum eigin plötum er Sindri snillingur í hljóðverinu – bæði hugmyndaríkur og næmur á flottan hljóm. Snorri og Vetrarsólin hans njóta góðs af því. Ýmis smáatriði setja svip sinn á lögin og gefa plötunni karakter. Bergmálshljómurinn í Boredom er dæmi um svona smáatriði, píanóleikurinn í Winter Sun # 2 er annað dæmi, hljóðeffektarnir í Caroline Knows eru enn eitt dæmið og það sama má segja um bakraddirnar í smáskífulaginu River. Raddútsetningarnar á plötunni eru reyndar allar mjög vel heppnaðar. Á heildina litið er Winter Sun frábær plata. Snorri er ennþá að vaxa sem lagasmiður og útsetningar, söngur og annar flutningur styrkja lögin á plötunni enn frekar. Ein af bestu plötum ársins til þessa. Niðurstaða: Lagasmiðurinn Snorri Helgason og upptökustjórinn Sindri Már Sigfússon skapa saman frábæra plötu. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist. Winter Sun. Snorri Helgason. Snorri Helgason vakti fyrst athygli sem einn af söngvurum og lagasmiðum Sprengjuhallarinnar en eftir að hún hætti störfum sneri hann sér að sólóferli. Fyrsta platan hans, I'm Gonna Put My Name On Your Door sem kom út árið 2009, fékk fínar móttökur og festi hann í sessi sem lagasmið og nú er önnur platan komin út. Winter Sun er um margt áþekk fyrri plötunni. Lagasmíðarnar eru vandaðar og útpældar og yfirbragðið er mjúkt og þægilegt. Það sem gerir nýju plötuna hins vegar meira spennandi en þá fyrri er útsetningarnar. Það var Sindri Már Sigfússon úr Seabear og Sin Fang sem stjórnaði upptökunum. Eins og hann hefur margsýnt á sínum eigin plötum er Sindri snillingur í hljóðverinu – bæði hugmyndaríkur og næmur á flottan hljóm. Snorri og Vetrarsólin hans njóta góðs af því. Ýmis smáatriði setja svip sinn á lögin og gefa plötunni karakter. Bergmálshljómurinn í Boredom er dæmi um svona smáatriði, píanóleikurinn í Winter Sun # 2 er annað dæmi, hljóðeffektarnir í Caroline Knows eru enn eitt dæmið og það sama má segja um bakraddirnar í smáskífulaginu River. Raddútsetningarnar á plötunni eru reyndar allar mjög vel heppnaðar. Á heildina litið er Winter Sun frábær plata. Snorri er ennþá að vaxa sem lagasmiður og útsetningar, söngur og annar flutningur styrkja lögin á plötunni enn frekar. Ein af bestu plötum ársins til þessa. Niðurstaða: Lagasmiðurinn Snorri Helgason og upptökustjórinn Sindri Már Sigfússon skapa saman frábæra plötu.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira