Hringl, hringl Ólafur Stephensen skrifar 11. ágúst 2011 06:00 Forystumenn stjórnarflokkanna hafa tilkynnt að þeir hyggist loka fjárlagagatinu að hálfu leyti með niðurskurði og að hálfu leyti með nýjum sköttum. Gerð verður krafa um flatan niðurskurð hjá ráðuneytum; lækka á útgjöld um þrjú prósent hjá öllum nema velferðarráðuneytinu sem á að skera niður um eitt og hálft prósent. Þetta er of lítill niðurskurður og einnig er misráðið að gera ekki sömu kröfu um hagræðingu í velferðarkerfinu og annars staðar. Það er svo stór hluti ríkisútgjaldanna að nægur árangur næst ekki nema þau séu undir líka og skoðað hvort við höfum efni á ýmsum útgjöldum sem bætzt hafa við undanfarin ár. Þessi uppstilling bendir til að ríkisstjórnin treysti sér ekki til að horfast í augu við þær erfiðu ákvarðanir sem nauðsynlegar eru til að ná jöfnuði í ríkisrekstrinum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir nú hróðug að skattar verði hvorki hækkaðir á almenningi né litlum og meðalstórum fyrirtækjum, heldur eigi nú að láta banka og stóriðjufyrirtæki finna fyrir því. Sú skattlagning mun þó á endanum koma niður á almenningi og „venjulegum" fyrirtækjum, því að með henni leggur ríkisstjórnin enn sitt af mörkum til að spilla viðskipta- og fjárfestingarumhverfinu á Íslandi. Sérstakir skattar hafa þegar verið lagðir á bankana; fyrst milljarður í bankaskatt og svo tveir í viðbót til að fjármagna sérstaka vaxtaniðurgreiðslu. Margir sjá ofsjónum yfir hagnaði bankanna og telja að ríkið eigi að geta nælt í meira af honum. Að mati Bankasýslu ríkisins er arðsemi bankanna þó á mörkum þess að teljast næg; reglulegur rekstur hjá Arion banka og Landsbankanum stendur þannig ekki undir hóflegri arðsemiskröfu. Nýir skattar á bankastarfsemi munu ekki bæta samskiptin við erlenda eigendur banka, til dæmis um afléttingu gjaldeyrishaftanna, eða auka áhuga þeirra á að vera langtímafjárfestar á Íslandi. Áformin um nýja skatta á stóriðju eru sömuleiðis algjört glapræði. Eins og talsmenn stóriðjufyrirtækjanna benda á í Fréttablaðinu í gær væru nýir skattar brot á fjárfestingarsamningum sem stjórnvöld hafa gert við stóriðjufyrirtækin og jafnframt á fyrra samkomulagi um greiðslu orkuskatts, sem átti að tryggja stöðugleika í skattaumhverfinu. Það gefur auga leið að hærri skattar eru líklegir til að fæla nýja fjárfesta frá landinu. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir réttilega í Fréttablaðinu að með nýjum stóriðjusköttum biði trúverðugleiki Íslands sem fjárfestingarkosts enn og aftur hnekki: „Það er búið að ganga frá samkomulagi og það hefur gilt í tvö ár og svo á allt í einu að falla frá því af því að það þarf að finna einhvers staðar peninga." Þetta er það sem ríkisstjórnin er því miður blind á; að hringl með skatta og gjöld á atvinnulífið kemur í veg fyrir fjárfestingu og umsvif sem Ísland þarf svo nauðsynlega á að halda. Hækkun skatta getur verið skammgóður vermir, jafnvel þótt hún skili auknum tekjum í bili, því að hún eyðileggur framtíðarskattstofninn sem þarf til að standa undir kostnaði við velferð og opinbera þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Forystumenn stjórnarflokkanna hafa tilkynnt að þeir hyggist loka fjárlagagatinu að hálfu leyti með niðurskurði og að hálfu leyti með nýjum sköttum. Gerð verður krafa um flatan niðurskurð hjá ráðuneytum; lækka á útgjöld um þrjú prósent hjá öllum nema velferðarráðuneytinu sem á að skera niður um eitt og hálft prósent. Þetta er of lítill niðurskurður og einnig er misráðið að gera ekki sömu kröfu um hagræðingu í velferðarkerfinu og annars staðar. Það er svo stór hluti ríkisútgjaldanna að nægur árangur næst ekki nema þau séu undir líka og skoðað hvort við höfum efni á ýmsum útgjöldum sem bætzt hafa við undanfarin ár. Þessi uppstilling bendir til að ríkisstjórnin treysti sér ekki til að horfast í augu við þær erfiðu ákvarðanir sem nauðsynlegar eru til að ná jöfnuði í ríkisrekstrinum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir nú hróðug að skattar verði hvorki hækkaðir á almenningi né litlum og meðalstórum fyrirtækjum, heldur eigi nú að láta banka og stóriðjufyrirtæki finna fyrir því. Sú skattlagning mun þó á endanum koma niður á almenningi og „venjulegum" fyrirtækjum, því að með henni leggur ríkisstjórnin enn sitt af mörkum til að spilla viðskipta- og fjárfestingarumhverfinu á Íslandi. Sérstakir skattar hafa þegar verið lagðir á bankana; fyrst milljarður í bankaskatt og svo tveir í viðbót til að fjármagna sérstaka vaxtaniðurgreiðslu. Margir sjá ofsjónum yfir hagnaði bankanna og telja að ríkið eigi að geta nælt í meira af honum. Að mati Bankasýslu ríkisins er arðsemi bankanna þó á mörkum þess að teljast næg; reglulegur rekstur hjá Arion banka og Landsbankanum stendur þannig ekki undir hóflegri arðsemiskröfu. Nýir skattar á bankastarfsemi munu ekki bæta samskiptin við erlenda eigendur banka, til dæmis um afléttingu gjaldeyrishaftanna, eða auka áhuga þeirra á að vera langtímafjárfestar á Íslandi. Áformin um nýja skatta á stóriðju eru sömuleiðis algjört glapræði. Eins og talsmenn stóriðjufyrirtækjanna benda á í Fréttablaðinu í gær væru nýir skattar brot á fjárfestingarsamningum sem stjórnvöld hafa gert við stóriðjufyrirtækin og jafnframt á fyrra samkomulagi um greiðslu orkuskatts, sem átti að tryggja stöðugleika í skattaumhverfinu. Það gefur auga leið að hærri skattar eru líklegir til að fæla nýja fjárfesta frá landinu. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir réttilega í Fréttablaðinu að með nýjum stóriðjusköttum biði trúverðugleiki Íslands sem fjárfestingarkosts enn og aftur hnekki: „Það er búið að ganga frá samkomulagi og það hefur gilt í tvö ár og svo á allt í einu að falla frá því af því að það þarf að finna einhvers staðar peninga." Þetta er það sem ríkisstjórnin er því miður blind á; að hringl með skatta og gjöld á atvinnulífið kemur í veg fyrir fjárfestingu og umsvif sem Ísland þarf svo nauðsynlega á að halda. Hækkun skatta getur verið skammgóður vermir, jafnvel þótt hún skili auknum tekjum í bili, því að hún eyðileggur framtíðarskattstofninn sem þarf til að standa undir kostnaði við velferð og opinbera þjónustu.