Svindl af ómerkilegustu sort Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Undanfarið hefur verið fjallað um erfiðleika ýmissa fyrirtækja við að ráða fólk í vinnu, ekki sízt iðnmenntaða starfsmenn. Þrátt fyrir að fólk með iðnmenntun sé á atvinnuleysisskrá fæst það ekki til að taka að sér laus störf. Um leið fjölgar vísbendingum um að svört atvinnustarfsemi færist í vöxt. Fréttablaðið sagði í gær frá verktaka á Akureyri sem vildi ráða smiði í vinnu og hafði samband við 20, sem skráðir voru atvinnulausir en enginn þeirra vildi þiggja starfið. Sömu sögu sögðu eigendur bíla- og vélaverkstæða, sem auglýst hafa án árangurs eftir starfsfólki með iðnmenntun. Stefán Einarsson, byggingaverktakinn sem við var rætt, segir þetta ástand mjög sérstakt. „Ég skil að vísu að menn fái sér svarta vinnu með atvinnuleysisbótum til þess að hafa ofan í fjölskylduna. Menn eru svo skattpíndir. Ég verð hins vegar grautfúll þegar þetta bitnar á mér,“ segir hann. Það er út af fyrir sig rétt að háir skattar geta ýtt undir að menn reyni að svindla á skattkerfinu. Það er þó aldrei hægt að nota háa skatta sem afsökun fyrir því að svíkja undan skatti. Skattsvikarar koma sér einfaldlega undan því að leggja sitt af mörkum til sameiginlegs sjóðs landsmanna, en halda flestir áfram að þiggja þjónustuna sem skattgreiðendur fjármagna. Þegar menn þiggja svo bætur frá samborgurunum á þeim forsendum að þeir hafi ekki atvinnu en afla sér á sama tíma tekna sem engir skattar eru greiddir af, er það svindl af ómerkilegustu sort. Það á ekki að umbera, loka augunum fyrir því eða þegja um það. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir í Fréttablaðinu í gær að stífar reglur eigi að gilda um það, þiggi menn á atvinnuleysisskrá ekki vinnu. Þeir eigi þá að fara af henni og missa bæturnar, nema um alveg sérstakar ástæður sé að ræða. Fullt tilefni er til að fylgja þessum reglum fast eftir, því að bæturnar eru fyrir þá sem eru raunverulega atvinnulausir, ekki fyrir gerviatvinnulausa í svartri vinnu. Sérstakt vettvangsteymi á vegum átaks Alþýðusambandsins, Samtaka atvinnulífsins og ríkisskattstjóra um eflingu góðra atvinnuhátta fylgist nú með á vinnustöðum og hefur fundið allnokkur dæmi um svarta vinnu. Slíkt eftirlit er góðra gjalda vert, en kemur þó aldrei í staðinn fyrir heiðarleika, löghlýðni og það viðhorf að menn standi einfaldlega skil á sínu til samfélagsins, jafnvel þótt þeir séu ósammála skattprósentunni sem Alþingi hefur ákveðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun
Undanfarið hefur verið fjallað um erfiðleika ýmissa fyrirtækja við að ráða fólk í vinnu, ekki sízt iðnmenntaða starfsmenn. Þrátt fyrir að fólk með iðnmenntun sé á atvinnuleysisskrá fæst það ekki til að taka að sér laus störf. Um leið fjölgar vísbendingum um að svört atvinnustarfsemi færist í vöxt. Fréttablaðið sagði í gær frá verktaka á Akureyri sem vildi ráða smiði í vinnu og hafði samband við 20, sem skráðir voru atvinnulausir en enginn þeirra vildi þiggja starfið. Sömu sögu sögðu eigendur bíla- og vélaverkstæða, sem auglýst hafa án árangurs eftir starfsfólki með iðnmenntun. Stefán Einarsson, byggingaverktakinn sem við var rætt, segir þetta ástand mjög sérstakt. „Ég skil að vísu að menn fái sér svarta vinnu með atvinnuleysisbótum til þess að hafa ofan í fjölskylduna. Menn eru svo skattpíndir. Ég verð hins vegar grautfúll þegar þetta bitnar á mér,“ segir hann. Það er út af fyrir sig rétt að háir skattar geta ýtt undir að menn reyni að svindla á skattkerfinu. Það er þó aldrei hægt að nota háa skatta sem afsökun fyrir því að svíkja undan skatti. Skattsvikarar koma sér einfaldlega undan því að leggja sitt af mörkum til sameiginlegs sjóðs landsmanna, en halda flestir áfram að þiggja þjónustuna sem skattgreiðendur fjármagna. Þegar menn þiggja svo bætur frá samborgurunum á þeim forsendum að þeir hafi ekki atvinnu en afla sér á sama tíma tekna sem engir skattar eru greiddir af, er það svindl af ómerkilegustu sort. Það á ekki að umbera, loka augunum fyrir því eða þegja um það. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir í Fréttablaðinu í gær að stífar reglur eigi að gilda um það, þiggi menn á atvinnuleysisskrá ekki vinnu. Þeir eigi þá að fara af henni og missa bæturnar, nema um alveg sérstakar ástæður sé að ræða. Fullt tilefni er til að fylgja þessum reglum fast eftir, því að bæturnar eru fyrir þá sem eru raunverulega atvinnulausir, ekki fyrir gerviatvinnulausa í svartri vinnu. Sérstakt vettvangsteymi á vegum átaks Alþýðusambandsins, Samtaka atvinnulífsins og ríkisskattstjóra um eflingu góðra atvinnuhátta fylgist nú með á vinnustöðum og hefur fundið allnokkur dæmi um svarta vinnu. Slíkt eftirlit er góðra gjalda vert, en kemur þó aldrei í staðinn fyrir heiðarleika, löghlýðni og það viðhorf að menn standi einfaldlega skil á sínu til samfélagsins, jafnvel þótt þeir séu ósammála skattprósentunni sem Alþingi hefur ákveðið.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun