Skálmöld klár í Ólympíuleikana 2. ágúst 2011 14:00 Björgvin Sigurðsson úr Skálmöld og Aðalbjörn Tryggvason úr Sólstöfum eru á leiðinni til Þýskalands. fréttablaðið/valli „Það væri gaman að fá sér eina bratwurst með Ozzy,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar sem spilar á Wacken-hátíðinni í Þýskalandi ásamt Ozzy Osbourne. Þungarokkssveitin sleppti því að fara í útilegu um verslunarmannahelgina og æfði þess í stað fyrir Wacken sem hefst á fimmtudag og stendur yfir til laugardags. Þar stíga einnig á svið rokkrisar á borð við Ozzy, Judas Priest og Motörhead. Aðspurður segir Björgvin að Skálmöld sé í fínu formi eftir tónleikaferð um Ísland og Færeyjar með færeysku rokkurunum í Hamferð. „Það var ágætis upphitun og æfingabúðir fyrir Ólympíuleikana í þungarokki,“ segir hann hress. Plata Skálmaldar, Baldur, er nýkomin út í Evrópu hjá fyrirtækinu Napalm Records. Hún kemur út í Bandaríkjunum í byrjun ágúst. Hún hefur selst í yfir 2.500 eintökum hér á landi ef sala á Tonlist.is er tekin með í reikninginn, sem er framar björtustu vonum. Dauðarokkararnir í Atrum, sem unnu Wacken Metal-hljómsveitakeppnina hér á landi í vetur, verða einnig á Wacken-hátíðinni. Þar taka þeir þátt fyrir Íslands hönd í úrslitakeppninni. Einnig verða þar þungarokkarnir í Sólstöfum. Þeir verða með hlustunarpartí fyrir blaðamenn vegna nýrrar plötu sinnar, Svartir sandar, sem kemur út í Evrópu og Bandaríkjunum í október á vegum frönsku útgáfunnar Season of Mist. Einnig ætlar helmingur sveitarinnar að róta fyrir Skálmöld á tónleikum þeirra. „Þeir verða á svæðinu og buðu fram aðstoð sína. Það var afskaplega fallega gert hjá þeim,“ segir Björgvin. -fb Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Það væri gaman að fá sér eina bratwurst með Ozzy,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar sem spilar á Wacken-hátíðinni í Þýskalandi ásamt Ozzy Osbourne. Þungarokkssveitin sleppti því að fara í útilegu um verslunarmannahelgina og æfði þess í stað fyrir Wacken sem hefst á fimmtudag og stendur yfir til laugardags. Þar stíga einnig á svið rokkrisar á borð við Ozzy, Judas Priest og Motörhead. Aðspurður segir Björgvin að Skálmöld sé í fínu formi eftir tónleikaferð um Ísland og Færeyjar með færeysku rokkurunum í Hamferð. „Það var ágætis upphitun og æfingabúðir fyrir Ólympíuleikana í þungarokki,“ segir hann hress. Plata Skálmaldar, Baldur, er nýkomin út í Evrópu hjá fyrirtækinu Napalm Records. Hún kemur út í Bandaríkjunum í byrjun ágúst. Hún hefur selst í yfir 2.500 eintökum hér á landi ef sala á Tonlist.is er tekin með í reikninginn, sem er framar björtustu vonum. Dauðarokkararnir í Atrum, sem unnu Wacken Metal-hljómsveitakeppnina hér á landi í vetur, verða einnig á Wacken-hátíðinni. Þar taka þeir þátt fyrir Íslands hönd í úrslitakeppninni. Einnig verða þar þungarokkarnir í Sólstöfum. Þeir verða með hlustunarpartí fyrir blaðamenn vegna nýrrar plötu sinnar, Svartir sandar, sem kemur út í Evrópu og Bandaríkjunum í október á vegum frönsku útgáfunnar Season of Mist. Einnig ætlar helmingur sveitarinnar að róta fyrir Skálmöld á tónleikum þeirra. „Þeir verða á svæðinu og buðu fram aðstoð sína. Það var afskaplega fallega gert hjá þeim,“ segir Björgvin. -fb
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“