Eftirlýst: Brýr, vegir og rigning! 14. júlí 2011 06:00 Bömmer með brúna yfir Múlakvísl. Bömmer fyrir fólk í ferðaþjónustu á svæðinu. Bömmer að ekki sé tæknilega mögulegt að byggja brú í beljandi jökulfljóti á tveimur dögum og að eina til tvær vikur taki að hanna og smíða yfir 100 metra langt mannvirki sem stendur af sér þungaflutninga jafnt sem jökulburð. Í Suður-Súdan – nýjasta ríki veraldar og jafnframt því fátækasta – grafast ómalbikaðir vegaslóðar reglulega sundur þegar rignir. Stundum rignir alltof mikið, stundum ekki neitt. Því miður er ekkert kerfi á vegum stjórnvalda sem er með sólarhringsvöktun og fer í gang um leið og vegir rofna. Í landi sem er mörgum sinnum stærra en Ísland og þar sem flestir búa í litlum þorpum vítt og breitt um svæðið er þetta ansi mikill bömmer. Sumir vegaslóðanna eru orðnir svo slæmir að nánast ómögulegt er að aka þá. Víða eru síðan engir vegir eða brýr. Það er ekki heiglum hent að koma dauðveiku barni með hraði á sjúkrahús. Fyrir utan það að sjúkrahúsin eru sjaldnast til staðar. Um síðustu helgi lýsti Suður-Súdan yfir sjálfstæði eftir sögulega friðarsamninga, kosningar og þar áður blóðuga borgarastyrjöld. Þrátt fyrir ótal áskoranir er framtíðin af mörgum álitin björt í landinu núna og mikil áhersla lögð á menntun barna – 70% krakka á aldrinum 6-17 ára hafa ekki fengið tækifæri til að ganga í skóla. Frá nágrannalöndum hins nýja ríkis berast voveiflegar fréttir. Í austurhluta Afríku eru ungbörn alvarlega vannærð vegna hækkandi matvælaverðs og ógnvekjandi þurrka sem eru þeir mestu í yfir fimmtíu ár. Fyrir þau sem lítið hafa má ekkert út af bregða – uppskerubrestur þýðir tóma buddu, tómt borð og sveltandi fjölskyldur. Staðan er verst í austurhluta Keníu, austurhluta Eþíópíu og Sómalíu. Flest vannærðu barnanna eru frá Sómalíu en þar bætast langvinn átök ofan á allt hitt. Upplausn og óstöðugleiki hafa orsakað að kerfið sem ætti að grípa fólk í fallinu er ekki til staðar. Afleiðingarnar eru illa haldið fólk sem ekki sér annan kost en að flýja yfir til nágrannaríkjanna – sem sjálf eiga í vanda. Börn eru meirihluti flóttafólksins frá Sómalíu og mörg þeirra eru illa haldin af vannæringu. Mikilvægt er að meðhöndla þau samstundis. Það er nefnilega bömmer hvað vannærð börn eru fljót að missa mótstöðuna. Bömmer hvað börn eru fljót að látast úr ýmsu því sem þau myndu venjulega ráða vel við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Bömmer með brúna yfir Múlakvísl. Bömmer fyrir fólk í ferðaþjónustu á svæðinu. Bömmer að ekki sé tæknilega mögulegt að byggja brú í beljandi jökulfljóti á tveimur dögum og að eina til tvær vikur taki að hanna og smíða yfir 100 metra langt mannvirki sem stendur af sér þungaflutninga jafnt sem jökulburð. Í Suður-Súdan – nýjasta ríki veraldar og jafnframt því fátækasta – grafast ómalbikaðir vegaslóðar reglulega sundur þegar rignir. Stundum rignir alltof mikið, stundum ekki neitt. Því miður er ekkert kerfi á vegum stjórnvalda sem er með sólarhringsvöktun og fer í gang um leið og vegir rofna. Í landi sem er mörgum sinnum stærra en Ísland og þar sem flestir búa í litlum þorpum vítt og breitt um svæðið er þetta ansi mikill bömmer. Sumir vegaslóðanna eru orðnir svo slæmir að nánast ómögulegt er að aka þá. Víða eru síðan engir vegir eða brýr. Það er ekki heiglum hent að koma dauðveiku barni með hraði á sjúkrahús. Fyrir utan það að sjúkrahúsin eru sjaldnast til staðar. Um síðustu helgi lýsti Suður-Súdan yfir sjálfstæði eftir sögulega friðarsamninga, kosningar og þar áður blóðuga borgarastyrjöld. Þrátt fyrir ótal áskoranir er framtíðin af mörgum álitin björt í landinu núna og mikil áhersla lögð á menntun barna – 70% krakka á aldrinum 6-17 ára hafa ekki fengið tækifæri til að ganga í skóla. Frá nágrannalöndum hins nýja ríkis berast voveiflegar fréttir. Í austurhluta Afríku eru ungbörn alvarlega vannærð vegna hækkandi matvælaverðs og ógnvekjandi þurrka sem eru þeir mestu í yfir fimmtíu ár. Fyrir þau sem lítið hafa má ekkert út af bregða – uppskerubrestur þýðir tóma buddu, tómt borð og sveltandi fjölskyldur. Staðan er verst í austurhluta Keníu, austurhluta Eþíópíu og Sómalíu. Flest vannærðu barnanna eru frá Sómalíu en þar bætast langvinn átök ofan á allt hitt. Upplausn og óstöðugleiki hafa orsakað að kerfið sem ætti að grípa fólk í fallinu er ekki til staðar. Afleiðingarnar eru illa haldið fólk sem ekki sér annan kost en að flýja yfir til nágrannaríkjanna – sem sjálf eiga í vanda. Börn eru meirihluti flóttafólksins frá Sómalíu og mörg þeirra eru illa haldin af vannæringu. Mikilvægt er að meðhöndla þau samstundis. Það er nefnilega bömmer hvað vannærð börn eru fljót að missa mótstöðuna. Bömmer hvað börn eru fljót að látast úr ýmsu því sem þau myndu venjulega ráða vel við.