Fersk innkoma hjá Gauta Trausti Júlíusson skrifar 8. júlí 2011 10:00 Bara ég með Emmsjé Gauta. Tónlist. Bara ég, Emmsjé Gauti Íslenskt rapp er á uppleið, að minnsta kosti ef við dæmum út frá útgefnum plötum, spilun og sölu. Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, er búinn að vera lengi að, var til dæmis valinn efnilegasti rapparinn á Rímnaflæði 2003, 14 ára gamall. Hann hefur sent frá sér nokkur lög undanfarin ár, en vakti fyrst verulega athygli í fyrra fyrir lagið Við elskum þessar mellur sem hann gerði með BlazRoca og var á plötunni Kópacabana. Nú er Gauti kominn með sína fyrstu sólóplötu, Bara ég. Það er Geimsteinn í Keflavík sem gefur út, en Geimsteinn virðist vera eina stóra plötuútgáfan sem sinnir rappinu. Emmsjé Gauti er fínn rappari. Hann hefur ágæta rödd og lipurt flæði. Textarnir eru sjálfhverfir eins og hjá fleiri röppurum, en Gauti kann að koma fyrir sig orði og á oft fína spretti. Tónlistin er mjög poppuð og dansvæn á köflum. Á meðal bestu laganna má nefna Dusta rykið sem Gnúsi Yones gerði taktinn við og Berndsen og Rósa Sometime koma fram í, Blikk blikk sem Ljósvaki samdi, Steinstjarna og Hemmi Gunn sem eru gerð af Redd Lights og Kæra Ester sem fyrrnefndur Gnúsi á heiðurinn af. Á meðal gesta á plötunni eru Blaz Roca sem fer á kostum í laginu Hemmi Gunn, Friðrik Dór sem syngur í Okkar leið og Smári Tarfur sem lætur gítarinn tala í Blikk blikk. Á heildina litið er Bara ég fersk og fagmannlega unnin plata. Góð blanda af poppi og rappi. Niðurstaða: Emmsjé Gauti kemur ferskur inn á poppaðri rappplötu. Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist. Bara ég, Emmsjé Gauti Íslenskt rapp er á uppleið, að minnsta kosti ef við dæmum út frá útgefnum plötum, spilun og sölu. Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, er búinn að vera lengi að, var til dæmis valinn efnilegasti rapparinn á Rímnaflæði 2003, 14 ára gamall. Hann hefur sent frá sér nokkur lög undanfarin ár, en vakti fyrst verulega athygli í fyrra fyrir lagið Við elskum þessar mellur sem hann gerði með BlazRoca og var á plötunni Kópacabana. Nú er Gauti kominn með sína fyrstu sólóplötu, Bara ég. Það er Geimsteinn í Keflavík sem gefur út, en Geimsteinn virðist vera eina stóra plötuútgáfan sem sinnir rappinu. Emmsjé Gauti er fínn rappari. Hann hefur ágæta rödd og lipurt flæði. Textarnir eru sjálfhverfir eins og hjá fleiri röppurum, en Gauti kann að koma fyrir sig orði og á oft fína spretti. Tónlistin er mjög poppuð og dansvæn á köflum. Á meðal bestu laganna má nefna Dusta rykið sem Gnúsi Yones gerði taktinn við og Berndsen og Rósa Sometime koma fram í, Blikk blikk sem Ljósvaki samdi, Steinstjarna og Hemmi Gunn sem eru gerð af Redd Lights og Kæra Ester sem fyrrnefndur Gnúsi á heiðurinn af. Á meðal gesta á plötunni eru Blaz Roca sem fer á kostum í laginu Hemmi Gunn, Friðrik Dór sem syngur í Okkar leið og Smári Tarfur sem lætur gítarinn tala í Blikk blikk. Á heildina litið er Bara ég fersk og fagmannlega unnin plata. Góð blanda af poppi og rappi. Niðurstaða: Emmsjé Gauti kemur ferskur inn á poppaðri rappplötu.
Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira