Snúa sér til Evrópu 23. júní 2011 00:00 Kínverjar hafa síðastliðin sex ár verið iðnir við kaup á bandarískum ríkisskuldabréfum. Sá tími kann að vera að baki. Fréttablaðið/AFP Talið er að kínversk stjórnvöld hafi dregið úr kaupum á bandarískum ríkisskuldabréfum á fyrstu fjórum mánuðum ársins og séð hag sínum borgið með kaupum á evrópskum ríkisskuldabréfum. Breska viðskiptablaðið Financial Times segir þetta í samræmi við yfirlýsingar kínverskra ráðamanna þess efnis að stjórnvöld ætli að styðja fjárhagslega við þau Evrópuríki sem glími við fjárhagserfiðleika. Kínverski seðlabankinn hefur keypt bandarísk ríkisskuldabréf viðstöðulítið síðastliðin sex ár og var í mars síðastliðnum stærsti lánardrottinn Bandaríkjanna með þrjú þúsund milljarða dala af skuldabréfum í hirslum sínum. Það var breski bankinn Standard Chartered sem vann mat á fjárfestingum kínverskra stjórnvalda upp á síðkastið. Gögn bankans benda til að gjaldeyrisforði Kínverja hafi aukist um tvö hundruð milljarða Bandaríkjadala á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Stephen Green, aðalhagfræðingur Standard Chartered í málefnum Kína, segir í samtali við Financial Times ævinlega erfitt að átta sig á fjárfestingum kínverska seðlabankans. Hann fjárfesti í gegnum fjármálastofnanir utan landsteina, svo sem í London og Hong Kong í þeim tilgangi að fela slóð fjárfestinga sinna. - jab Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Talið er að kínversk stjórnvöld hafi dregið úr kaupum á bandarískum ríkisskuldabréfum á fyrstu fjórum mánuðum ársins og séð hag sínum borgið með kaupum á evrópskum ríkisskuldabréfum. Breska viðskiptablaðið Financial Times segir þetta í samræmi við yfirlýsingar kínverskra ráðamanna þess efnis að stjórnvöld ætli að styðja fjárhagslega við þau Evrópuríki sem glími við fjárhagserfiðleika. Kínverski seðlabankinn hefur keypt bandarísk ríkisskuldabréf viðstöðulítið síðastliðin sex ár og var í mars síðastliðnum stærsti lánardrottinn Bandaríkjanna með þrjú þúsund milljarða dala af skuldabréfum í hirslum sínum. Það var breski bankinn Standard Chartered sem vann mat á fjárfestingum kínverskra stjórnvalda upp á síðkastið. Gögn bankans benda til að gjaldeyrisforði Kínverja hafi aukist um tvö hundruð milljarða Bandaríkjadala á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Stephen Green, aðalhagfræðingur Standard Chartered í málefnum Kína, segir í samtali við Financial Times ævinlega erfitt að átta sig á fjárfestingum kínverska seðlabankans. Hann fjárfesti í gegnum fjármálastofnanir utan landsteina, svo sem í London og Hong Kong í þeim tilgangi að fela slóð fjárfestinga sinna. - jab
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira