Tíunda deild Davíð Þór Jónsson skrifar 11. júní 2011 06:00 Nýlega léku Íslendingar landsleik við Dani í fótbolta. Fyrir leikinn var talað um það í fjölmiðlum að nú væri tími til kominn að vinna Danina, það hefði enn ekki tekist. Svo fór að Danir unnu 2:0. Í kjölfarið spratt upp gagnrýnin umræða um gengi íslenska landsliðsins í undankeppninni sem nú fer fram, en liðið er aðeins með eitt stig eftir að hafa leikið við Portúgala, Norðmenn, Dani og Kýpurbúa. Jafnvel var rætt um það hvort þessi ósigur væri ekki kornið sem fyllti mælinn og nú væri ekki seinna vænna að láta þjálfarann fjúka. Mér datt í hug að skoða þessa gagnrýni og reyna að meta það hve raunhæf krafan um árangur er í ljósi styrkleika þessara liða. Besta myndin sem hægt er að gera sér af honum er styrkleikalisti FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. Þar eru Portúgalar í 8. sæti, Norðmenn í 11. sæti, Danir í 27. sæti, Kýpurbúar í 89. sæti og Íslendingar í 116. sæti. Það er erfitt að setja þetta í samhengi. Til dæmis er, vegna smæðar þjóðarinnar, ekki hægt að setja þetta í íslenskt samhengi. Ef ég myndi á morgun stofna Knattspyrnufélagið Hrum, þar sem liðsmenn væru allir farlama gamalmenni, myndi Hrumur nefnilega vera betra lið á íslenskan mælikvarða en íslenska landsliðið er á heimsmælikvarða, einfaldlega vegna þess að á Íslandi eru ekki 115 lið til að vera betri en Hrumur væri. Ef landslið heims væru félagslið sem kepptu í 12 liða deildum, eins og hér tíðkast, þá væru Portúgalar og Norðmenn í efstu deild, Danir í þriðju, Kýpurbúar í sjöundu og Íslendingar í tíundu. Krafan um sigur á Dönum er því jafnraunhæf og ef Katarbúar krefðust sigurs á Brasilíu, en brasilíska landsliðið er einmitt jafnlagt fyrir ofan það katarska á styrkleikalista FIFA og það danska er fyrir ofan það íslenska. Með þessu er ég ekki að segja að það eigi ekki að púkka upp á landsliðið eða að hætta eigi að leggja metnað í að hér sé leikinn almennilegur fótbolti. Allir ættu aftur á móti að geta gert sér það í hugarlund hve óbærilegt það er að vera undir svona ósanngjarnri pressu, að væntingarnar, sem til manns eru gerðar, einkennist af svona fullkomnum skorti á lágmarks raunveruleikaskynjun. Hvað fótbolta varðar er Ísland í flokki með Norður-Kóreu, Miðafríkulýðveldinu, Tansaníu og Síerra Leóne, ekki Portúgal eða Noregi. Ef við myndum miða væntingar okkar við það liði okkur öllum sjálfsagt betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Nýlega léku Íslendingar landsleik við Dani í fótbolta. Fyrir leikinn var talað um það í fjölmiðlum að nú væri tími til kominn að vinna Danina, það hefði enn ekki tekist. Svo fór að Danir unnu 2:0. Í kjölfarið spratt upp gagnrýnin umræða um gengi íslenska landsliðsins í undankeppninni sem nú fer fram, en liðið er aðeins með eitt stig eftir að hafa leikið við Portúgala, Norðmenn, Dani og Kýpurbúa. Jafnvel var rætt um það hvort þessi ósigur væri ekki kornið sem fyllti mælinn og nú væri ekki seinna vænna að láta þjálfarann fjúka. Mér datt í hug að skoða þessa gagnrýni og reyna að meta það hve raunhæf krafan um árangur er í ljósi styrkleika þessara liða. Besta myndin sem hægt er að gera sér af honum er styrkleikalisti FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. Þar eru Portúgalar í 8. sæti, Norðmenn í 11. sæti, Danir í 27. sæti, Kýpurbúar í 89. sæti og Íslendingar í 116. sæti. Það er erfitt að setja þetta í samhengi. Til dæmis er, vegna smæðar þjóðarinnar, ekki hægt að setja þetta í íslenskt samhengi. Ef ég myndi á morgun stofna Knattspyrnufélagið Hrum, þar sem liðsmenn væru allir farlama gamalmenni, myndi Hrumur nefnilega vera betra lið á íslenskan mælikvarða en íslenska landsliðið er á heimsmælikvarða, einfaldlega vegna þess að á Íslandi eru ekki 115 lið til að vera betri en Hrumur væri. Ef landslið heims væru félagslið sem kepptu í 12 liða deildum, eins og hér tíðkast, þá væru Portúgalar og Norðmenn í efstu deild, Danir í þriðju, Kýpurbúar í sjöundu og Íslendingar í tíundu. Krafan um sigur á Dönum er því jafnraunhæf og ef Katarbúar krefðust sigurs á Brasilíu, en brasilíska landsliðið er einmitt jafnlagt fyrir ofan það katarska á styrkleikalista FIFA og það danska er fyrir ofan það íslenska. Með þessu er ég ekki að segja að það eigi ekki að púkka upp á landsliðið eða að hætta eigi að leggja metnað í að hér sé leikinn almennilegur fótbolti. Allir ættu aftur á móti að geta gert sér það í hugarlund hve óbærilegt það er að vera undir svona ósanngjarnri pressu, að væntingarnar, sem til manns eru gerðar, einkennist af svona fullkomnum skorti á lágmarks raunveruleikaskynjun. Hvað fótbolta varðar er Ísland í flokki með Norður-Kóreu, Miðafríkulýðveldinu, Tansaníu og Síerra Leóne, ekki Portúgal eða Noregi. Ef við myndum miða væntingar okkar við það liði okkur öllum sjálfsagt betur.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun