Kæra 7 ára barn, hertu þig Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 2. júní 2011 06:00 Hvernig varð það að viðtekinni hugmynd að börn sem hafa áhuga á að stunda íþróttir stefni almennt á að verða afreksíþróttafólk eða atvinnumenn? Þau skuli öll skara fram úr – með góðu eða illu. Hreyfing er fyrir öllu. Kannski sérstaklega í ljósi þess að fimmta hvert barn á Íslandi mælist yfir kjörþyngd og fimm prósent barna of feit. Við eigum mikið af frábærum kornungum íþróttabörnum – en það þurfa ekki allir krakkar að verða afreksmenn. Við myndum aldrei gera þá kröfu á alla fullorðna sem vilja hreyfa sig. Ég var barn sem hafði gaman af íþróttum. Ég endaði hins vegar með að ráfa kófsveitt á milli greina af því að ég meikaði ekki hvað allir voru æstir í að láta mig taka þetta grafalvarlega. Ég var til dæmis ekki búin að æfa körfubolta nema í stutta stund, ellefu ára, þegar mér var uppálagt að taka þátt í móti. Ég varð mjög stressuð þar sem ég kunni enn varla reglurnar. Hafði fyrst og fremst byrjað að æfa því þarna voru skemmtilegir krakkar. Mótið fór með mig. Ég steig ofan á tærnar á stelpu sem brjálaðist. Fékk sjálf boltann í hausinn og fannst ég glötuð. Tórði út veturinn, hætti síðan. Áður hafði ég farið á sundæfingu en séð að ég hafði ekki roð við afreksfólkinu þar. Bekkjarfélagarnir voru allir farnir að æfa fimm daga í viku þegar ég loks rankaði við mér. Of gömul. Kornung. Bróðir minn æfði fótbolta og ég man vel eftir sumrinu þegar hann var fjórtán ára. Hann gat ekki farið í sumarfrí með okkur því hann þurfti að mæta á stífar æfingar. Litlu seinna fór ég sjálf að æfa karate. Þegar kom að prófi númer þrjú, rauða beltinu, hætti ég. Glopraði því þó aldrei út úr mér að mig hefði bara langað að læra sjálfsvörn í friði. Ég fann mig í samkvæmisdansi. Adam var þó ekki lengi í paradís. Í bænum mínum voru nánast engir strákar að æfa dans og í níunda bekk mátti ég ekki lengur keppa á mótum og dansa við stelpu. Ég var ókeppnisfær. Skilaboðin voru að þar með væri botninn dottinn úr þessu sprikli mínu. Takk og bless. Ég lærði líka á píanó og ekki er minni afreksáhersla þar. Eftir sex ára nám var ég komin með upp í kok af skölum, prófum og stigsprófum. Keppnisskapið hjá mér kom ekki fyrr en síðar. Ég held að þegar ég var barn hafi mig bara langað að fá að vera barn. Hlaupa, sprikla, spila af fingrum fram – og hafa það gaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Hvernig varð það að viðtekinni hugmynd að börn sem hafa áhuga á að stunda íþróttir stefni almennt á að verða afreksíþróttafólk eða atvinnumenn? Þau skuli öll skara fram úr – með góðu eða illu. Hreyfing er fyrir öllu. Kannski sérstaklega í ljósi þess að fimmta hvert barn á Íslandi mælist yfir kjörþyngd og fimm prósent barna of feit. Við eigum mikið af frábærum kornungum íþróttabörnum – en það þurfa ekki allir krakkar að verða afreksmenn. Við myndum aldrei gera þá kröfu á alla fullorðna sem vilja hreyfa sig. Ég var barn sem hafði gaman af íþróttum. Ég endaði hins vegar með að ráfa kófsveitt á milli greina af því að ég meikaði ekki hvað allir voru æstir í að láta mig taka þetta grafalvarlega. Ég var til dæmis ekki búin að æfa körfubolta nema í stutta stund, ellefu ára, þegar mér var uppálagt að taka þátt í móti. Ég varð mjög stressuð þar sem ég kunni enn varla reglurnar. Hafði fyrst og fremst byrjað að æfa því þarna voru skemmtilegir krakkar. Mótið fór með mig. Ég steig ofan á tærnar á stelpu sem brjálaðist. Fékk sjálf boltann í hausinn og fannst ég glötuð. Tórði út veturinn, hætti síðan. Áður hafði ég farið á sundæfingu en séð að ég hafði ekki roð við afreksfólkinu þar. Bekkjarfélagarnir voru allir farnir að æfa fimm daga í viku þegar ég loks rankaði við mér. Of gömul. Kornung. Bróðir minn æfði fótbolta og ég man vel eftir sumrinu þegar hann var fjórtán ára. Hann gat ekki farið í sumarfrí með okkur því hann þurfti að mæta á stífar æfingar. Litlu seinna fór ég sjálf að æfa karate. Þegar kom að prófi númer þrjú, rauða beltinu, hætti ég. Glopraði því þó aldrei út úr mér að mig hefði bara langað að læra sjálfsvörn í friði. Ég fann mig í samkvæmisdansi. Adam var þó ekki lengi í paradís. Í bænum mínum voru nánast engir strákar að æfa dans og í níunda bekk mátti ég ekki lengur keppa á mótum og dansa við stelpu. Ég var ókeppnisfær. Skilaboðin voru að þar með væri botninn dottinn úr þessu sprikli mínu. Takk og bless. Ég lærði líka á píanó og ekki er minni afreksáhersla þar. Eftir sex ára nám var ég komin með upp í kok af skölum, prófum og stigsprófum. Keppnisskapið hjá mér kom ekki fyrr en síðar. Ég held að þegar ég var barn hafi mig bara langað að fá að vera barn. Hlaupa, sprikla, spila af fingrum fram – og hafa það gaman.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun