Fimmtíu árangursrík ár Steinunn Stefánsdóttir skrifar 30. maí 2011 06:00 Hálfrar aldar afmæli mannréttindasamtakanna Amnesty International var fagnað um helgina. Upphaf þessara merku samtaka má rekja til greinar eftir breska lögfræðinginn Peter Benenson í breska blaðinu Observer undir nafninu Gleymdu fangarnir. Þar hvatti hann fólk til að taka þátt í herferð með það að markmiði að leysa úr haldi samviskufanga, hugtak sem mun reyndar ekki hafa verið notað fyrr en í þessari grein og nær yfir fólk sem situr í fangelsum vegna uppruna eða skoðana. Herferðin sem Benenson hvatti til árið 1961 átti að standa í eitt ár en stendur enn. Starf Amnesty byggir á þeirri hugmynd að einstaklingar geti haft áhrif á ógnarstjórnir með bréfaskrifum og áskorunum. Styrkur samtakanna felst í fjöldanum sem taka þátt í aðgerðum þeirra en einnig því að þau eru með öllu óháð stjórnmálastefnum, trúarbrögðum og hvaða hugmyndafræði sem er. Meira en þrjár milljónir manna í 150 löndum eru félagar og stuðningsmenn samtakanna, og í Íslandsdeild Amnesty eru 11 þúsund félagar. Samtökin gera þó meira en að virkja félaga sína til að senda stjórnvöldum, stjórnmálaöflum og fyrirtækjum sem brjóta gegn mannréttindum skilaboð, því á þeirra vegum eru mannréttindabrot um heim allan rannsökuð og skráð í ársskýrslu samtakanna. Stefna Amnesty International er að hver maður njóti fullra mannréttinda í samræmi við mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og aðrar alþjóðlegar mannréttindayfirlýsingar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á baráttuna fyrir því að leysa úr haldi samviskufanga, stöðva dauðarefsingar og pyntingar á föngum og upplýsa um hvers kyns mannréttindabrot. Baráttumálin taka mið af þörfum á hverjum tíma og mótast baráttuleiðirnar af þeirri tækni sem tiltæk er og aðgengileg. Þannig hafa netáskoranir leyst af hólmi handskrifuðu bréfin sem lagt var upp með fyrir hálfri öld. Fyrir liggur að tugir þúsunda manna hafa verið leysir úr haldi og/eða fengið lausn sinna mála beinlínis vegna aðgerða félaga í Amnesty. Það er undraverður árangur samtaka sem byggja baráttuleið sína fyrst og fremst á bréfasendingum og undirskriftum almennra borgara. Ljóst er að eftirlit með mannréttindum hefur tekið stakkaskiptum á þeirri hálfu öld sem liðin er frá stofnun samtakanna. Þá hefur verið bent á að fyrir um þrjátíu árum hafi aðeins sextán ríki heims lagt bann við dauðarefsingum en í dag eru þessi ríki komin vel yfir hundrað. Ekki er að efa að framlag Amnesty vegur þar allnokkuð. Fimmtíu farsæl ár eru að baki hjá Amnesty. Þótt umtalsverður árangur hafi oft náðst og víða um heim eru verkefnin fram undan ærin. Góður árangur samtakanna gefur fullt tilefni til bjartsýni á áframhaldandi framfarir í mannréttindamálum, jafnvel þótt andbyrinn geti á köflum verið þungur. Á tímamótunum eru allir hvattir til að leggja starfi Amnesty lið með því að ganga í samtökin og taka þátt í aðgerðum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Hálfrar aldar afmæli mannréttindasamtakanna Amnesty International var fagnað um helgina. Upphaf þessara merku samtaka má rekja til greinar eftir breska lögfræðinginn Peter Benenson í breska blaðinu Observer undir nafninu Gleymdu fangarnir. Þar hvatti hann fólk til að taka þátt í herferð með það að markmiði að leysa úr haldi samviskufanga, hugtak sem mun reyndar ekki hafa verið notað fyrr en í þessari grein og nær yfir fólk sem situr í fangelsum vegna uppruna eða skoðana. Herferðin sem Benenson hvatti til árið 1961 átti að standa í eitt ár en stendur enn. Starf Amnesty byggir á þeirri hugmynd að einstaklingar geti haft áhrif á ógnarstjórnir með bréfaskrifum og áskorunum. Styrkur samtakanna felst í fjöldanum sem taka þátt í aðgerðum þeirra en einnig því að þau eru með öllu óháð stjórnmálastefnum, trúarbrögðum og hvaða hugmyndafræði sem er. Meira en þrjár milljónir manna í 150 löndum eru félagar og stuðningsmenn samtakanna, og í Íslandsdeild Amnesty eru 11 þúsund félagar. Samtökin gera þó meira en að virkja félaga sína til að senda stjórnvöldum, stjórnmálaöflum og fyrirtækjum sem brjóta gegn mannréttindum skilaboð, því á þeirra vegum eru mannréttindabrot um heim allan rannsökuð og skráð í ársskýrslu samtakanna. Stefna Amnesty International er að hver maður njóti fullra mannréttinda í samræmi við mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og aðrar alþjóðlegar mannréttindayfirlýsingar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á baráttuna fyrir því að leysa úr haldi samviskufanga, stöðva dauðarefsingar og pyntingar á föngum og upplýsa um hvers kyns mannréttindabrot. Baráttumálin taka mið af þörfum á hverjum tíma og mótast baráttuleiðirnar af þeirri tækni sem tiltæk er og aðgengileg. Þannig hafa netáskoranir leyst af hólmi handskrifuðu bréfin sem lagt var upp með fyrir hálfri öld. Fyrir liggur að tugir þúsunda manna hafa verið leysir úr haldi og/eða fengið lausn sinna mála beinlínis vegna aðgerða félaga í Amnesty. Það er undraverður árangur samtaka sem byggja baráttuleið sína fyrst og fremst á bréfasendingum og undirskriftum almennra borgara. Ljóst er að eftirlit með mannréttindum hefur tekið stakkaskiptum á þeirri hálfu öld sem liðin er frá stofnun samtakanna. Þá hefur verið bent á að fyrir um þrjátíu árum hafi aðeins sextán ríki heims lagt bann við dauðarefsingum en í dag eru þessi ríki komin vel yfir hundrað. Ekki er að efa að framlag Amnesty vegur þar allnokkuð. Fimmtíu farsæl ár eru að baki hjá Amnesty. Þótt umtalsverður árangur hafi oft náðst og víða um heim eru verkefnin fram undan ærin. Góður árangur samtakanna gefur fullt tilefni til bjartsýni á áframhaldandi framfarir í mannréttindamálum, jafnvel þótt andbyrinn geti á köflum verið þungur. Á tímamótunum eru allir hvattir til að leggja starfi Amnesty lið með því að ganga í samtökin og taka þátt í aðgerðum þeirra.