Höfum lagað mistökin frá 2009 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. maí 2011 10:00 Sir Alex Ferguson stýrir æfingu með Manchester United fyrir leikinn mikilvæga gegn Barcelona. Nordic Photos / Getty Images Hápunktur knattspyrnuvertíðarinnar verður í kvöld, þegar Manchester United og Barcelona eigast við í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. United er að spila sinn þriðja úrslitaleik á fjórum árum en liðið tapaði einmitt fyrir Barcelona þegar liðin mættust í úrslitaleiknum árið 2009. Sparkspekingar telja margir hverjir að Börsungar séu líklegir til að endurtaka leikinn nú. En Sir Alex Ferguson, stjóri United, þolir ekki að tapa og vill allra síst lúta öðru sinni í gras gegn spænska risanum. United byrjaði vel í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum en þegar Samuel Eto‘o skoraði fyrir Barcelona á tíundu mínútu tóku þeir spænsku öll völd í leiknum. Paul Scholes, leikmaður United, er staðráðinn í að láta það ekki endurtaka sig. „Þetta var ekki skemmtilegt kvöld og sumarið leið mjög hægt. Í þetta skiptið ætlum við í það minnsta að leggja okkur almennilega fram.“ Ferguson segir þó að leikurinn í dag snúist ekki um að ná fram hefndum. „Það voru okkur vonbrigði að tapa leiknum en það er ekki aðalmálið. Þetta snýst um stolt okkar,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Við erum einbeittir í þetta skiptið og undirbúningurinn hefur verið betri. Ég held að við höfum gert ein eða tvenn mistök í undirbúningnum síðast. Ekki núna.“ United tryggði sér Englandsmeistaratitilinn fyrir tveimur vikum og fékk því nægan tíma til undirbúnings. „Það skipti máli og hjálpaði okkur. En það sem mestu skiptir er að leikmenn hafi trú á eigin getu og treysti hver öðrum – vegna þess að ég treysti þeim,“ sagði Ferguson. Ferguson hrósaði kollega sínum, Pep Guardiola, fyrir þann árangur sem hann hefur náð með lið Barcelona. „Hann hefur náð frábærum árangri, einkum miðað við hvað hann er ungur,“ sagði Ferguson. „Það er hægt að sjá hvernig liðið hefur þroskast síðan það vann okkur í Róm fyrir tveimur árum. Hann hefur breytt því hvernig liðið spilar og hefur mjög sterka nærveru.“ Liði Barcelona hefur margsinnis verið hampað sem einu besta liði heims, ef ekki einu því besta frá upphafi. Því er Guardiola ósammála. „Við erum ánægðir ef fólk nýtur þess að horfa á okkur spila. En við verðum að bera virðingu fyrir liðum eins og Brasilíu, Liverpool, Manchester og jafnvel Real Madrid þegar það var upp á sitt besta,“ sagði Guardiola. „Það er mjög erfitt að bera svona lagað saman. Það er ómögulegt að leggja mat á það hvaða leikmaður sé besti knattspyrnumaður allra tíma – Pele, Maradona, Messi eða Beckenbauer. En allir þessir leikmenn hafa lagt sitt af mörkum til að gera knattspyrnuna betri en hún var áður.“ Þó eru flestir sammála um að fá lið standi Barcelona snúning þegar leikmenn liðsins ná að sýna sitt besta. „Við viljum reyna að halda boltanum og spila honum hratt á milli okkar. Við ætlum að sækja hratt á þá og skapa okkur færi. Við vitum nefnilega að það gæti reynst hættulegt að missa boltann því Manchester getur gert okkur erfitt fyrir.“ Einn besti leikmaður heims og lykilmaður í liði Barcelona, Xavi Hernandez, segir sína menn vel meðvitaða um styrkleika United. „Þeir eru ekki einungis með hæfileikaríka leikmenn,“ sagði hann. „Þeir eru duglegir í vörninni, þéttir og eiga marga valmöguleika í sínum sóknarleik. Ef þeir skora, pakka þeir í vörn og beita skyndisóknum, þar sem þeir eiga mörg mismunandi vopn.“ Ferguson sjálfur veit manna best hversu sterkt lið Barcelona hefur að geyma. En hann minnir á að United getur líka spilað vel. „Við vitum vel hvað andstæðingar okkar geta. Það væri óskynsamlegt að mæta illa undirbúnir til leiks. Við þekkjum bæði styrkleika Barcelona sem og veiku hliðarnar,“ sagði Ferguson. „En við einbeitum okkur alltaf að því sem við getum gert sjálfir og við vonumst til að geta spilað sóknarbolta. Við höfum þá leikmenn sem þarf til þess.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira
Hápunktur knattspyrnuvertíðarinnar verður í kvöld, þegar Manchester United og Barcelona eigast við í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. United er að spila sinn þriðja úrslitaleik á fjórum árum en liðið tapaði einmitt fyrir Barcelona þegar liðin mættust í úrslitaleiknum árið 2009. Sparkspekingar telja margir hverjir að Börsungar séu líklegir til að endurtaka leikinn nú. En Sir Alex Ferguson, stjóri United, þolir ekki að tapa og vill allra síst lúta öðru sinni í gras gegn spænska risanum. United byrjaði vel í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum en þegar Samuel Eto‘o skoraði fyrir Barcelona á tíundu mínútu tóku þeir spænsku öll völd í leiknum. Paul Scholes, leikmaður United, er staðráðinn í að láta það ekki endurtaka sig. „Þetta var ekki skemmtilegt kvöld og sumarið leið mjög hægt. Í þetta skiptið ætlum við í það minnsta að leggja okkur almennilega fram.“ Ferguson segir þó að leikurinn í dag snúist ekki um að ná fram hefndum. „Það voru okkur vonbrigði að tapa leiknum en það er ekki aðalmálið. Þetta snýst um stolt okkar,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Við erum einbeittir í þetta skiptið og undirbúningurinn hefur verið betri. Ég held að við höfum gert ein eða tvenn mistök í undirbúningnum síðast. Ekki núna.“ United tryggði sér Englandsmeistaratitilinn fyrir tveimur vikum og fékk því nægan tíma til undirbúnings. „Það skipti máli og hjálpaði okkur. En það sem mestu skiptir er að leikmenn hafi trú á eigin getu og treysti hver öðrum – vegna þess að ég treysti þeim,“ sagði Ferguson. Ferguson hrósaði kollega sínum, Pep Guardiola, fyrir þann árangur sem hann hefur náð með lið Barcelona. „Hann hefur náð frábærum árangri, einkum miðað við hvað hann er ungur,“ sagði Ferguson. „Það er hægt að sjá hvernig liðið hefur þroskast síðan það vann okkur í Róm fyrir tveimur árum. Hann hefur breytt því hvernig liðið spilar og hefur mjög sterka nærveru.“ Liði Barcelona hefur margsinnis verið hampað sem einu besta liði heims, ef ekki einu því besta frá upphafi. Því er Guardiola ósammála. „Við erum ánægðir ef fólk nýtur þess að horfa á okkur spila. En við verðum að bera virðingu fyrir liðum eins og Brasilíu, Liverpool, Manchester og jafnvel Real Madrid þegar það var upp á sitt besta,“ sagði Guardiola. „Það er mjög erfitt að bera svona lagað saman. Það er ómögulegt að leggja mat á það hvaða leikmaður sé besti knattspyrnumaður allra tíma – Pele, Maradona, Messi eða Beckenbauer. En allir þessir leikmenn hafa lagt sitt af mörkum til að gera knattspyrnuna betri en hún var áður.“ Þó eru flestir sammála um að fá lið standi Barcelona snúning þegar leikmenn liðsins ná að sýna sitt besta. „Við viljum reyna að halda boltanum og spila honum hratt á milli okkar. Við ætlum að sækja hratt á þá og skapa okkur færi. Við vitum nefnilega að það gæti reynst hættulegt að missa boltann því Manchester getur gert okkur erfitt fyrir.“ Einn besti leikmaður heims og lykilmaður í liði Barcelona, Xavi Hernandez, segir sína menn vel meðvitaða um styrkleika United. „Þeir eru ekki einungis með hæfileikaríka leikmenn,“ sagði hann. „Þeir eru duglegir í vörninni, þéttir og eiga marga valmöguleika í sínum sóknarleik. Ef þeir skora, pakka þeir í vörn og beita skyndisóknum, þar sem þeir eiga mörg mismunandi vopn.“ Ferguson sjálfur veit manna best hversu sterkt lið Barcelona hefur að geyma. En hann minnir á að United getur líka spilað vel. „Við vitum vel hvað andstæðingar okkar geta. Það væri óskynsamlegt að mæta illa undirbúnir til leiks. Við þekkjum bæði styrkleika Barcelona sem og veiku hliðarnar,“ sagði Ferguson. „En við einbeitum okkur alltaf að því sem við getum gert sjálfir og við vonumst til að geta spilað sóknarbolta. Við höfum þá leikmenn sem þarf til þess.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira