Leikur knattspyrnu með stjörnunum í Cannes 13. maí 2011 11:00 Friðrik Þór spilar fótbolta með Zidane, Cantona og Jude Law í Cannes. Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri og framleiðandi, tekur þátt í góðgerðaleik í fótbolta á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú stendur yfir í Frakklandi. Á meðal þekktra einstaklinga sem hafa boðað komu sína eru frönsku landsliðsmennirnir fyrrverandi Zinedine Zidane, Eric Cantona og Youri Djorkaeff, auk leikarans Jude Law. „Maður má ekkert taka á því í kvöld því maður verður að vera „fitt" fyrir laugardaginn," segir Friðrik Þór, sem átti afmæli þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann lætur því eingöngu vatn inn fyrir sínar varir fram að leik og ætlar að sleppa kokteilunum og kampavínsglösunum sem freista gesta Cannes hvað eftir annað. Friðrik Þór þarf að vera mættur í boltann klukkan níu í fyrramálið og er það fyrirtækið Nike sem stendur fyrir uppátækinu. „Mig grunar að þetta sé strandbolti því Cantona er að kynna strandbolta úti um allan heim. Hann er miklu erfiðari fyrir gamla menn," segir leikstjórinn og hlær. „En þetta kemur bara í ljós á laugardaginn." Friðrik er í fínu formi enda spilar hann fótbolta þrisvar í viku með Lunch United. Hann ætlar ekki að hika við að láta stjörnurnar finna fyrir því ef hann lendir á móti þeim í liði. „Jú, jú, það verður að hafa gaman af þessu." Hann hefur sótt kvikmyndahátíðina í Cannes yfirleitt á hverju ári síðan 1987 og þekkir því hverja þúfu í borginni. Margt frægt fólk spókar sig um á hátíðinni og stutt er síðan Friðrik hitti leikarann Fisher Stevens, sem lék undir hans stjórn í myndinni Cold Fever. Hann fór einnig í hádegisverð með ítölsku leikkonunni Claudiu Cardinale sem var mikið kyntákn hér á árum áður og lék í myndum eftir leikstjórana Federico Fellini og Sergio Leone, auk þess að fara með hlutverk í The Pink Panther á móti Peter Sellers. „Ég er að reyna að fá hana til Íslands á kvikmyndahátíðina RIFF í haust," sagði leikstjórinn, sem verður í Cannes í eina viku. freyr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri og framleiðandi, tekur þátt í góðgerðaleik í fótbolta á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú stendur yfir í Frakklandi. Á meðal þekktra einstaklinga sem hafa boðað komu sína eru frönsku landsliðsmennirnir fyrrverandi Zinedine Zidane, Eric Cantona og Youri Djorkaeff, auk leikarans Jude Law. „Maður má ekkert taka á því í kvöld því maður verður að vera „fitt" fyrir laugardaginn," segir Friðrik Þór, sem átti afmæli þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann lætur því eingöngu vatn inn fyrir sínar varir fram að leik og ætlar að sleppa kokteilunum og kampavínsglösunum sem freista gesta Cannes hvað eftir annað. Friðrik Þór þarf að vera mættur í boltann klukkan níu í fyrramálið og er það fyrirtækið Nike sem stendur fyrir uppátækinu. „Mig grunar að þetta sé strandbolti því Cantona er að kynna strandbolta úti um allan heim. Hann er miklu erfiðari fyrir gamla menn," segir leikstjórinn og hlær. „En þetta kemur bara í ljós á laugardaginn." Friðrik er í fínu formi enda spilar hann fótbolta þrisvar í viku með Lunch United. Hann ætlar ekki að hika við að láta stjörnurnar finna fyrir því ef hann lendir á móti þeim í liði. „Jú, jú, það verður að hafa gaman af þessu." Hann hefur sótt kvikmyndahátíðina í Cannes yfirleitt á hverju ári síðan 1987 og þekkir því hverja þúfu í borginni. Margt frægt fólk spókar sig um á hátíðinni og stutt er síðan Friðrik hitti leikarann Fisher Stevens, sem lék undir hans stjórn í myndinni Cold Fever. Hann fór einnig í hádegisverð með ítölsku leikkonunni Claudiu Cardinale sem var mikið kyntákn hér á árum áður og lék í myndum eftir leikstjórana Federico Fellini og Sergio Leone, auk þess að fara með hlutverk í The Pink Panther á móti Peter Sellers. „Ég er að reyna að fá hana til Íslands á kvikmyndahátíðina RIFF í haust," sagði leikstjórinn, sem verður í Cannes í eina viku. freyr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira