Okkervil River reynir að spila með stóru strákunum 12. maí 2011 16:00 stefna hátt Okkervil River hefur sent frá sér nýja plötu sem gæti gert hljómsveitina miklu stærri að mati The Guardian. Okkervil River er ekki þekktasta hljómsveit heims, en hefur engu að síður verið dáð af tónlistargrúskurum síðustu ár. Ný plata hljómsveitarinnar markar skil og gefur til kynna að nú stefni hljómsveitin á meginstraumsvinsældir líkt og Arcade Fire. Indí-hljómsveitin Okkervil River sendi frá sér plötuna I Am Very Far í vikunni. Plötunni var lekið á netið í apríl og fór í kjölfarið að vekja mikla athygli tónlistargrúskara um allan heim. Okkervil River hefur farið erfiðu leiðina á ferli sínum og byggt upp vinsældir sínar hægt, en örugglega. Hljómsveitin var stofnuð í Texas í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í borginni Austin, árið 1998 og dregur nafn sitt af rússneskri smásögu höfundarins Tatyana Tolstaya. Hljómsveitin gaf sjálf út fyrstu plötuna og kom í kjölfarið fram á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í Texas. Plötusamningur fylgdi í kjölfarið og fleiri plötur. Þemaplatan Black Sheep Boy, sem kom út árið 2005, sló í gegn og var sérstaklega vel tekið af gagnrýnendum. Okkervil River hélt áfram að hamra járnið, kom fram í kvöldþætti Conans O‘Brien og tróð upp með listamönnum á borð við Lou Reed og snillingunum í The National. I Am Very Far er sjötta plata Okkervil River og sú fyrsta í átta ár sem er ekki þemaplata (e.þ. concept). Gagnrýnendur hafa keppst við að ausa plötuna lofi og Alexis Petridis, gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian segir að nú sé Okkervil River að gera tilraun til að spila með stóru strákunum – fara upp um deild. Hann segir plötuna grípa strax ólíkt mörgum öðrum plötum sem taka tíma í að síast inn hjá hlustendum. Platan inniheldur engu að síður ekkert vinsældapopp og þykir nokkuð tilraunakennd. Meðlimir hljómsveitarinnar fóru ýmsar óhefðbundnar leiðir við upptökur á plötunni, tóku upp hljóð í skjalaskáp sem þeir rúlluð um hljóðverið og prófuðu að syngja á röltinu í stað þess að standa kyrrir. Petridis nefnir hljómsveitina Arcade Fire sem dæmi um hvert Okkervil River stefnir. Arcade Fire hefur náð gríðarlegum vinsældum undanfarin ár, án þess að fórna tónlistarlegum metnaði. Síðasta plata hljómsveitarinnar, The Suburbs, þótti algjört meistarastykki og styrkti stöðu hljómsveitarinnar á meðal þeirra bestu. Þangað stefnir Okkervil River að mati gagnrýnanda The Guardian. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
Okkervil River er ekki þekktasta hljómsveit heims, en hefur engu að síður verið dáð af tónlistargrúskurum síðustu ár. Ný plata hljómsveitarinnar markar skil og gefur til kynna að nú stefni hljómsveitin á meginstraumsvinsældir líkt og Arcade Fire. Indí-hljómsveitin Okkervil River sendi frá sér plötuna I Am Very Far í vikunni. Plötunni var lekið á netið í apríl og fór í kjölfarið að vekja mikla athygli tónlistargrúskara um allan heim. Okkervil River hefur farið erfiðu leiðina á ferli sínum og byggt upp vinsældir sínar hægt, en örugglega. Hljómsveitin var stofnuð í Texas í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í borginni Austin, árið 1998 og dregur nafn sitt af rússneskri smásögu höfundarins Tatyana Tolstaya. Hljómsveitin gaf sjálf út fyrstu plötuna og kom í kjölfarið fram á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í Texas. Plötusamningur fylgdi í kjölfarið og fleiri plötur. Þemaplatan Black Sheep Boy, sem kom út árið 2005, sló í gegn og var sérstaklega vel tekið af gagnrýnendum. Okkervil River hélt áfram að hamra járnið, kom fram í kvöldþætti Conans O‘Brien og tróð upp með listamönnum á borð við Lou Reed og snillingunum í The National. I Am Very Far er sjötta plata Okkervil River og sú fyrsta í átta ár sem er ekki þemaplata (e.þ. concept). Gagnrýnendur hafa keppst við að ausa plötuna lofi og Alexis Petridis, gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian segir að nú sé Okkervil River að gera tilraun til að spila með stóru strákunum – fara upp um deild. Hann segir plötuna grípa strax ólíkt mörgum öðrum plötum sem taka tíma í að síast inn hjá hlustendum. Platan inniheldur engu að síður ekkert vinsældapopp og þykir nokkuð tilraunakennd. Meðlimir hljómsveitarinnar fóru ýmsar óhefðbundnar leiðir við upptökur á plötunni, tóku upp hljóð í skjalaskáp sem þeir rúlluð um hljóðverið og prófuðu að syngja á röltinu í stað þess að standa kyrrir. Petridis nefnir hljómsveitina Arcade Fire sem dæmi um hvert Okkervil River stefnir. Arcade Fire hefur náð gríðarlegum vinsældum undanfarin ár, án þess að fórna tónlistarlegum metnaði. Síðasta plata hljómsveitarinnar, The Suburbs, þótti algjört meistarastykki og styrkti stöðu hljómsveitarinnar á meðal þeirra bestu. Þangað stefnir Okkervil River að mati gagnrýnanda The Guardian. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira