Listin tekin af stallinum 11. maí 2011 14:00 Lilja ásamt dóttur sinni Hrafnhildi. Endemi nefnist nýtt tímarit helgað samtímalist íslenskra kvenna. Ritið kemur út þrisvar á ári og er ætlað að brúa bilið milli myndlistar og almennings og jafna hlut kynjanna í listaumfjöllun. Fyrsta tölublað menningarritsins Endemi kom út fyrir helgi. Stefna blaðsins er að beina sjónum að samtímalist íslenskra kvenna en að tímaritinu standa níu konur, flestar nýútskrifaðar úr Listaháskóla Íslands. Lilja Birgisdóttir er þeirra á meðal. „Okkur fannst vanta meiri umfjöllun um myndlist, ekki síst eftir konur," segir Lilja. „En í staðinn fyrir að kvarta yfir því ákváðum við að leggja eitthvað af mörkum og búa til nýjan vettvang." Spurð hvort halli á konur í myndlistargeiranum svarar Lilja já og nei. „Það er mikið af starfandi listakonum, ekki síst í neðanjarðarsenunni, sem er hins vegar síður launuð. Eftir því sem ofar dregur virðist konum fara fækkandi. Það virðist líka vera minni umfjöllun um list kvenna en karla. Við ákváðum því að helga blaðið konum fyrsta árið, til þess að jafna muninn, en það er aldrei að vita nema við tökum upp alhliða myndlistarumfjöllun eftir það." Annað markmið útgáfunnar er að sögn Lilju að gera myndlist aðgengilegri. „Við vildum taka myndlistina af þessum stalli sem ég held að margir upplifa hana á, færa hana í aðgengilegt tímaritstform sem fólk getur keypt á 2.500 krónur og skoðað heima hjá sér og þess vegna klippt út og hengt upp á vegg." Stefnt er á að tímaritið komi út þrisvar á ári en yfirritstjóri er Elísabet Brynhildardóttir. Hlaðvarpinn styrkti útgáfuna fyrsta árið en Lilja segir vonir standa til að útgáfan geti staðið undir sér í framtíðinni. Í tilefni af útgáfunni var efnt til sýningar í Kling og Bang við Hverfisgötu með verkum nokkurra þeirra myndlistarkvenna sem fjallað er um eða eiga verk í fyrsta tölublaðinu. Sýningin stendur til 15. maí. bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Endemi nefnist nýtt tímarit helgað samtímalist íslenskra kvenna. Ritið kemur út þrisvar á ári og er ætlað að brúa bilið milli myndlistar og almennings og jafna hlut kynjanna í listaumfjöllun. Fyrsta tölublað menningarritsins Endemi kom út fyrir helgi. Stefna blaðsins er að beina sjónum að samtímalist íslenskra kvenna en að tímaritinu standa níu konur, flestar nýútskrifaðar úr Listaháskóla Íslands. Lilja Birgisdóttir er þeirra á meðal. „Okkur fannst vanta meiri umfjöllun um myndlist, ekki síst eftir konur," segir Lilja. „En í staðinn fyrir að kvarta yfir því ákváðum við að leggja eitthvað af mörkum og búa til nýjan vettvang." Spurð hvort halli á konur í myndlistargeiranum svarar Lilja já og nei. „Það er mikið af starfandi listakonum, ekki síst í neðanjarðarsenunni, sem er hins vegar síður launuð. Eftir því sem ofar dregur virðist konum fara fækkandi. Það virðist líka vera minni umfjöllun um list kvenna en karla. Við ákváðum því að helga blaðið konum fyrsta árið, til þess að jafna muninn, en það er aldrei að vita nema við tökum upp alhliða myndlistarumfjöllun eftir það." Annað markmið útgáfunnar er að sögn Lilju að gera myndlist aðgengilegri. „Við vildum taka myndlistina af þessum stalli sem ég held að margir upplifa hana á, færa hana í aðgengilegt tímaritstform sem fólk getur keypt á 2.500 krónur og skoðað heima hjá sér og þess vegna klippt út og hengt upp á vegg." Stefnt er á að tímaritið komi út þrisvar á ári en yfirritstjóri er Elísabet Brynhildardóttir. Hlaðvarpinn styrkti útgáfuna fyrsta árið en Lilja segir vonir standa til að útgáfan geti staðið undir sér í framtíðinni. Í tilefni af útgáfunni var efnt til sýningar í Kling og Bang við Hverfisgötu með verkum nokkurra þeirra myndlistarkvenna sem fjallað er um eða eiga verk í fyrsta tölublaðinu. Sýningin stendur til 15. maí. bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira