Yfirvofandi læknaskortur Ólafur Stephensen skrifar 10. maí 2011 06:00 Kjör heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi standast engan veginn samjöfnuð við það sem gerist í nágrannalöndunum. Ein birtingarmynd þess kemur fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær, þar sem sagt var frá því að margir læknar og hjúkrunarfræðingar á Íslandi notuðu sumarleyfi sín og uppsöfnuð vaktafrí til að fara á nokkurs konar vertíð í Svíþjóð og Noregi og hala inn margra mánaða laun á stuttum tíma. Eyjólfur Þorkelsson, formaður Félags almennra lækna, segir frá því í fréttinni að valið standi jafnvel á milli þess að vinna í tíu mánuði á Íslandi og vera í fríi í tvo mánuði eða vinna í tvo mánuði í Svíþjóð og vera í fríi í tíu mánuði. Launin komi nánast út á það sama. Eyjólfur og Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga, segja bæði að það séu ekki einvörðungu kjörin sem freisti íslenzks heilbrigðisstarfsfólks, heldur líka skárri vinnutími og minna álag. Hér heima séu sumir við það að brenna út í vinnunni og líti á það sem ákveðna hvíld að skipta um starfsvettvang og vinna í öðru og betra starfsumhverfi í útlöndum. Læknaskortur er yfirvofandi vandamál hér á landi, sem þegar er raunar farið að bera á. Ungir læknar flýta sér til útlanda í sérnám og þeir sem hafa verið í sérnámi ílendast margir hverjir ytra og sjá enga ástæðu til að koma heim. Forystumenn lækna hafa bent á að endurnýjun í stéttinni sé of hæg og á næstu árum geti orðið erfitt að manna til dæmis stöður sérfræðinga á Landspítalanum þegar núverandi sérfræðilæknar fara á eftirlaun. Víða úti um land er miklum erfiðleikum bundið að manna stöður lækna. Yfirvöldum heilbrigðismála er mikill vandi á höndum. Vegna ástandsins í ríkisfjármálunum verður að spara í rekstri heilbrigðiskerfisins. Á Landspítalanum hefur nánast verið unnið kraftaverk í sparnaði en ein afleiðing þess er mikið álag á starfsfólk, sem getur ekki gengið lengi. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin tekið þá afstöðu að halda beri niðri launum lækna og ráðherrar hafa látið frá sér fara misgáfulegar yfirlýsingar um þau efni. Hæst launuðu læknarnir hafa ekki eingöngu lækkað í launum, heldur eru þeir líka í þeim hópi sem fer verst út úr skattahækkunum ríkisstjórnarinnar. Engin furða er að læknar, sem eru mjög hreyfanlegt vinnuafl og geta gengið inn í hálaunastörf nánast hvar sem er í heiminum, flytji af landi brott eða sjái litla ástæðu til að snúa heim frá námi. Sá sem frestar heimferð um einhver ár er orðinn mun líklegri til að eyða allri starfsævinni ytra, þannig að íslenzk sjúkrahús eða heilsugæzlustöðvar njóti aldrei starfskrafta hans. Stóra hættan í málinu er sú að íslenzkt heilbrigðiskerfi dragist aftur úr og geti ekki lengur talizt í fremstu röð, einfaldlega vegna þess að hæfustu læknarnir fáist ekki til starfa þar lengur. Það er hætta sem stjórnvöld verða að horfast í augu við og ákveða hvernig eigi að bregðast við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Kjör heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi standast engan veginn samjöfnuð við það sem gerist í nágrannalöndunum. Ein birtingarmynd þess kemur fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær, þar sem sagt var frá því að margir læknar og hjúkrunarfræðingar á Íslandi notuðu sumarleyfi sín og uppsöfnuð vaktafrí til að fara á nokkurs konar vertíð í Svíþjóð og Noregi og hala inn margra mánaða laun á stuttum tíma. Eyjólfur Þorkelsson, formaður Félags almennra lækna, segir frá því í fréttinni að valið standi jafnvel á milli þess að vinna í tíu mánuði á Íslandi og vera í fríi í tvo mánuði eða vinna í tvo mánuði í Svíþjóð og vera í fríi í tíu mánuði. Launin komi nánast út á það sama. Eyjólfur og Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga, segja bæði að það séu ekki einvörðungu kjörin sem freisti íslenzks heilbrigðisstarfsfólks, heldur líka skárri vinnutími og minna álag. Hér heima séu sumir við það að brenna út í vinnunni og líti á það sem ákveðna hvíld að skipta um starfsvettvang og vinna í öðru og betra starfsumhverfi í útlöndum. Læknaskortur er yfirvofandi vandamál hér á landi, sem þegar er raunar farið að bera á. Ungir læknar flýta sér til útlanda í sérnám og þeir sem hafa verið í sérnámi ílendast margir hverjir ytra og sjá enga ástæðu til að koma heim. Forystumenn lækna hafa bent á að endurnýjun í stéttinni sé of hæg og á næstu árum geti orðið erfitt að manna til dæmis stöður sérfræðinga á Landspítalanum þegar núverandi sérfræðilæknar fara á eftirlaun. Víða úti um land er miklum erfiðleikum bundið að manna stöður lækna. Yfirvöldum heilbrigðismála er mikill vandi á höndum. Vegna ástandsins í ríkisfjármálunum verður að spara í rekstri heilbrigðiskerfisins. Á Landspítalanum hefur nánast verið unnið kraftaverk í sparnaði en ein afleiðing þess er mikið álag á starfsfólk, sem getur ekki gengið lengi. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin tekið þá afstöðu að halda beri niðri launum lækna og ráðherrar hafa látið frá sér fara misgáfulegar yfirlýsingar um þau efni. Hæst launuðu læknarnir hafa ekki eingöngu lækkað í launum, heldur eru þeir líka í þeim hópi sem fer verst út úr skattahækkunum ríkisstjórnarinnar. Engin furða er að læknar, sem eru mjög hreyfanlegt vinnuafl og geta gengið inn í hálaunastörf nánast hvar sem er í heiminum, flytji af landi brott eða sjái litla ástæðu til að snúa heim frá námi. Sá sem frestar heimferð um einhver ár er orðinn mun líklegri til að eyða allri starfsævinni ytra, þannig að íslenzk sjúkrahús eða heilsugæzlustöðvar njóti aldrei starfskrafta hans. Stóra hættan í málinu er sú að íslenzkt heilbrigðiskerfi dragist aftur úr og geti ekki lengur talizt í fremstu röð, einfaldlega vegna þess að hæfustu læknarnir fáist ekki til starfa þar lengur. Það er hætta sem stjórnvöld verða að horfast í augu við og ákveða hvernig eigi að bregðast við.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun