Listin og heita vatnið Ragna Sigurðardóttir skrifar 2. maí 2011 19:00 Aðstandendur Koddu í Nýlistasafninu. Myndlist Koddu, samsýning. Nýlistasafnið, Hugmyndahús háskólanna. Stendur til 15. maí. Nýlistasafnið er opið þri.- sun. frá kl. 12-17. Koddu er sýning á verkum rúmlega fjörutíu listamanna. Sýningarstjórar eru þau Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður, Hannes Lárusson myndlistarmaður og Tinna Grétarsdóttir mannfræðingur. Ágæt bók með upplýsandi og skemmtilegum texta fylgir sýningunni og treystir bakland hennar. Markmiðið er að skoða og rannsaka hvaða áhrif nýfrjálshyggja og hugsunarháttur góðæris höfðu á viðhorf til íslenskrar menningar og birtist þessi rannsókn á margvíslegan hátt í verkunum sem hér má sjá. Listamenn velta fyrir sér þjóðernisímyndinni og sérstöðu hennar, hvaða orð eru notuð til þess að lýsa einhverju séríslensku, hvernig myndmálið birtist o.fl. Sérstaklega er gagnrýnd sú afstaða að kynna íslenska listamenn sem náttúrubörn og sköpun þeirra sem hreinan frumkraft líkt og um heitt vatn úr iðrum jarðar sé að ræða eins og oft er gert. Slíkt viðhorf veitir listamönnum lítið rými til listiðkunar sem felur í sér aðra möguleika. Eftir allt argaþrasið sem eitt verkanna á sýningunni hefur komið af stað kemur sýningin sjálf þrælskemmtilega á óvart. Gott framtak og áhugavert að skoða nú þennan tíma aftur, kannski er loks komin svolítil fjarlægð á þessi ár, nóg til þess að hugsa um þau án þess að fyllast reiði. Einstaka verk standa upp úr, til dæmis táknrænt myndband Þorvaldar Þorsteinssonar af aftöku fjölskyldu. Verk Snorra Ásmundssonar, Hnakkar og skinkur, var því miður ekki í gangi af tæknilegum ástæðum þegar ég skoðaði sýninguna en brot úr því hefur verið sýnt í sjónvarpi. Þetta er eitt besta verk Snorra hingað til og eitt áhugaverðasta verkið á sýningunni. Þessi listaverk, sem nálgast efniviðinn á ögrandi og skapandi hátt, eru aðall sýningarinnar. Nokkur verk notfæra sér myndmál annarra til að koma einföldum skilaboðum áleiðis en standa varla sjálf sem listaverk, en auk þeirra eru hér mörg áhugaverð listaverk sem vert er að skoða. Og hvað er svo málið með Fallegustu bók í heimi? Spurningarnar eru tvær: Er verk Eggerts, Flora Islandica, upprunalegt listaverk, fjölfaldað í fimm hundruð eintökum, eða bók? Ef um upprunalegt listaverk er að ræða er það verndað með lögum sem kallast sæmdarréttur og þá er ólöglegt að fara með það eins og hér er gert. Að mínu mati er þetta listaverk en ekki eru allir þeirrar skoðunar. Næsta spurning er þá hvort sæmdarrétturinn á að vera í lögum. Hann er listamönnum augljóslega mikið hagsmunamál og undarlegt að vilja hann afnuminn, vilji einhver það, sem ég efast um. Væri ekki fyrir sæmdarréttinn gæti fjársterkur aðili til dæmis keypt upp allt höfundarverk einhvers listamanns og eyðilagt það. Slíkan möguleika vill enginn. Barátta gegn sæmdarrétti beinist því fyrst og fremst gegn hagsmunum listamanna og skýtur skökku við ef listamenn sjálfir beina spjótum að eigin réttindum. Fallegasta bók í heimi dregur úr slagkrafti sýningarinnar sjálfrar, beinir umræðunni í annan farveg en lagt var upp með, skýtur auk þess á vitlaust skotmark. Hins vegar er öll umræða um hagsmunamál listamanna afar þörf og vonandi verður þetta mál til þess að skerpa á réttindum listamanna og skilgreiningunni á því hvað telst listaverk og hvað ekki. Á meðan bíður umræðan um ímynd íslenskrar menningar betri tíma. Niðurstaða: Fjölbreytileg og inni á milli ögrandi sýning sem birtir frjóar hugmyndir listamanna um viðhorf til íslenskrar menningar fyrir hrun. Einstaka verk stendur upp úr og nær að hreyfa við áhorfandanum í víðu samhengi. Umræðan um Fallegustu bók í heimi beinir sjónum frá viðfangsefni sýningar en er þörf sem slík. Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Myndlist Koddu, samsýning. Nýlistasafnið, Hugmyndahús háskólanna. Stendur til 15. maí. Nýlistasafnið er opið þri.- sun. frá kl. 12-17. Koddu er sýning á verkum rúmlega fjörutíu listamanna. Sýningarstjórar eru þau Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður, Hannes Lárusson myndlistarmaður og Tinna Grétarsdóttir mannfræðingur. Ágæt bók með upplýsandi og skemmtilegum texta fylgir sýningunni og treystir bakland hennar. Markmiðið er að skoða og rannsaka hvaða áhrif nýfrjálshyggja og hugsunarháttur góðæris höfðu á viðhorf til íslenskrar menningar og birtist þessi rannsókn á margvíslegan hátt í verkunum sem hér má sjá. Listamenn velta fyrir sér þjóðernisímyndinni og sérstöðu hennar, hvaða orð eru notuð til þess að lýsa einhverju séríslensku, hvernig myndmálið birtist o.fl. Sérstaklega er gagnrýnd sú afstaða að kynna íslenska listamenn sem náttúrubörn og sköpun þeirra sem hreinan frumkraft líkt og um heitt vatn úr iðrum jarðar sé að ræða eins og oft er gert. Slíkt viðhorf veitir listamönnum lítið rými til listiðkunar sem felur í sér aðra möguleika. Eftir allt argaþrasið sem eitt verkanna á sýningunni hefur komið af stað kemur sýningin sjálf þrælskemmtilega á óvart. Gott framtak og áhugavert að skoða nú þennan tíma aftur, kannski er loks komin svolítil fjarlægð á þessi ár, nóg til þess að hugsa um þau án þess að fyllast reiði. Einstaka verk standa upp úr, til dæmis táknrænt myndband Þorvaldar Þorsteinssonar af aftöku fjölskyldu. Verk Snorra Ásmundssonar, Hnakkar og skinkur, var því miður ekki í gangi af tæknilegum ástæðum þegar ég skoðaði sýninguna en brot úr því hefur verið sýnt í sjónvarpi. Þetta er eitt besta verk Snorra hingað til og eitt áhugaverðasta verkið á sýningunni. Þessi listaverk, sem nálgast efniviðinn á ögrandi og skapandi hátt, eru aðall sýningarinnar. Nokkur verk notfæra sér myndmál annarra til að koma einföldum skilaboðum áleiðis en standa varla sjálf sem listaverk, en auk þeirra eru hér mörg áhugaverð listaverk sem vert er að skoða. Og hvað er svo málið með Fallegustu bók í heimi? Spurningarnar eru tvær: Er verk Eggerts, Flora Islandica, upprunalegt listaverk, fjölfaldað í fimm hundruð eintökum, eða bók? Ef um upprunalegt listaverk er að ræða er það verndað með lögum sem kallast sæmdarréttur og þá er ólöglegt að fara með það eins og hér er gert. Að mínu mati er þetta listaverk en ekki eru allir þeirrar skoðunar. Næsta spurning er þá hvort sæmdarrétturinn á að vera í lögum. Hann er listamönnum augljóslega mikið hagsmunamál og undarlegt að vilja hann afnuminn, vilji einhver það, sem ég efast um. Væri ekki fyrir sæmdarréttinn gæti fjársterkur aðili til dæmis keypt upp allt höfundarverk einhvers listamanns og eyðilagt það. Slíkan möguleika vill enginn. Barátta gegn sæmdarrétti beinist því fyrst og fremst gegn hagsmunum listamanna og skýtur skökku við ef listamenn sjálfir beina spjótum að eigin réttindum. Fallegasta bók í heimi dregur úr slagkrafti sýningarinnar sjálfrar, beinir umræðunni í annan farveg en lagt var upp með, skýtur auk þess á vitlaust skotmark. Hins vegar er öll umræða um hagsmunamál listamanna afar þörf og vonandi verður þetta mál til þess að skerpa á réttindum listamanna og skilgreiningunni á því hvað telst listaverk og hvað ekki. Á meðan bíður umræðan um ímynd íslenskrar menningar betri tíma. Niðurstaða: Fjölbreytileg og inni á milli ögrandi sýning sem birtir frjóar hugmyndir listamanna um viðhorf til íslenskrar menningar fyrir hrun. Einstaka verk stendur upp úr og nær að hreyfa við áhorfandanum í víðu samhengi. Umræðan um Fallegustu bók í heimi beinir sjónum frá viðfangsefni sýningar en er þörf sem slík.
Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira