Alltaf gaman að mæta í vinnuna 2. maí 2011 19:00 Jón Stefánsson. Jón Stefánsson organisti, kórstjóri og tónlistarfrömuður er sannarlega á heimavelli í Langholtskirkju. Hann tekur á móti blaðamanni inni á hlýlegri skrifstofu með mörgum skjalastöflum og býður upp á kaffi. Spurður hvenær hann hóf störf í kirkjunni svarar hann því til að hann þori varla að segja frá því: „Það var árið 1964, ég var sautján ára,“ hljóðar svo svarið. Mynd á vegg skrifstofunnar af fyrstu jólatónleikum Langholtskirkjukórsins undir stjórn Jóns sýnir glöggt hversu strákslegur Jón var þegar hann hóf að stjórna kórnum og starfa við tónlist. En byrjum á byrjuninni, hvernig kviknaði tónlistaráhuginn? „Ég er alinn upp í Mývatnssveit, afi minn var organisti og það var alltaf mikil tónlist á heimilinu. Frá unga aldri var tónlist hluti af lífinu, það voru kóræfingar heima og ég stóð stundum við hlið pabba og þóttist vera að syngja bassann. Svo gerðist það man ég að ein frænka mín lærði að spila Gamla Nóa. Þá fékk ég svo mikla minnimáttarkennd, langaði líka til að kunna lagið og fór að fikra mig áfram. Svo var afi allt í einu farinn að kenna mér á orgel.“ Námið gekk vel og raunar var Jón aðeins þrettán ára þegar hann leysti afa sinn fyrst af yfir jól. „Svo var ég sendur suður í það sem þá hét Söngskóli þjóðkirkjunnar, í raun til að ég yrði betur fær um að taka við af afa,“ segir Jón og rifjar upp hvernig örlögin leiddu hann annað en aftur norður í land. Jafnaldri nemanna„Fyrsta vorið mitt hér í Reykjavík gerist það að þáverandi organisti í Langholtskirkju fékk hjartaáfall. Þá var hringt í Dr. Róbert [A. Ottósson þáverandi söngmálastjóra þjóðkirkjunnar] og hann beðinn um að benda á einhvern sem gæti leyst hann af. Hann benti á mig og ég hljóp í skarðið. Um haustið var mér boðin fastráðning og maður var nógu ungur og vitlaus til að taka því, en þá var ég orðinn átján ára.“ Jón hafði sannarlega í nógu að snúast á þessum tíma, námi í orgelleik í Söngskóla þjóðkirkjunnar fylgdi nám í tónmenntakennslu auk þess sem Jón átti ólokið grunnskóla og sótti líka tíma í Hagaskóla. „Ég er alinn upp í sveit, var í sveitaskóla sem stóð í nokkra mánuði á veturna þannig að ég var ekki búinn með grunnskóla. Það varð til þess að fyrsta veturinn minn í Reykjavík var ég 62 tíma í skóla á viku, fyrir utan að æfa mig nokkra tíma á dag á orgelið. Ætli það megi ekki segja að maður hafi lært að skipuleggja tímann sinn,“ segir hann. Starf organista var ekki fullt starf og fljótlega fór Jón að kenna, byrjaði í Vogaskóla en færði sig síðar yfir í Árbæjarskóla. „Ég var lítið eldri en elstu nemendurnir þegar ég byrjaði að kenna í Vogaskóla. Það gerðist til að mynda eitt sinn þegar ég sat á kennarastofunni og var að reykja pípu, að virðuleg eldri kennslukona hreytti í mig að það væri ekki til siðs að nemendur sætu hér inni og reyktu,“ segir Jón og bætir við að það hafi verið alveg ómögulegt að vera nemandi dr. Róberts án þess að byrja að reykja pípu. „Eins og allir miklir leiðtogar þá hafði hann mikil áhrif,“ segir Jón og hlær. Í Vogaskóla kynntist Jón einnig konu sinni Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur söngkonu. „Hún byrjaði í kórnum fjórum mánuðum á undan mér, svo kenndi ég henni í Vogaskóla, hún var þá sextán og ég átján.“ Kennslan skemmtilegJón segist strax hafa fundið sig mjög vel í kennslu og kórstjórn. „Ég byrjaði strax aðeins að tuska kórinn þegar ég tók við honum. Kórinn var eins og hann gerðist þá, mikið af eldra fólki. Þá tíðkaðist að fólk fékk greitt fyrir að vera í kirkjukór, eina upphæð á ári. Vegna þess að upphæðin var föst þá var andstaða við að stækka kórana. En svo fengum við fleira fólk inn og yngri stjórn og það var ákveðið að verja upphæðinni til þess að styrkja starf kórsins.“ Það tókst vel sem kunnugt er enda hefur Langholtskirkjukór um árabil verið meðal fremstu tónleikakóra landsins. „Nú er það meira að segja orðin hálfgerð stefna kórsins að einsöngvarar komi úr kórnum. Sú verður til dæmis raunin á vortónleikum kórsins í maí,“ segir Jón og bætir við að stór hluti kórfélaga hafi „alist upp“ í Langholtskirkju, vaxið og dafnað í barnakórum kirkjunnar. Þess má geta að eftir að hafa lokið einleikaraprófi í orgelleik hefur Jón tvisvar nýtt tækifæri til frekari menntunar, eitt ár var hann í framhaldsnámi í kórstjórn og orgelleik í München og svo nam hann í Vínarborg eftir tíu ára vinnu við kennslu. En eins og áður sagði starfaði Jón lengi sem kennari meðfram vinnu sinni í Langholtskirkju. Hann segir það hafa verið afar gefandi. „Ég fann mig alltaf mjög vel í að vinna með ungu fólki og það gekk vel. Tónmenntatímarnir eins og það hét voru með vinsælustu greinum í Árbæjarskóla þó ég segi sjálfur frá. Ég sá alltaf rosalega eftir því að hætta í Árbæjarskóla sem ég gerði þegar ég fékk fullt starf hér í kirkjunni,“ segir Jón sem kenndi í Árbæjarskóla til ársins 1982. Æfir fyrir BjarkartónleikaSíðan þá hefur hann verið lífið og sálin í öflugu tónlistarstarfi í Langholtskirkju. Frá árinu 1990 hafa barnakórar og kórskóli bæst við kirkjukórinn og var síðasta viðbótin Graduale nobili, kór fyrir stúlkur sem vaxnar eru upp úr Graduali futuri kórnum. Jón handvelur í kórinn sem sinnir metnaðarfullum verkefnum og ekki öllum jafn fyrirsjáanlegum. „Tónlistin tekur oft óvæntan snúning. Ég fékk símtal frá Björk síðasta sumar þegar ég var nýkomin með þær heim úr kórakeppni í Wales. Björk hafði heyrt af því í útvarpinu og hringdi í mig og falaðist eftir samstarfi. Ég sagði bara já, og svo voru æfingar með Björk á haustmánuðum. Þetta hefur reyndar verið mikil vinna, tónlist Bjarkar er mjög krefjandi, þessar stelpur sem eru mjög vanar hafa alveg þurft að setja í lága drifið,“ segir Jón og bætir við að mánaðarferð til Manchester með Björk sé fram undan. „Við komum fram á sex tónleikum með henni þar og einum í London, þetta er mikið ævintýri.“ Jón á sér ýmis önnur hugðarefni en tónlist. „Ég byrja alla morgna á því að moka skít, er með hesthús í Garðabæ. Og ég er svo mikill sveitamaður í mér að ef ég kemst ekkiút úr bænum í viku þá finnst mér ég vera að kafna,“ segir Jón sem fer á rjúpu á veturna og veiðir í vötnum sumar sem vetur. „Ég á yfirleitt tugi kílóa af reyktum silungi eftir sumarið. Svo förum við mikið norður, fjölskyldan á enn Voga í Mývatnssveit, æskuheimili mitt.“ Tónlistin skipar þó fyrsta sætið. „Einhvern veginn hef ég verið teymdur áfram hingað, af örlögum eða hverju sem það kallast. Og ég hef verið heppinn. Hugsaðu þér fólkið sem bíður allan daginn eftir því að komast úr vinnunni? Ég bíð alla nóttina eftir því að komast í vinnunna, og fæ að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast af öllu.“ Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Jón Stefánsson organisti, kórstjóri og tónlistarfrömuður er sannarlega á heimavelli í Langholtskirkju. Hann tekur á móti blaðamanni inni á hlýlegri skrifstofu með mörgum skjalastöflum og býður upp á kaffi. Spurður hvenær hann hóf störf í kirkjunni svarar hann því til að hann þori varla að segja frá því: „Það var árið 1964, ég var sautján ára,“ hljóðar svo svarið. Mynd á vegg skrifstofunnar af fyrstu jólatónleikum Langholtskirkjukórsins undir stjórn Jóns sýnir glöggt hversu strákslegur Jón var þegar hann hóf að stjórna kórnum og starfa við tónlist. En byrjum á byrjuninni, hvernig kviknaði tónlistaráhuginn? „Ég er alinn upp í Mývatnssveit, afi minn var organisti og það var alltaf mikil tónlist á heimilinu. Frá unga aldri var tónlist hluti af lífinu, það voru kóræfingar heima og ég stóð stundum við hlið pabba og þóttist vera að syngja bassann. Svo gerðist það man ég að ein frænka mín lærði að spila Gamla Nóa. Þá fékk ég svo mikla minnimáttarkennd, langaði líka til að kunna lagið og fór að fikra mig áfram. Svo var afi allt í einu farinn að kenna mér á orgel.“ Námið gekk vel og raunar var Jón aðeins þrettán ára þegar hann leysti afa sinn fyrst af yfir jól. „Svo var ég sendur suður í það sem þá hét Söngskóli þjóðkirkjunnar, í raun til að ég yrði betur fær um að taka við af afa,“ segir Jón og rifjar upp hvernig örlögin leiddu hann annað en aftur norður í land. Jafnaldri nemanna„Fyrsta vorið mitt hér í Reykjavík gerist það að þáverandi organisti í Langholtskirkju fékk hjartaáfall. Þá var hringt í Dr. Róbert [A. Ottósson þáverandi söngmálastjóra þjóðkirkjunnar] og hann beðinn um að benda á einhvern sem gæti leyst hann af. Hann benti á mig og ég hljóp í skarðið. Um haustið var mér boðin fastráðning og maður var nógu ungur og vitlaus til að taka því, en þá var ég orðinn átján ára.“ Jón hafði sannarlega í nógu að snúast á þessum tíma, námi í orgelleik í Söngskóla þjóðkirkjunnar fylgdi nám í tónmenntakennslu auk þess sem Jón átti ólokið grunnskóla og sótti líka tíma í Hagaskóla. „Ég er alinn upp í sveit, var í sveitaskóla sem stóð í nokkra mánuði á veturna þannig að ég var ekki búinn með grunnskóla. Það varð til þess að fyrsta veturinn minn í Reykjavík var ég 62 tíma í skóla á viku, fyrir utan að æfa mig nokkra tíma á dag á orgelið. Ætli það megi ekki segja að maður hafi lært að skipuleggja tímann sinn,“ segir hann. Starf organista var ekki fullt starf og fljótlega fór Jón að kenna, byrjaði í Vogaskóla en færði sig síðar yfir í Árbæjarskóla. „Ég var lítið eldri en elstu nemendurnir þegar ég byrjaði að kenna í Vogaskóla. Það gerðist til að mynda eitt sinn þegar ég sat á kennarastofunni og var að reykja pípu, að virðuleg eldri kennslukona hreytti í mig að það væri ekki til siðs að nemendur sætu hér inni og reyktu,“ segir Jón og bætir við að það hafi verið alveg ómögulegt að vera nemandi dr. Róberts án þess að byrja að reykja pípu. „Eins og allir miklir leiðtogar þá hafði hann mikil áhrif,“ segir Jón og hlær. Í Vogaskóla kynntist Jón einnig konu sinni Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur söngkonu. „Hún byrjaði í kórnum fjórum mánuðum á undan mér, svo kenndi ég henni í Vogaskóla, hún var þá sextán og ég átján.“ Kennslan skemmtilegJón segist strax hafa fundið sig mjög vel í kennslu og kórstjórn. „Ég byrjaði strax aðeins að tuska kórinn þegar ég tók við honum. Kórinn var eins og hann gerðist þá, mikið af eldra fólki. Þá tíðkaðist að fólk fékk greitt fyrir að vera í kirkjukór, eina upphæð á ári. Vegna þess að upphæðin var föst þá var andstaða við að stækka kórana. En svo fengum við fleira fólk inn og yngri stjórn og það var ákveðið að verja upphæðinni til þess að styrkja starf kórsins.“ Það tókst vel sem kunnugt er enda hefur Langholtskirkjukór um árabil verið meðal fremstu tónleikakóra landsins. „Nú er það meira að segja orðin hálfgerð stefna kórsins að einsöngvarar komi úr kórnum. Sú verður til dæmis raunin á vortónleikum kórsins í maí,“ segir Jón og bætir við að stór hluti kórfélaga hafi „alist upp“ í Langholtskirkju, vaxið og dafnað í barnakórum kirkjunnar. Þess má geta að eftir að hafa lokið einleikaraprófi í orgelleik hefur Jón tvisvar nýtt tækifæri til frekari menntunar, eitt ár var hann í framhaldsnámi í kórstjórn og orgelleik í München og svo nam hann í Vínarborg eftir tíu ára vinnu við kennslu. En eins og áður sagði starfaði Jón lengi sem kennari meðfram vinnu sinni í Langholtskirkju. Hann segir það hafa verið afar gefandi. „Ég fann mig alltaf mjög vel í að vinna með ungu fólki og það gekk vel. Tónmenntatímarnir eins og það hét voru með vinsælustu greinum í Árbæjarskóla þó ég segi sjálfur frá. Ég sá alltaf rosalega eftir því að hætta í Árbæjarskóla sem ég gerði þegar ég fékk fullt starf hér í kirkjunni,“ segir Jón sem kenndi í Árbæjarskóla til ársins 1982. Æfir fyrir BjarkartónleikaSíðan þá hefur hann verið lífið og sálin í öflugu tónlistarstarfi í Langholtskirkju. Frá árinu 1990 hafa barnakórar og kórskóli bæst við kirkjukórinn og var síðasta viðbótin Graduale nobili, kór fyrir stúlkur sem vaxnar eru upp úr Graduali futuri kórnum. Jón handvelur í kórinn sem sinnir metnaðarfullum verkefnum og ekki öllum jafn fyrirsjáanlegum. „Tónlistin tekur oft óvæntan snúning. Ég fékk símtal frá Björk síðasta sumar þegar ég var nýkomin með þær heim úr kórakeppni í Wales. Björk hafði heyrt af því í útvarpinu og hringdi í mig og falaðist eftir samstarfi. Ég sagði bara já, og svo voru æfingar með Björk á haustmánuðum. Þetta hefur reyndar verið mikil vinna, tónlist Bjarkar er mjög krefjandi, þessar stelpur sem eru mjög vanar hafa alveg þurft að setja í lága drifið,“ segir Jón og bætir við að mánaðarferð til Manchester með Björk sé fram undan. „Við komum fram á sex tónleikum með henni þar og einum í London, þetta er mikið ævintýri.“ Jón á sér ýmis önnur hugðarefni en tónlist. „Ég byrja alla morgna á því að moka skít, er með hesthús í Garðabæ. Og ég er svo mikill sveitamaður í mér að ef ég kemst ekkiút úr bænum í viku þá finnst mér ég vera að kafna,“ segir Jón sem fer á rjúpu á veturna og veiðir í vötnum sumar sem vetur. „Ég á yfirleitt tugi kílóa af reyktum silungi eftir sumarið. Svo förum við mikið norður, fjölskyldan á enn Voga í Mývatnssveit, æskuheimili mitt.“ Tónlistin skipar þó fyrsta sætið. „Einhvern veginn hef ég verið teymdur áfram hingað, af örlögum eða hverju sem það kallast. Og ég hef verið heppinn. Hugsaðu þér fólkið sem bíður allan daginn eftir því að komast úr vinnunni? Ég bíð alla nóttina eftir því að komast í vinnunna, og fæ að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast af öllu.“
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira