Góðlátlegt grín Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2011 15:00 Bíó Arthur. Leikstjóri: Jason Winer. Aðalhlutverk: Russell Brand, Greta Gerwig, Helen Mirren Arthur er endurgerð samnefndrar kvikmyndar frá árinu 1981 þar sem Dudley Moore heitinn leikur drykkfellda milljónamæringinn Arthur Bach sem verður ástfanginn af stelsjúkri gengilbeinu. Fjölskylda hans vill hins vegar að hann kvænist stúlku af góðum ættum og hótar að gera Arthur arflausan verði hann ekki við þeim óskum. Í þessari nýju uppfærslu er það breski spaugarinn Russell Brand sem fer með hlutverk Arthurs. Hann gerir það nokkuð vel þrátt fyrir að vera ekki jafn fyndinn og forveri hans í rullunni. Á meðan gamli Arthur var fyrst og fremst þvoglumælt fyllibytta og leiðindaseggur er sá nýi sympatískari og mannlegri. Úr verður að nýja myndin kom mér töluvert sjaldnar til að hlæja en dramatíkin fannst mér sterkari. Greta Gerwig er þrælfín í hlutverki almúgastelpunnar og hefur reyndar vinninginn þar fram yfir Lizu Minelli, sem ég skildi aldrei almennilega hvað Arthur sá við í frumgerðinni. Skemmtilegustu persónu gömlu myndarinnar hefur þó verið breytt úr brytanum sem John Gielgud lék svo stórkostlega yfir í „barnfóstru“ en það er Helen Mirren sem reynir að tækla það og tekst ágætlega. Þó andlitslyfting myndarinnar hafi tekist betur en ég þorði að vona hlýtur maður samt að spyrja sig hvers vegna frábær gamanmynd er gerð upp á nýtt með ekki meiri breytingum en hér hafa verið gerðar, en innst inni veit maður auðvitað svarið. Niðurstaða: Krúttleg, rómantísk gamanmynd sem er brosleg frekar en fyndin. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó Arthur. Leikstjóri: Jason Winer. Aðalhlutverk: Russell Brand, Greta Gerwig, Helen Mirren Arthur er endurgerð samnefndrar kvikmyndar frá árinu 1981 þar sem Dudley Moore heitinn leikur drykkfellda milljónamæringinn Arthur Bach sem verður ástfanginn af stelsjúkri gengilbeinu. Fjölskylda hans vill hins vegar að hann kvænist stúlku af góðum ættum og hótar að gera Arthur arflausan verði hann ekki við þeim óskum. Í þessari nýju uppfærslu er það breski spaugarinn Russell Brand sem fer með hlutverk Arthurs. Hann gerir það nokkuð vel þrátt fyrir að vera ekki jafn fyndinn og forveri hans í rullunni. Á meðan gamli Arthur var fyrst og fremst þvoglumælt fyllibytta og leiðindaseggur er sá nýi sympatískari og mannlegri. Úr verður að nýja myndin kom mér töluvert sjaldnar til að hlæja en dramatíkin fannst mér sterkari. Greta Gerwig er þrælfín í hlutverki almúgastelpunnar og hefur reyndar vinninginn þar fram yfir Lizu Minelli, sem ég skildi aldrei almennilega hvað Arthur sá við í frumgerðinni. Skemmtilegustu persónu gömlu myndarinnar hefur þó verið breytt úr brytanum sem John Gielgud lék svo stórkostlega yfir í „barnfóstru“ en það er Helen Mirren sem reynir að tækla það og tekst ágætlega. Þó andlitslyfting myndarinnar hafi tekist betur en ég þorði að vona hlýtur maður samt að spyrja sig hvers vegna frábær gamanmynd er gerð upp á nýtt með ekki meiri breytingum en hér hafa verið gerðar, en innst inni veit maður auðvitað svarið. Niðurstaða: Krúttleg, rómantísk gamanmynd sem er brosleg frekar en fyndin.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira