Fleet Foxes full af sjálfri sér 28. apríl 2011 14:00 Fleet Foxes var án nokkurs vafa ein af hljómsveitum ársins 2008. Frumburði hljómsveitarinnar var gríðarlega vel tekið, en nú er önnur platan á leiðinni og væntingarnar eru miklar. Önnur breiðskífa Fleet Foxes, Helplessness Blues, kemur út í byrjun maí. Í fyrstu átti platan að vera tekin upp á stuttum tíma og forsprakkinn Robin Pecknold sagði í viðtali við tónlistarvefinn Pitchfork að allur söngur ætti að vera tekinn upp í einni tilraun. „Þannig að ef við klúðrum einhverju vil ég halda því á plötunni,“ sagði hann. „Ég vil ekki að raddirnar verði gallalausar og ég vil að það sé gítarklúður.“ Pecknold og félagar hættu svo við þessa hugmynd, hentu því sem þeir voru búnir að taka upp og byrjuðu upp á nýtt. Þeir gáfu sér góðan tíma í upptökurnar og afraksturinn lofar góðu, miðað við titillagið sem er þegar byrjað að hljóma á öldum ljósvakans. Nokkur tónlistartímarit hafa þegar birt dóma um plötuna, hið bandaríska Spin gefur plötunni níu af tíu mögulegum og í dómnum kemur meðal annars fram að tónlistin sé mýkri en á fyrri plötunni. Þá kemur fram að útsetningarnar séu metnaðarfyllri og áhrifin frá breskum skynörvunarhljómsveitum sjöunda áratugarins áþreifanlegri en amerísku áhrifin sem einkenndu fyrri plötuna. Loks segir í dómi Spin að Fleet Foxes sé undir miklum áhrifum frá Simon & Garfunkel, sérstaklega í titillaginu, sem hlusta má á hér fyrir ofan. Fleet Foxes var hljómsveit ársins 2008. Fyrsta plata hljómsveitarinnar seldist vel og náði efsta sæti á fjölmörgum listum yfir plötur ársins. Það er því mikil pressa á strákunum í Fleet Foxes, sem eru flestir á miðjum þrítugsaldrinum. Í viðtali við Rolling Stone í febrúar á þessu ári sagði Robin Pecknold að nýja platan fjallaði um spurningarnar hver við ætlum að vera og hvers vegna við gerum það sem við gerum, ástarsambönd og annað slíkt. „Mér fannst í lagi að fjalla um þessa hluti vegna þess að kynslóðin mín er frekar full af sjálfri sér,“ sagði hann. „Það hefði verið merkingarlaust að heyra mótmælalög um heimsfrið frá okkur.“ atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Fleet Foxes var án nokkurs vafa ein af hljómsveitum ársins 2008. Frumburði hljómsveitarinnar var gríðarlega vel tekið, en nú er önnur platan á leiðinni og væntingarnar eru miklar. Önnur breiðskífa Fleet Foxes, Helplessness Blues, kemur út í byrjun maí. Í fyrstu átti platan að vera tekin upp á stuttum tíma og forsprakkinn Robin Pecknold sagði í viðtali við tónlistarvefinn Pitchfork að allur söngur ætti að vera tekinn upp í einni tilraun. „Þannig að ef við klúðrum einhverju vil ég halda því á plötunni,“ sagði hann. „Ég vil ekki að raddirnar verði gallalausar og ég vil að það sé gítarklúður.“ Pecknold og félagar hættu svo við þessa hugmynd, hentu því sem þeir voru búnir að taka upp og byrjuðu upp á nýtt. Þeir gáfu sér góðan tíma í upptökurnar og afraksturinn lofar góðu, miðað við titillagið sem er þegar byrjað að hljóma á öldum ljósvakans. Nokkur tónlistartímarit hafa þegar birt dóma um plötuna, hið bandaríska Spin gefur plötunni níu af tíu mögulegum og í dómnum kemur meðal annars fram að tónlistin sé mýkri en á fyrri plötunni. Þá kemur fram að útsetningarnar séu metnaðarfyllri og áhrifin frá breskum skynörvunarhljómsveitum sjöunda áratugarins áþreifanlegri en amerísku áhrifin sem einkenndu fyrri plötuna. Loks segir í dómi Spin að Fleet Foxes sé undir miklum áhrifum frá Simon & Garfunkel, sérstaklega í titillaginu, sem hlusta má á hér fyrir ofan. Fleet Foxes var hljómsveit ársins 2008. Fyrsta plata hljómsveitarinnar seldist vel og náði efsta sæti á fjölmörgum listum yfir plötur ársins. Það er því mikil pressa á strákunum í Fleet Foxes, sem eru flestir á miðjum þrítugsaldrinum. Í viðtali við Rolling Stone í febrúar á þessu ári sagði Robin Pecknold að nýja platan fjallaði um spurningarnar hver við ætlum að vera og hvers vegna við gerum það sem við gerum, ástarsambönd og annað slíkt. „Mér fannst í lagi að fjalla um þessa hluti vegna þess að kynslóðin mín er frekar full af sjálfri sér,“ sagði hann. „Það hefði verið merkingarlaust að heyra mótmælalög um heimsfrið frá okkur.“ atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira