Halldór Bjarki Arnarson hornleikari heldur framhaldstónleika sína frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar á laugardag, 30. apríl, klukkan 20.
Tónleikarnir verða í sal Tónskólans við Engjateig 1. Píanóleikari á tónleikunum er Örn Magnússon. En með Halldóri Bjarka leikur einnig strengjakvartett og hljómsveitin Frjókorn.
Halldór hóf að læra á franskt horn sjö ára gamall en kennari hans nú er Joseph Ognibene.
Halldór leikur einnig á píanó og hefur lagt stund á orgelnám. Halldór fæst einnig við tónsmíðar.

