Viðskipti erlent

Besta afkoma í þrettán ár

nýr bíll frá ford Bandarískir neytendur hafa snúið baki við bensínhákum. Fréttablaðið/AP
nýr bíll frá ford Bandarískir neytendur hafa snúið baki við bensínhákum. Fréttablaðið/AP
Bandaríski bílaframleiðandinn Ford Motor Company hagnaðist um 2,55 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 287 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er 22 prósenta aukning á milli ára og ein besta afkoma fyrirtækisins í þrettán ár.

Aukin sala sparneytinna bíla vestanhafs á kostnað bensínháka skýrir afkomuna að stórum hluta. Tekjur námu 33,1 milljarði dala á tímabilinu. Hinir bílarisarnir, GM og Chrysler, birta uppgjör nær mánaðamótum.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×