Erindi Hönnuh Arendt við samtímann 27. apríl 2011 11:30 Sigríður Þorgeirsdóttir er meðal þeirra sem halda erindi á tveggja daga ráðstefnu um Hönnuh Arendt sem hefst í dag. Fréttablaðið/Valli Í dag hefst tveggja daga ráðstefna á vegum Eddu öndvegisseturs í Háskóla Íslands um heimspeki Hönnuh Arendt. Fyrri daginn verður umfjöllunarefnið Arendt og kreppa í stjórnmálum, hinn síðari Arendt og kreppa í menningu. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu bókar með íslenskum þýðingum greina eftir Hönnuh Arendt sem Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor við Háskóla Íslands, ritstýrði. Hannah Arendt fæddist áríð 1906 í Þýskalandi en flúði til Bandaríkjanna 1941 og lést þar árið 1976. Eftir hamfarir seinni heimsstyrjaldar varð hún fyrst til að gera ítarlega rannsókn á hugmyndafræði alræðis í nasisma og stalínisma. Meginviðfangsefni hennar var síðan hrun ríkjandi hugmyndakerfa og kreppa í stjórnmálum. Sigríður segir heimspeki Arendt eiga vel við enn í dag. „Hannah Arendt byrjar að skrifa um stjórnmál að lokinni seinni heimsstyrjöldinni en þá var hún að velta fyrir sér hvers vegna alræði hefði komist á í Þýskalandi og Sovétríkjunum. Í framhaldi fer hún að velta fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að pólitík verði eyðileggingu að bráð líkt og gerðist þar. Hönnuh mat var að pólitík þrifist ekki í samfélagi nema þar færi fram virk samræða með þátttöku borgaranna, þar væru góðar stofnanir, þing og virkir borgarar.“ Þessi vísdómur er sígildur, bendir Sigríður á, og heimfærist vel á þá tíma sem við lifum í eftirmálum hrunsins. Á daginn hafi komið að almenningur hafi verið illa upplýstur í aðdraganda þess og illu heilli ekki getað veitt fjármálastofnunum gagnrýnið aðhald. Norrænir, þýskir og bandarískir Arendt-fræðingar munu halda erindi á ráðstefnunni, sem styrkt er af Goethe Institut og stendur frá 13 til 17 í dag og á morgun. Hún er öllum opin og má nálgast dagskrá hennar á vef Eddu öndvegissetursins edda.hi.is. -sbt Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í dag hefst tveggja daga ráðstefna á vegum Eddu öndvegisseturs í Háskóla Íslands um heimspeki Hönnuh Arendt. Fyrri daginn verður umfjöllunarefnið Arendt og kreppa í stjórnmálum, hinn síðari Arendt og kreppa í menningu. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu bókar með íslenskum þýðingum greina eftir Hönnuh Arendt sem Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor við Háskóla Íslands, ritstýrði. Hannah Arendt fæddist áríð 1906 í Þýskalandi en flúði til Bandaríkjanna 1941 og lést þar árið 1976. Eftir hamfarir seinni heimsstyrjaldar varð hún fyrst til að gera ítarlega rannsókn á hugmyndafræði alræðis í nasisma og stalínisma. Meginviðfangsefni hennar var síðan hrun ríkjandi hugmyndakerfa og kreppa í stjórnmálum. Sigríður segir heimspeki Arendt eiga vel við enn í dag. „Hannah Arendt byrjar að skrifa um stjórnmál að lokinni seinni heimsstyrjöldinni en þá var hún að velta fyrir sér hvers vegna alræði hefði komist á í Þýskalandi og Sovétríkjunum. Í framhaldi fer hún að velta fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að pólitík verði eyðileggingu að bráð líkt og gerðist þar. Hönnuh mat var að pólitík þrifist ekki í samfélagi nema þar færi fram virk samræða með þátttöku borgaranna, þar væru góðar stofnanir, þing og virkir borgarar.“ Þessi vísdómur er sígildur, bendir Sigríður á, og heimfærist vel á þá tíma sem við lifum í eftirmálum hrunsins. Á daginn hafi komið að almenningur hafi verið illa upplýstur í aðdraganda þess og illu heilli ekki getað veitt fjármálastofnunum gagnrýnið aðhald. Norrænir, þýskir og bandarískir Arendt-fræðingar munu halda erindi á ráðstefnunni, sem styrkt er af Goethe Institut og stendur frá 13 til 17 í dag og á morgun. Hún er öllum opin og má nálgast dagskrá hennar á vef Eddu öndvegissetursins edda.hi.is. -sbt
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira