Tilnefndir til tveggja tölvuleikjaverðlauna 26. apríl 2011 07:00 Fancy Pants Global stækkar hratt, en fyrsti leikur fyrirtækisins var tilnefndur til tveggja norrænna tölvuleikjaverðlauna. „Þetta gerir okkur graðari í að gera enn betur," segir Viggó Ingimar Jónasson, einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global. Tölvuleikurinn Maximus Musicus hefur verið tilnefndur til tveggja verðlauna á norrænu leikjahátíðinni Nordic Game, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Fancy Pants Global framleiðir leikinn, sem er fyrir iPhone-síma, iPad-spjaldtölvur og iPod-tónlistarspilara. „Við erum rétt búnir að starfa í tvö ár. Þetta er fyrsti leikurinn sem við gefum út og því mikill heiður að fá þessa tilnefningu," segir Viggó. Leikurinn er tilnefndur í flokkunum besti norræni barnaleikurinn og besti norræni „handheld"-leikurinn. Í seinni flokknum eru leikir sem eru hannaðir fyrir ýmiss konar smátölvur og síma, eins og iPhone- og Android-síma. Viggó segir að Fancy Pants Global ætli að sjálfsögðu að senda fulltrúa á hátíðina, en íslenski leikjaiðnaðurinn verður þar með bás. Hann segir mikla samstöðu vera á meðal íslenskra leikjaframleiðenda. „Þetta verður ógeðslega gaman og að vera með tilnefningu gerir þetta ennþá meira spennandi," segir Viggó. Fancy Pants Global vinnur nú að nýjum leik sem kallast Zorblobs og er væntanlegur síðar í sumar. „Heiladauðar geimverur ráðast á jörðina og þú þarft að bjarga heiminum," segir Viggó um leikinn. „Ef ég ætti að líka leiknum við aðra leiki myndi ég segja að hann væri eins og blanda Plants vs. Zombies og Angry Birds."- afb Leikjavísir Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
„Þetta gerir okkur graðari í að gera enn betur," segir Viggó Ingimar Jónasson, einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global. Tölvuleikurinn Maximus Musicus hefur verið tilnefndur til tveggja verðlauna á norrænu leikjahátíðinni Nordic Game, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Fancy Pants Global framleiðir leikinn, sem er fyrir iPhone-síma, iPad-spjaldtölvur og iPod-tónlistarspilara. „Við erum rétt búnir að starfa í tvö ár. Þetta er fyrsti leikurinn sem við gefum út og því mikill heiður að fá þessa tilnefningu," segir Viggó. Leikurinn er tilnefndur í flokkunum besti norræni barnaleikurinn og besti norræni „handheld"-leikurinn. Í seinni flokknum eru leikir sem eru hannaðir fyrir ýmiss konar smátölvur og síma, eins og iPhone- og Android-síma. Viggó segir að Fancy Pants Global ætli að sjálfsögðu að senda fulltrúa á hátíðina, en íslenski leikjaiðnaðurinn verður þar með bás. Hann segir mikla samstöðu vera á meðal íslenskra leikjaframleiðenda. „Þetta verður ógeðslega gaman og að vera með tilnefningu gerir þetta ennþá meira spennandi," segir Viggó. Fancy Pants Global vinnur nú að nýjum leik sem kallast Zorblobs og er væntanlegur síðar í sumar. „Heiladauðar geimverur ráðast á jörðina og þú þarft að bjarga heiminum," segir Viggó um leikinn. „Ef ég ætti að líka leiknum við aðra leiki myndi ég segja að hann væri eins og blanda Plants vs. Zombies og Angry Birds."- afb
Leikjavísir Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira