Þjóðverjar hafa reynst United erfiðir Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. apríl 2011 06:00 Ralf Rangnick stýrði Schalke til sigurs gegn Inter í fjórðungsúrslitunum. Nordic Photos / Bongarts Það ríkir mikil eftirvænting fyrir fyrri undanúrslitaviðureign Schalke og Manchester United í Meistaradeildinni sem fram fer í kvöld í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Schalke hefur komið öllum á óvart með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni en liðið sló Evrópumeistara Inter út í 8-liða úrslitum. Schalke hefur leikið frábærlega á heimavelli sínum í Meistaradeildinni í vetur og unnið alla sína leiki. Það má því búast við að ferðin til Þýskalands muni reynast lærisveinum Alex Ferguson erfið. Tvisvar áður hefur United fallið úr leik í undanúrslitum fyrir þýsku liði og í fyrra féll liðið úr keppni fyrir Bayern München í 8-liða úrslitum. „Það er meira hungur hjá okkur en þeim. United er mjög skipulagt lið og heilsteyptara en Inter. Hættan stafar ekki aðeins af Wayne Rooney eða Javier Hernandez. Þeir eru með marga sterka leikmenn. Við stefnum ekki að því að ná markalausu jafntefli, við viljum vinna leikinn. Við ætlum að reyna að vinna báða leikina," sagði Ralf Rangnick, þjálfari Schalke. United verður án Dimitars Berbatov í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í nára. Berbatov hefur skorað 22 mörk í vetur en hefur misst sæti sitt í liðinu til Javiers Hernandez sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu. Lítið hefur gengið hjá Schalke í þýsku deildinni í vetur og er liðið í 10. sæti meðan United er í góðri stöðu með að vinna Englandsmeistaratitilinn. Varnarmaðurinn John O'Shea segir liðið ekki vanmeta Schalke. „Schalke er komið í undanúrslit í Meistaradeildinni og lið sem nær slíkum árangri hlýtur að vera gott. Að liðið hafi skorað svona mörg mörk gegn Inter segir sína sögu. Við verðum að ná útivallarmarki og þá eigum við frábæran möguleika á heimavelli," sagði O'Shea.- jjk Meistaradeild Evrópu Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Sjá meira
Það ríkir mikil eftirvænting fyrir fyrri undanúrslitaviðureign Schalke og Manchester United í Meistaradeildinni sem fram fer í kvöld í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Schalke hefur komið öllum á óvart með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni en liðið sló Evrópumeistara Inter út í 8-liða úrslitum. Schalke hefur leikið frábærlega á heimavelli sínum í Meistaradeildinni í vetur og unnið alla sína leiki. Það má því búast við að ferðin til Þýskalands muni reynast lærisveinum Alex Ferguson erfið. Tvisvar áður hefur United fallið úr leik í undanúrslitum fyrir þýsku liði og í fyrra féll liðið úr keppni fyrir Bayern München í 8-liða úrslitum. „Það er meira hungur hjá okkur en þeim. United er mjög skipulagt lið og heilsteyptara en Inter. Hættan stafar ekki aðeins af Wayne Rooney eða Javier Hernandez. Þeir eru með marga sterka leikmenn. Við stefnum ekki að því að ná markalausu jafntefli, við viljum vinna leikinn. Við ætlum að reyna að vinna báða leikina," sagði Ralf Rangnick, þjálfari Schalke. United verður án Dimitars Berbatov í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í nára. Berbatov hefur skorað 22 mörk í vetur en hefur misst sæti sitt í liðinu til Javiers Hernandez sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu. Lítið hefur gengið hjá Schalke í þýsku deildinni í vetur og er liðið í 10. sæti meðan United er í góðri stöðu með að vinna Englandsmeistaratitilinn. Varnarmaðurinn John O'Shea segir liðið ekki vanmeta Schalke. „Schalke er komið í undanúrslit í Meistaradeildinni og lið sem nær slíkum árangri hlýtur að vera gott. Að liðið hafi skorað svona mörg mörk gegn Inter segir sína sögu. Við verðum að ná útivallarmarki og þá eigum við frábæran möguleika á heimavelli," sagði O'Shea.- jjk
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Sjá meira