Ætlar að flytja Reðursafnið til Reykjavíkur 13. apríl 2011 08:00 nýr stjóri Hjörtur Gísli Sigurðsson, að ofan, tekur við góðu reðurbúi af föður sínum, Sigurði Hjartarsyni. Fréttablaðið/GVA „Ég á þrjár dætur og einn son og það voru allir sammála um að hann tæki við þessu þegar ég hætti,“ segir Sigurður Hjartarson, stofnandi og starfsmaður Reðasafnsins á Húsavík. Sigurður hyggst hætta á safninu eftir áralanga uppbyggingu og sonur hans, Hjörtur Gísli Sigurðsson, mun taka við stöðunni. „Ég er bara að fara að gefast upp á þessu því þetta hefur verið mjög einfaldur rekstur, ég hef ekki greitt mér laun,“ segir Sigurður, en safnið komst enn og aftur í heimspressuna þegar fyrsti mannslimurinn var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á dögunum. Páll Arason naut þess heiðurs en hann ánafnaði safninu lim sínum árið 1996 eins og frægt er orðið. Sigurður reiknar fastlega með að sitja á sínum stól á safninu út þetta ár en hætta svo um áramótin. Hjörtur Gísli Sigurðsson er hinn útvaldi arftaki og hann hefur sínar hugmyndir um framtíð safnsins. Meðal þess er að flytja aðalsafnið til Reykjavíkur, þar sem það hóf upphaflega göngu sína, og hafa útibú á Húsavík. „Ég er mjög stoltur af þessu og tek við góðu búi af pabba, það fullkomnaðist náttúrulega á föstudag,“ segir Hjörtur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Reðuráhuginn hefur augljóslega gengið í erfðir því Hjörtur vill að starfsemi safnsins tútni út. „Safnið hefur náttúrlega haft góð áhrif á Húsavík og komið bænum á heimskortið. En ég er viss um að við gætum trekkt fleiri að með því að flytja það til Reykjavíkur, það er um að gera að leyfa sem flestum að njóta þess því það er hvergi annars staðar hægt í heiminum.“ - fgg Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
„Ég á þrjár dætur og einn son og það voru allir sammála um að hann tæki við þessu þegar ég hætti,“ segir Sigurður Hjartarson, stofnandi og starfsmaður Reðasafnsins á Húsavík. Sigurður hyggst hætta á safninu eftir áralanga uppbyggingu og sonur hans, Hjörtur Gísli Sigurðsson, mun taka við stöðunni. „Ég er bara að fara að gefast upp á þessu því þetta hefur verið mjög einfaldur rekstur, ég hef ekki greitt mér laun,“ segir Sigurður, en safnið komst enn og aftur í heimspressuna þegar fyrsti mannslimurinn var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á dögunum. Páll Arason naut þess heiðurs en hann ánafnaði safninu lim sínum árið 1996 eins og frægt er orðið. Sigurður reiknar fastlega með að sitja á sínum stól á safninu út þetta ár en hætta svo um áramótin. Hjörtur Gísli Sigurðsson er hinn útvaldi arftaki og hann hefur sínar hugmyndir um framtíð safnsins. Meðal þess er að flytja aðalsafnið til Reykjavíkur, þar sem það hóf upphaflega göngu sína, og hafa útibú á Húsavík. „Ég er mjög stoltur af þessu og tek við góðu búi af pabba, það fullkomnaðist náttúrulega á föstudag,“ segir Hjörtur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Reðuráhuginn hefur augljóslega gengið í erfðir því Hjörtur vill að starfsemi safnsins tútni út. „Safnið hefur náttúrlega haft góð áhrif á Húsavík og komið bænum á heimskortið. En ég er viss um að við gætum trekkt fleiri að með því að flytja það til Reykjavíkur, það er um að gera að leyfa sem flestum að njóta þess því það er hvergi annars staðar hægt í heiminum.“ - fgg
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira