Ábyrgð og afleiðingar Ólafur Stephensen skrifar 11. apríl 2011 06:00 Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin í fyrradag var afgerandi. Þjóðin hafnar samningaleiðinni og vill þess í stað láta reyna á lögmæti hins evrópska innistæðutryggingakerfis fyrir dómstólum. Nú liggur í augum uppi, eins og bæði stjórnmálaforingjar og forseti lýðveldisins hvöttu til í gær, að fólk sameinist um að halda vel á málstað Íslands og reyna að ná fram eins góðri niðurstöðu í dómsmáli og hægt er. Allir landsmenn hljóta að vona það bezta um gang þess málarekstrar. Við þurfum jafnframt að viðurkenna þá hættu að dómur falli Íslandi í óhag og vera við slíkri niðurstöðu búin. Sá mikli meirihluti þjóðarinnar sem kaus nei áttar sig væntanlega á því að um leið og hann neitaði að taka ábyrgð á innistæðutryggingunum í Bretlandi og Hollandi tók hann ábyrgð á hugsanlegum neikvæðum afleiðingum niðurstöðunnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir íslenzkt efnahagslíf. Svo getur farið – þótt við vonum auðvitað að það verði ekki – að lánshæfismat Íslands verði lækkað, að erfiðara verði að fá lánsfé og fjárfestingar inn í landið, að vinaríki okkar dragi lánveitingar til baka eða veiti okkur ekki þann stuðning í alþjóðastofnunum sem við höfðum vonazt eftir. Þá þýðir ekkert að kenna vondu útlendingunum um. Þetta væru afleiðingar ákvörðunar sem þjóðin tók sjálf og hægt hefði verið að forðast þær ef ákvörðunin hefði verið önnur. Þótt þjóðarsamstaða um stefnuna í Icesave-málinu sé nauðsynleg þýðir það að sjálfsögðu ekki að við eigum ekki að horfast í augu við ýmis vandamál sem getur orðið torveldara að leysa vegna þess hvernig atkvæði féllu. Nú er til dæmis líklegra en áður að kjarasamningar verði gerðir til skamms tíma í stað þriggja ára, vegna þeirrar óvissu um hagvöxt og umgjörð efnahagslífsins næstu árin sem nei-ið hefur valdið og Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins gerir að umtalsefni hér í blaðinu í dag. Árás Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands á forystumenn í atvinnulífinu á blaðamannafundi hans í gær var ómakleg. Hann vildi banna þeim að „tala íslenzkt atvinnulíf niður", en að þess í stað töluðu menn um allt það jákvæða sem væri að gerast í íslenzkum fyrirtækjum. Forsetinn sagðist hitta og tala við marga í fyrirtækjum landsins og hann vissi vel að hér væri meira að gerast í atvinnusköpun en víða annars staðar. Það er rétt hjá forsetanum að margt jákvætt er að gerast í íslenzku atvinnulífi. Það er bara ekki nóg, eins og hann veit ef hann hefur líka hitt einhvern hinna 15.000 Íslendinga, sem eru án atvinnu. Við þurfum meiri fjárfestingu og betri aðgang að fjármagni til að auka hagvöxt og fjölga störfum. Hættan er sú að neikvæðar afleiðingar þess að hafna samningaleiðinni í Icesave seinki bráðnauðsynlegri atvinnusköpun. Forseti Íslands ber sína ábyrgð á því, verði það niðurstaðan. En auðvitað vonum við að bjartsýni forsetans sé á rökum reist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin í fyrradag var afgerandi. Þjóðin hafnar samningaleiðinni og vill þess í stað láta reyna á lögmæti hins evrópska innistæðutryggingakerfis fyrir dómstólum. Nú liggur í augum uppi, eins og bæði stjórnmálaforingjar og forseti lýðveldisins hvöttu til í gær, að fólk sameinist um að halda vel á málstað Íslands og reyna að ná fram eins góðri niðurstöðu í dómsmáli og hægt er. Allir landsmenn hljóta að vona það bezta um gang þess málarekstrar. Við þurfum jafnframt að viðurkenna þá hættu að dómur falli Íslandi í óhag og vera við slíkri niðurstöðu búin. Sá mikli meirihluti þjóðarinnar sem kaus nei áttar sig væntanlega á því að um leið og hann neitaði að taka ábyrgð á innistæðutryggingunum í Bretlandi og Hollandi tók hann ábyrgð á hugsanlegum neikvæðum afleiðingum niðurstöðunnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir íslenzkt efnahagslíf. Svo getur farið – þótt við vonum auðvitað að það verði ekki – að lánshæfismat Íslands verði lækkað, að erfiðara verði að fá lánsfé og fjárfestingar inn í landið, að vinaríki okkar dragi lánveitingar til baka eða veiti okkur ekki þann stuðning í alþjóðastofnunum sem við höfðum vonazt eftir. Þá þýðir ekkert að kenna vondu útlendingunum um. Þetta væru afleiðingar ákvörðunar sem þjóðin tók sjálf og hægt hefði verið að forðast þær ef ákvörðunin hefði verið önnur. Þótt þjóðarsamstaða um stefnuna í Icesave-málinu sé nauðsynleg þýðir það að sjálfsögðu ekki að við eigum ekki að horfast í augu við ýmis vandamál sem getur orðið torveldara að leysa vegna þess hvernig atkvæði féllu. Nú er til dæmis líklegra en áður að kjarasamningar verði gerðir til skamms tíma í stað þriggja ára, vegna þeirrar óvissu um hagvöxt og umgjörð efnahagslífsins næstu árin sem nei-ið hefur valdið og Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins gerir að umtalsefni hér í blaðinu í dag. Árás Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands á forystumenn í atvinnulífinu á blaðamannafundi hans í gær var ómakleg. Hann vildi banna þeim að „tala íslenzkt atvinnulíf niður", en að þess í stað töluðu menn um allt það jákvæða sem væri að gerast í íslenzkum fyrirtækjum. Forsetinn sagðist hitta og tala við marga í fyrirtækjum landsins og hann vissi vel að hér væri meira að gerast í atvinnusköpun en víða annars staðar. Það er rétt hjá forsetanum að margt jákvætt er að gerast í íslenzku atvinnulífi. Það er bara ekki nóg, eins og hann veit ef hann hefur líka hitt einhvern hinna 15.000 Íslendinga, sem eru án atvinnu. Við þurfum meiri fjárfestingu og betri aðgang að fjármagni til að auka hagvöxt og fjölga störfum. Hættan er sú að neikvæðar afleiðingar þess að hafna samningaleiðinni í Icesave seinki bráðnauðsynlegri atvinnusköpun. Forseti Íslands ber sína ábyrgð á því, verði það niðurstaðan. En auðvitað vonum við að bjartsýni forsetans sé á rökum reist.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun