Ótrúlegar vinsældir Adele 31. mars 2011 08:00 vinsæl Söngkonan Adele hefur slegið í gegn úti um allan heim með hljómfagri rödd sinni og flottum lagasmíðum. nordicphotos/getty Þrátt fyrir ungan aldur hefur breska söngkonan Adele slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Önnur plata hennar hefur setið í níu vikur á toppi breska breiðskífulistans. Önnur plata bresku söngkonunnar Adele, 21, hefur setið í níu vikur samfleytt á toppi breska breiðskífulistans. Þar með hefur hún jafnað met Madonnu yfir þær söngkonur sem hafa setið lengst í toppsætinu. Lögin Rolling in the Deep og Someone Like You hafa notið mikilla vinsælda og hið síðarnefnda er núna í efsta sæti breska smáskífulistans. Adele útskrifaðist árið 2006 úr Brit-tónlistarskólanum þar sem Amy Winehouse, Katie Melua og Leona Lewis hafa einnig stundað nám. Fyrst ætlaði hún ekki að verða söngkona heldur starfa við að koma öðrum listamönnum á framfæri. Söngferill hennar hófst óvænt eftir að vinur hennar setti á Myspace-síðuna upptökur af lögum sem hún hafði sungið í skólanum. Lögin vöktu athygli útgáfunnar XL Recordings sem samdi við hana sama ár. Adele vakti fyrst athygli þegar hún var valin líklegust til að slá í gegn á árinu 2008 af sérfræðingum BBC. Þá var hún aðeins nítján ára og um leið yngsti flytjandinn til að hljóta þennan heiður. Fyrsta plata hennar, 19, fór beint í efsta sætið í Bretlandi og hefur núna selst í 1,1 milljón eintaka. Árið 2009 hlaut Adele svo bandarísku Grammy-verðlaunin í tvígang, sem besti nýliðinn og fyrir lagið Chasing Pavement. Platan 19 er núna í öðru sæti á breska breiðskífulistanum á eftir 21 en sú plata hefur selst í 1,5 milljónum eintaka eftir að hafa farið beint á toppinn í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hver ætli ástæðan sé fyrir þessum ótrúlegu vinsældum Adele? Fyrir utan hljómfagra röddina og góð lög, sem hún semur sjálf, hjálpaði það henni að útgáfa hennar af lagi Bobs Dylan, Make You Feel My Love, var notuð margoft í breska X Factor-þættinum. Frammistaða Adele í bandaríska þættinum Saturday Night Live og á bresku Brit-hátíðinni átti einnig sinn þátt í vinsældunum. Á Brit-hátíðinni söng hún Someone Like You sitjandi við píanóið. „Maður er svo vanur tónlistarmönnum með mikil dansatriði en þetta var mjög berstrípað,“ sagði Paul Williams hjá Music Week í viðtali við BBC. Á tímum þegar of mikið af fyrirfram sköpuðum tónlistarmönnum er ýtt að almenningi kemur hún inn eins og ferskur stormsveipur.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Þrátt fyrir ungan aldur hefur breska söngkonan Adele slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Önnur plata hennar hefur setið í níu vikur á toppi breska breiðskífulistans. Önnur plata bresku söngkonunnar Adele, 21, hefur setið í níu vikur samfleytt á toppi breska breiðskífulistans. Þar með hefur hún jafnað met Madonnu yfir þær söngkonur sem hafa setið lengst í toppsætinu. Lögin Rolling in the Deep og Someone Like You hafa notið mikilla vinsælda og hið síðarnefnda er núna í efsta sæti breska smáskífulistans. Adele útskrifaðist árið 2006 úr Brit-tónlistarskólanum þar sem Amy Winehouse, Katie Melua og Leona Lewis hafa einnig stundað nám. Fyrst ætlaði hún ekki að verða söngkona heldur starfa við að koma öðrum listamönnum á framfæri. Söngferill hennar hófst óvænt eftir að vinur hennar setti á Myspace-síðuna upptökur af lögum sem hún hafði sungið í skólanum. Lögin vöktu athygli útgáfunnar XL Recordings sem samdi við hana sama ár. Adele vakti fyrst athygli þegar hún var valin líklegust til að slá í gegn á árinu 2008 af sérfræðingum BBC. Þá var hún aðeins nítján ára og um leið yngsti flytjandinn til að hljóta þennan heiður. Fyrsta plata hennar, 19, fór beint í efsta sætið í Bretlandi og hefur núna selst í 1,1 milljón eintaka. Árið 2009 hlaut Adele svo bandarísku Grammy-verðlaunin í tvígang, sem besti nýliðinn og fyrir lagið Chasing Pavement. Platan 19 er núna í öðru sæti á breska breiðskífulistanum á eftir 21 en sú plata hefur selst í 1,5 milljónum eintaka eftir að hafa farið beint á toppinn í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hver ætli ástæðan sé fyrir þessum ótrúlegu vinsældum Adele? Fyrir utan hljómfagra röddina og góð lög, sem hún semur sjálf, hjálpaði það henni að útgáfa hennar af lagi Bobs Dylan, Make You Feel My Love, var notuð margoft í breska X Factor-þættinum. Frammistaða Adele í bandaríska þættinum Saturday Night Live og á bresku Brit-hátíðinni átti einnig sinn þátt í vinsældunum. Á Brit-hátíðinni söng hún Someone Like You sitjandi við píanóið. „Maður er svo vanur tónlistarmönnum með mikil dansatriði en þetta var mjög berstrípað,“ sagði Paul Williams hjá Music Week í viðtali við BBC. Á tímum þegar of mikið af fyrirfram sköpuðum tónlistarmönnum er ýtt að almenningi kemur hún inn eins og ferskur stormsveipur.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira