Framhaldsskólanemar flykkjast norður 30. mars 2011 10:00 „Það er komin rosaleg spenna í mannskapinn hér á Akureyri," segir Óli Dagur Valtýsson, formaður skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Hinn 9. apríl fer Söngkeppni framhaldsskólanna fram á Akureyri. Forsvarsmenn keppninnar reikna með því að gríðarlegur fjöldi framhaldsskólanema haldi norður til að hvetja sinn skóla og því ljóst að bærinn verður fullur af lífi. „Það verður allt að gerast á Akureyri þessa helgi," segir Tindur Óli Jensson, verkefnastjóri AM Events, en fyrirtækið skipuleggur söngkeppnina. Tindur segir að um 2000 nemendur fari á sjálfa söngkeppnina, en að þessa sömu helgi fari einnig fram snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme og því verði enn þá meira um að vera norðan heiða. Margir af bestu tónlistarmönnum landsins verða í Akureyrarbæ umrædda helgi. „Við hjá AM Events verðum með áfengislaust ball fyrir 16 ára og eldri, en þar spila Agent Fresco, Danni Deluxe og Skítamórall," segir Tindur. Á Græna hattinum verður heljarinnar tónleikadagskrá á vegum AK Extreme og eins koma tónlistarmennirnir Blaz Roca og Friðrik Dór fram í Sjallanum á föstudagskvöldinu. Það verður hins vegar ekki auðvelt að fá gistingu í bænum þessa helgi, en rúmur mánuður er síðan öll gistiheimili og hótel voru fullbókuð. „Þetta er í fyrsta skipti í þau fimm ár sem við höfum séð um keppnina, að hvert einasta gistipláss á Akureyri er uppbókað. Við vorum meira að segja í vandræðum með að redda gistingu fyrir starfsmennina okkar," segir Tindur í léttum dúr. Þeir sem ekki fara norður til að fylgjast með söngkeppninni þurfa ekki að örvænta, því keppnin verður í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 og einnig í beinni útsendingu hér á Vísi. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá keppnina í fyrra í heild sinni en einnig má horfa á hana á Vísir Sjónvarp. Lífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Það er komin rosaleg spenna í mannskapinn hér á Akureyri," segir Óli Dagur Valtýsson, formaður skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Hinn 9. apríl fer Söngkeppni framhaldsskólanna fram á Akureyri. Forsvarsmenn keppninnar reikna með því að gríðarlegur fjöldi framhaldsskólanema haldi norður til að hvetja sinn skóla og því ljóst að bærinn verður fullur af lífi. „Það verður allt að gerast á Akureyri þessa helgi," segir Tindur Óli Jensson, verkefnastjóri AM Events, en fyrirtækið skipuleggur söngkeppnina. Tindur segir að um 2000 nemendur fari á sjálfa söngkeppnina, en að þessa sömu helgi fari einnig fram snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme og því verði enn þá meira um að vera norðan heiða. Margir af bestu tónlistarmönnum landsins verða í Akureyrarbæ umrædda helgi. „Við hjá AM Events verðum með áfengislaust ball fyrir 16 ára og eldri, en þar spila Agent Fresco, Danni Deluxe og Skítamórall," segir Tindur. Á Græna hattinum verður heljarinnar tónleikadagskrá á vegum AK Extreme og eins koma tónlistarmennirnir Blaz Roca og Friðrik Dór fram í Sjallanum á föstudagskvöldinu. Það verður hins vegar ekki auðvelt að fá gistingu í bænum þessa helgi, en rúmur mánuður er síðan öll gistiheimili og hótel voru fullbókuð. „Þetta er í fyrsta skipti í þau fimm ár sem við höfum séð um keppnina, að hvert einasta gistipláss á Akureyri er uppbókað. Við vorum meira að segja í vandræðum með að redda gistingu fyrir starfsmennina okkar," segir Tindur í léttum dúr. Þeir sem ekki fara norður til að fylgjast með söngkeppninni þurfa ekki að örvænta, því keppnin verður í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 og einnig í beinni útsendingu hér á Vísi. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá keppnina í fyrra í heild sinni en einnig má horfa á hana á Vísir Sjónvarp.
Lífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið