Úr þungarokki í þjóðlagapopp 29. mars 2011 07:00 Kristján fetar nýjar slóðir á nýrri stuttskífu sem nefnist From This Day Forward. Fréttablaðið/Pjetur „Ég er miklu mýkri en leðurjakkinn gefur til kynna," segir Kristján B. Heiðarsson, trommari og forsprakki þungarokkssveitarinnar Changer. Kristján, sem starfar sem leikskólakennari, hefur gefið út stuttskífuna From This Day Forward þar sem hann spilar og syngur þjóðlagaskotin popplög sem eru órafjarri þeirri tónlist sem hann hefur hingað til flutt. „Það hafa margir verið að benda mér á að þeir hafi ekki átt von á svona fjölbreytni frá mér. Það er gaman að koma á óvart," segir Kristján og viðurkennir að ekki séu allir jafnsáttir við tónlistarsmekk sinn. „Ég hef lent í mörgum rifrildum við félaga mína um það sem ég hlusta á sem telst ekki gjaldgengt í metalheiminum. En ég er bara á því að góð tónlist er góð tónlist, alveg sama hvaða stefnu hún tilheyrir. Ég hlusta bara á það sem mér sýnist og það kemur engum öðrum við," segir hann léttur. Lögin þrjú sem eru á stuttskífunni voru tilbúin fyrir tveimur árum. „Eins og kannski heyrist í textunum snýst þetta um stúlku. Þessi lög eru ákveðið uppgjör við nokkurra ára tímabili í mínu lífi og þess vegna vildi ég koma þessu frá mér áður en ég færi gera meira," segir Kristján, sem er að undirbúa stóra sólóplötu sem verður öll sungin á íslensku. Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds sér um hljómborðsleik og forritun á stuttskífunni, auk þess að eiga heiðurinn af upptökum og hljóðblöndun. Til að byrja með verður From This Day Forward eingöngu fáanleg í gegnum tónlistarveituna Gogoyoko.com. -fb Lífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
„Ég er miklu mýkri en leðurjakkinn gefur til kynna," segir Kristján B. Heiðarsson, trommari og forsprakki þungarokkssveitarinnar Changer. Kristján, sem starfar sem leikskólakennari, hefur gefið út stuttskífuna From This Day Forward þar sem hann spilar og syngur þjóðlagaskotin popplög sem eru órafjarri þeirri tónlist sem hann hefur hingað til flutt. „Það hafa margir verið að benda mér á að þeir hafi ekki átt von á svona fjölbreytni frá mér. Það er gaman að koma á óvart," segir Kristján og viðurkennir að ekki séu allir jafnsáttir við tónlistarsmekk sinn. „Ég hef lent í mörgum rifrildum við félaga mína um það sem ég hlusta á sem telst ekki gjaldgengt í metalheiminum. En ég er bara á því að góð tónlist er góð tónlist, alveg sama hvaða stefnu hún tilheyrir. Ég hlusta bara á það sem mér sýnist og það kemur engum öðrum við," segir hann léttur. Lögin þrjú sem eru á stuttskífunni voru tilbúin fyrir tveimur árum. „Eins og kannski heyrist í textunum snýst þetta um stúlku. Þessi lög eru ákveðið uppgjör við nokkurra ára tímabili í mínu lífi og þess vegna vildi ég koma þessu frá mér áður en ég færi gera meira," segir Kristján, sem er að undirbúa stóra sólóplötu sem verður öll sungin á íslensku. Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds sér um hljómborðsleik og forritun á stuttskífunni, auk þess að eiga heiðurinn af upptökum og hljóðblöndun. Til að byrja með verður From This Day Forward eingöngu fáanleg í gegnum tónlistarveituna Gogoyoko.com. -fb
Lífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“