Lífið

Apparat tvisvar á Sódómu

ræða við danska útgáfu Útgáfan Crunchy Frog hefur áhuga á að gefa út nýjustu plötu Apparat Organ Quartet.
ræða við danska útgáfu Útgáfan Crunchy Frog hefur áhuga á að gefa út nýjustu plötu Apparat Organ Quartet.
„Við spiluðum oft á stöðum eins gamla Grand rokki þar sem var troðið af fólki og hávaði og stemning,“ segir Úlfur Eldjárn úr hljómsveitinni Apparat Organ Quartet.

Apparatið kemur fram á tónleikum á Sódómu í kvöld og annað kvöld. Hljómsveitin kemur ekki reglulega fram á tónleikum og hefur yfirleitt komið fram á stærri stöðum. „Það er langt síðan við höfum spilað á svona litlum stað,“ segir Úlfur spenntur. „Yfirleitt höfum við spilað á Nasa eða Listasafninu. Það eru mörg, mörg ár síðan við höfum spilað á almennilegum búllutónleikum eins og í den.“

Apparat sendi frá sér plötuna Pólýfónía í fyrra og var hún ofarlega á listum gagnrýnenda yfir plötur ársins. Hljómsveitin á nú í viðræðum við danska útgáfufyrirtækið Crunchy Frog um útgáfu á plötunni í útlöndum. „Það er mjög mikill vilji af beggja hálfu. Við eigum eftir að klára útfærsluna,“ segir Úlfur en ítrekar þó að ekki sé búið að skrifa undir samninga og því ýmislegt sem eigi eftir að útfæra. Ef af samningnum verður býst hann þó við að plötunni verði dreift um Evrópu og þá aðallega í Norðurlöndunum, Þýskalandi og Benelúxríkjunum, þar sem Apparatið á tryggan aðdáendahóp. „Þeir hafa verið duglegir við að bjóða okkur að koma og spila í gegnum tíðina,“ segir Úlfur. „Það er alltaf gott samband á milli smáþjóða.“

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.