Lífið

Týndri plötu lekið á netið

david bowie Plötunni Toy hefur verið lekið á netið, níu árum eftir að hún átti að koma út.
david bowie Plötunni Toy hefur verið lekið á netið, níu árum eftir að hún átti að koma út.
Plötu Davids Bowie, Toy, sem útgáfufyrirtæki hans hætti við að gefa út árið 2002, hefur verið lekið á netið. Á plötunni eru nýjar útgáfur af mörgum af hans eldri lögum, þar á meðal In the Heat of the Morning og Liza Jane, fyrsta smáskífulaginu hans. Platan kom aldrei út á vegum Virgin, meðal annars vegna höfundarréttarmála. Eftir að Bowie stofnaði eigið útgáfufyrirtæki, ISO, hafa fimm lög af plötunni verið gefin út. Bowie hefur ekki gefið út nýja plötu í átta ár. Lítið hefur spurst af honum síðan hann gekkst undir hjartaaðgerð árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.