Lífið

Stafræn tónleikaferð

Ólafur og félagar í Stafrænum Hákoni eru á leiðinni í tónleikaferð um Evrópu.Mynd/valdís thor
Ólafur og félagar í Stafrænum Hákoni eru á leiðinni í tónleikaferð um Evrópu.Mynd/valdís thor
Hljómsveitin Stafrænn Hákon er á leiðinni í tónleikaferð um Evrópu sem hefst í Þýskalandi 22. apríl. Um kynningarferð er að ræða vegna sjöttu plötu hennar, Sanitas, sem kom út síðasta vor.

Síðasta tónleikaferð hljómsveitarinnar um Evrópu var farin fyrir rúmu ári. „Við fórum í tólf daga og keyrðum um fjöll og firnindi. Það var tekið rosalega vel í þetta,“ segir forsprakkinn Ólafur Josephsson. Stafrænn Hákon var upphaflega sólóverkefni Ólafs en núna er hljómsveitin orðin sjö manna og tónlistin orðin rokkaðari en áður. Ólafur vonast til að platan Sanitas fái meiri athygli í kjölfar tónleikaferðarinnar. „Mér fannst hún eiga meira skilið. Hún var poppaðari en allt sem ég hef gert og ég bjóst við meiri viðbrögðum.“

Stafrænn Hákon er strax byrjuð að undirbúa næstu plötu og ljóst að enginn skortur er á sköpunargleði þar á bæ. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.