Lifa bóhemlífi í München 26. febrúar 2011 14:00 Njóta lífsins Sævar og Erla njóta lífsins og búa ýmist í Reykjavík eða München. Þar er Sævar með sitt eigið stúdíó og þau hjón sækja listasöfn af kappi og skoða meistara á borð við Picasso. Sævar segist njóta þess í ystu æsar að mála á striga og meðfylgjandi er ein mynda hans. „Ég seldi fyrirtækið áður en kreppan skall á en var samt enn fullur af fjöri. Ég rak auðvitað gallerí í tuttugu ár og núna fæ ég útrás fyrir sköpunargleðina fyrir framan strigann,“ segir Sævar Karl Ólason, fyrrum kaupmaður. Hann er orðinn myndlistarmaður, málar nú form og expressjónalísk málverk og hefur enduruppgötvað sjálfan sig. „Ég fæ útrás á striganum og þetta tengist náttúrulega líka faginu. Atvinna mín var auðvitað að pæla í hlutföllum, raða saman og finna réttu samsetningarnar á litum.“ Nafn Sævars hefur yfirleitt verið tengt glæsilegum jakkafötum frá flottustu tískuhúsum heims en árið 2007 dró hann sig út úr þeim bransa og það var eins og jörðin hefði gleypt hann. Sævar og eiginkona hans, Erla Þórarinsdóttir, una sér hins vegar vel, dvelja ýmist á heimili sínu í Reykjavík eða hjá Bæjurum í München. Og þar drekkur Sævar í sig listina og þau hjónin eru dugleg að sækja söfn. „Hér er hægt að sjá allt það besta í myndlist, Picasso og alla þessa miklu meistara,“ segir Sævar sem kann ákaflega vel við sig í München, telur þetta vera fallegustu borg Þýskalands. Sævar hefur jafnframt sótt tíma hjá færum málurum í Þýskalandi og er með sitt eigið stúdíó. Ekki skemmir náttúrufegurðin í Bæjararalandi heldur fyrir og Sævar segist gera mikið af því að fara út í náttúruna og mála. En málaralistin og ástríðan fyrir að mála er ekkert ný af nálinni. Því Sævar sótti námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og var síðan gestanemandi í Listaháskóla Íslands í tvö ár í kringum aldamótin. „Ég sótti nokkrum sinnum um en komst ekki inn. Síðan var mér bara boðin innganga, þeir gera þetta oft. Ætli það hafi ekki verið fyrir viðleitni.“ Sævar segist hins vegar hafa neyðst til að leggja penslana á hilluna því listamannadraumurinn var farinn að bitna á fyrirtækinu. Það er ekki hægt að segja neitt annað en að Sævar og Erla njóti lífsins og Sævar fer að hlæja þegar hann er spurður hvort þau séu farin að lifa hálfgerðu bóhemlífi. „Jú, ætli það ekki bara.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég seldi fyrirtækið áður en kreppan skall á en var samt enn fullur af fjöri. Ég rak auðvitað gallerí í tuttugu ár og núna fæ ég útrás fyrir sköpunargleðina fyrir framan strigann,“ segir Sævar Karl Ólason, fyrrum kaupmaður. Hann er orðinn myndlistarmaður, málar nú form og expressjónalísk málverk og hefur enduruppgötvað sjálfan sig. „Ég fæ útrás á striganum og þetta tengist náttúrulega líka faginu. Atvinna mín var auðvitað að pæla í hlutföllum, raða saman og finna réttu samsetningarnar á litum.“ Nafn Sævars hefur yfirleitt verið tengt glæsilegum jakkafötum frá flottustu tískuhúsum heims en árið 2007 dró hann sig út úr þeim bransa og það var eins og jörðin hefði gleypt hann. Sævar og eiginkona hans, Erla Þórarinsdóttir, una sér hins vegar vel, dvelja ýmist á heimili sínu í Reykjavík eða hjá Bæjurum í München. Og þar drekkur Sævar í sig listina og þau hjónin eru dugleg að sækja söfn. „Hér er hægt að sjá allt það besta í myndlist, Picasso og alla þessa miklu meistara,“ segir Sævar sem kann ákaflega vel við sig í München, telur þetta vera fallegustu borg Þýskalands. Sævar hefur jafnframt sótt tíma hjá færum málurum í Þýskalandi og er með sitt eigið stúdíó. Ekki skemmir náttúrufegurðin í Bæjararalandi heldur fyrir og Sævar segist gera mikið af því að fara út í náttúruna og mála. En málaralistin og ástríðan fyrir að mála er ekkert ný af nálinni. Því Sævar sótti námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og var síðan gestanemandi í Listaháskóla Íslands í tvö ár í kringum aldamótin. „Ég sótti nokkrum sinnum um en komst ekki inn. Síðan var mér bara boðin innganga, þeir gera þetta oft. Ætli það hafi ekki verið fyrir viðleitni.“ Sævar segist hins vegar hafa neyðst til að leggja penslana á hilluna því listamannadraumurinn var farinn að bitna á fyrirtækinu. Það er ekki hægt að segja neitt annað en að Sævar og Erla njóti lífsins og Sævar fer að hlæja þegar hann er spurður hvort þau séu farin að lifa hálfgerðu bóhemlífi. „Jú, ætli það ekki bara.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið