Gert að laga hreiminn 25. febrúar 2011 07:15 Cheryl Cole er í hálfgerðri My Fair Lady meðferð hjá bandarískum talmálssérfræðingum en bandarískir framleiðendur X-Factor hafa gert henni að losa sig við geordie-hreiminn sinn. Breska söngkonan Cheryl Cole hyggst hasla sér völl í bandarísku sjónvarpi sem dómari í raunveruleikaþáttaröðinni X-Factor. Hún á þó erfitt verkefni fyrir höndum. Cheryl Cole er ein vinsælasta söngkona Bretlands og hefur um árabil verið dómari í bresku X-Factor-þáttunum ásamt Simon Cowell. Og hlotið mikið lof fyrir enda alþýðleg með eindæmum með þykkan hreim. Bandarískir sjónvarpsframleiðendur eru hins vegar ekki par hrifnir af því hvernig Cole talar og hafa skipað henni að losa sig við geordie-hreiminn sinn. Samkvæmt Daily Mail hafa Kanarnir áhyggjur af því að bandarískir sjónvarpsáhorfendur eigi hvorki eftir að skilja upp né niður í Cheryl Cole þegar hún byrji að tala. Og að slíkt væri hreinlega móðgun við bandaríska sjónvarpsáhorfendur. Söngkonunni, sem er ættuð frá Newcastle, hefur verið gert að hreinsa rækilega til í orðaforða sínum og forðast slanguryrði. Og meðal orða sem eru á bannlista Cole má nefna „babe" en Cole notar það til að lýsa fallegum konum. Þá má hún ekki segja „bum" fyrir rass heldur nota frekar orðið „butt" og forðast orðið „cookies" fyrir kex og segja heldur „biscuits". Samkvæmt Daily Mail hefur Cole leitað til sama tungumálasérfræðings og Sharon Osbourne notaðist við þegar hún vildi hljóma ögn fágaðri í bandarísku sjónvarpi. Cole og hrokagikkurinn Simon Cowell munu sitja í dómnefndinni en ekki hefur verið gengið frá því hver fær þriðja sætið. Upphaflega var talið að George Michael myndi hreppa það en Cowell vísaði því á bug. Samkvæmt breskum og bandarískum fjölmiðlum er Nicole Scherzinger, söngkona Pussycat Dolls og unnusta Lewis Hamilton, líklegust til að hreppa hnossið en hún stóð sig vel sem gestadómari nýverið að mati Cowell. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Breska söngkonan Cheryl Cole hyggst hasla sér völl í bandarísku sjónvarpi sem dómari í raunveruleikaþáttaröðinni X-Factor. Hún á þó erfitt verkefni fyrir höndum. Cheryl Cole er ein vinsælasta söngkona Bretlands og hefur um árabil verið dómari í bresku X-Factor-þáttunum ásamt Simon Cowell. Og hlotið mikið lof fyrir enda alþýðleg með eindæmum með þykkan hreim. Bandarískir sjónvarpsframleiðendur eru hins vegar ekki par hrifnir af því hvernig Cole talar og hafa skipað henni að losa sig við geordie-hreiminn sinn. Samkvæmt Daily Mail hafa Kanarnir áhyggjur af því að bandarískir sjónvarpsáhorfendur eigi hvorki eftir að skilja upp né niður í Cheryl Cole þegar hún byrji að tala. Og að slíkt væri hreinlega móðgun við bandaríska sjónvarpsáhorfendur. Söngkonunni, sem er ættuð frá Newcastle, hefur verið gert að hreinsa rækilega til í orðaforða sínum og forðast slanguryrði. Og meðal orða sem eru á bannlista Cole má nefna „babe" en Cole notar það til að lýsa fallegum konum. Þá má hún ekki segja „bum" fyrir rass heldur nota frekar orðið „butt" og forðast orðið „cookies" fyrir kex og segja heldur „biscuits". Samkvæmt Daily Mail hefur Cole leitað til sama tungumálasérfræðings og Sharon Osbourne notaðist við þegar hún vildi hljóma ögn fágaðri í bandarísku sjónvarpi. Cole og hrokagikkurinn Simon Cowell munu sitja í dómnefndinni en ekki hefur verið gengið frá því hver fær þriðja sætið. Upphaflega var talið að George Michael myndi hreppa það en Cowell vísaði því á bug. Samkvæmt breskum og bandarískum fjölmiðlum er Nicole Scherzinger, söngkona Pussycat Dolls og unnusta Lewis Hamilton, líklegust til að hreppa hnossið en hún stóð sig vel sem gestadómari nýverið að mati Cowell. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið