Prinsinn á Bessastöðum Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2011 08:00 Einu sinni var prins í litlu landi, langt úti í sjó. Hann átti heima í húsi með rauðu þaki, á Bessastöðum. Stundum varð prinsinn óskaplega þreyttur því hann fékk svo margar undirskriftir sendar að hann komst ekki yfir að lesa þær allar. En honum fannst samt gaman að vera prins og dreymdi um að hætta því aldrei. Þetta var lífið! Oft hafði enginn áhuga á prinsinum í marga mánuði en síðan beindust allar sjónvarpsvélar landsins óforvandis að honum og lærðir menn spáðu ábúðarfullir í hvert orð sem hann sagði og hvernig hann sagði það og af hverju. Sumum þótti reyndar hafa fallið töluvert á prinsinn eftir ævintýralega svaðilför hans nokkrum árum fyrr. „Af hverju fékk hann að vaða svona uppi – dansandi úti um allar koppagrundir?" spurðu þeir og fnæstu. Aðrir svöruðu að alrangt væri að segja að prinsinn hefði tekið þátt í nokkru balli og ralli. Innst inni gat prinsinum kannski ekki annað en fundist athyglisvert hve fáir höfðu í raun haldið á lofti því sem fram kom í bókinni Sögu af prinsi. Þar var ævintýrið allt rakið – í samráði við hann sjálfan. Þar stóð sem dæmi að telja mætti bankamann sem hét Einráður S. Einarsson „meðal helstu samstarfsmanna" prinsins á síðari árum (bls 465). Haft var eftir framkvæmdastjóra í orkugeiranum að prinsinn segði einfaldlega: „Hvað get ég gert fyrir ykkur? Viltu að ég tali við einhvern eða geri eitthvað?" (bls 452). Í bókinni sagði enn fremur frá því þegar prinsinn bauð bankastjórnendum gamalgróins, bresks banka til sín í hádegisverð. Boðið var haldið að ósk íslenska bankarisans Skuldaþings. Erlendu stjórarnir voru á landinu að kanna trúverðugleika Skuldaþings – og á Bessastöðum sannfærði prinsinn þá um „ágæti [Skulda]þingsmanna" (bls 468). En þessu hafði ekki verið flíkað sérstaklega og fyrir það var prinsinn vafalaust bæði feginn og glaður. Þegar allt kom til alls var ríki prinsins líka undarlegt ríki – þegnar hans stundum eins og tvíhöfða þurs. Þjóð hans vildi til dæmis vera stórþjóð sem tekið væri mark á um leið og hún sagðist vera smáþjóð sem þyrfti sérmeðferð. Hvernig átti prinsinn að geta gert svona margklofnum þurs til geðs? Það góða var að þursinn hafði glettilega lítið skammtímaminni og fallinn prins gat því risið upp að nýju án teljandi vandræða. Suma daga hlaut prinsinn samt að hrista höfuðið yfir þessu öllu saman. Og halda síðan ballinu áfram á Bessastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Einu sinni var prins í litlu landi, langt úti í sjó. Hann átti heima í húsi með rauðu þaki, á Bessastöðum. Stundum varð prinsinn óskaplega þreyttur því hann fékk svo margar undirskriftir sendar að hann komst ekki yfir að lesa þær allar. En honum fannst samt gaman að vera prins og dreymdi um að hætta því aldrei. Þetta var lífið! Oft hafði enginn áhuga á prinsinum í marga mánuði en síðan beindust allar sjónvarpsvélar landsins óforvandis að honum og lærðir menn spáðu ábúðarfullir í hvert orð sem hann sagði og hvernig hann sagði það og af hverju. Sumum þótti reyndar hafa fallið töluvert á prinsinn eftir ævintýralega svaðilför hans nokkrum árum fyrr. „Af hverju fékk hann að vaða svona uppi – dansandi úti um allar koppagrundir?" spurðu þeir og fnæstu. Aðrir svöruðu að alrangt væri að segja að prinsinn hefði tekið þátt í nokkru balli og ralli. Innst inni gat prinsinum kannski ekki annað en fundist athyglisvert hve fáir höfðu í raun haldið á lofti því sem fram kom í bókinni Sögu af prinsi. Þar var ævintýrið allt rakið – í samráði við hann sjálfan. Þar stóð sem dæmi að telja mætti bankamann sem hét Einráður S. Einarsson „meðal helstu samstarfsmanna" prinsins á síðari árum (bls 465). Haft var eftir framkvæmdastjóra í orkugeiranum að prinsinn segði einfaldlega: „Hvað get ég gert fyrir ykkur? Viltu að ég tali við einhvern eða geri eitthvað?" (bls 452). Í bókinni sagði enn fremur frá því þegar prinsinn bauð bankastjórnendum gamalgróins, bresks banka til sín í hádegisverð. Boðið var haldið að ósk íslenska bankarisans Skuldaþings. Erlendu stjórarnir voru á landinu að kanna trúverðugleika Skuldaþings – og á Bessastöðum sannfærði prinsinn þá um „ágæti [Skulda]þingsmanna" (bls 468). En þessu hafði ekki verið flíkað sérstaklega og fyrir það var prinsinn vafalaust bæði feginn og glaður. Þegar allt kom til alls var ríki prinsins líka undarlegt ríki – þegnar hans stundum eins og tvíhöfða þurs. Þjóð hans vildi til dæmis vera stórþjóð sem tekið væri mark á um leið og hún sagðist vera smáþjóð sem þyrfti sérmeðferð. Hvernig átti prinsinn að geta gert svona margklofnum þurs til geðs? Það góða var að þursinn hafði glettilega lítið skammtímaminni og fallinn prins gat því risið upp að nýju án teljandi vandræða. Suma daga hlaut prinsinn samt að hrista höfuðið yfir þessu öllu saman. Og halda síðan ballinu áfram á Bessastöðum.