Óskar fellur fyrir kóngi 24. febrúar 2011 18:00 Lítil spenna Að mati Thariqs Khan, kvikmyndaspekúlants Fox-fréttastofunnar, ríkir lítil spenna í helstu flokkum Óskarsins. Colin Firth og Natalie Portman fara heim með styttuna góðu, og það sama gerir Christian Bale. The King‘s Speech verður valin kvikmynd ársins og Khan hallast að því að Melissa Leo hljóti gullhúðaða karlinn sem besta leikkona í aukahlutverki. IMG_7391.CR2 Black Swan Á sunnudagskvöldið er komið að því að kvenkynsstjörnur Hollywood eyði milljónum í útlit sitt og karlarnir troði jafnvel bótoxi í ennið sitt. Það er nefnilega Óskarskvöld, mesta glamúrveisla ársins þar sem tár, gremja og gleði ráða ríkjum. Þau Anne Hathaway og James Franco eru kynnar kvöldsins og gestir Kodak-hallarinnar eiga því von á fremur ljúfum móttökum, ólíkt síðustu Golden Globe-athöfn þar sem Ricky Gervais skaut á allt kvikt. Óskarinn er stærstu verðlaun kvikmyndabransans og sú viðurkenning sem flestir kvikmyndagerðarmenn þrá (nema kannski leikkonur því yfirleitt skilja þær við eiginmenn sína eftir að hafa komist á snoðir um framhjáhald þeirra eftir að hafa fengið styttuna í hendurnar). Úrslitin á Óskarnum þykja nokkuð gefin þetta árið. Thariq Khan, kvikmyndaspekúlant Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, hefur verið ótrúlega sannspár undanfarin fjögur ár og hann lýsir því yfir á vefsíðu sinni að The King‘s Speech hljóti Óskarinn í ár sem besta kvikmyndin. „Það eru áttatíu prósenta líkur á því, ég hef aldrei séð The Social Network sem Óskarsmynd þótt hún hafi vissulega verið frábær,“ skrifar Khan og bætir því við að margir í bandarísku Akademíunni sjái The King‘s Speech sem afturhvarf til stórmynda á borð við Arabíu-Lawrence og Umhverfis jörðina á 80 dögum. Khan brýtur ekkert blað í spádómum sínum um aðalleikarana því himinn og jörð munu farast ef Natalie Portman fær ekki Óskarinn fyrir Black Swan og Colin Firth verður sniðgenginn fyrir túlkun sína á hinum stamandi kóngi. Þau tvö hafa sópað til sín öllum helstu leikaraverðlaununum og akademían verður sér til skammar ef hún horfir framhjá þeim. Christian Bale þykir nokkuð öruggur, að mati Khan, um Óskarinn fyrir frammistöðu sína sem ólánsamur bróðir Mark Wahlberg í The Fighter en mesta spennan virðist vera í kringum aukaleikkonurnar. Khan er nokkuð djarfur í þeirri spá sinni og trúir því að Melissa Leo fari heim með styttuna góðu fyrir leik sinn í The Fighter. „Það eru meiri en helmingslíkur á því. Þetta er samt eini leikaraflokkurinn sem er eitthvað spennandi,“ skrifar Khan. Óskarinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og hefst útsending klukkan hálf tvö. Ívar Guðmundsson og Skarphéðinn Guðmundsson lýsa því sem fyrir augu ber en útsendingin stendur í þrjá og hálfan tíma. Tæplega klukkutíma fyrr er reyndar útsending frá rauða dreglinum sem áhugafólk um tísku og dýra kjóla ætti ekki að láta framhjá sér fara. freyrgigja@frettabladid.isThe Fighter kvikmynd 2010 Christian Bale Mark Wahlberg Golden Globes Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
IMG_7391.CR2 Black Swan Á sunnudagskvöldið er komið að því að kvenkynsstjörnur Hollywood eyði milljónum í útlit sitt og karlarnir troði jafnvel bótoxi í ennið sitt. Það er nefnilega Óskarskvöld, mesta glamúrveisla ársins þar sem tár, gremja og gleði ráða ríkjum. Þau Anne Hathaway og James Franco eru kynnar kvöldsins og gestir Kodak-hallarinnar eiga því von á fremur ljúfum móttökum, ólíkt síðustu Golden Globe-athöfn þar sem Ricky Gervais skaut á allt kvikt. Óskarinn er stærstu verðlaun kvikmyndabransans og sú viðurkenning sem flestir kvikmyndagerðarmenn þrá (nema kannski leikkonur því yfirleitt skilja þær við eiginmenn sína eftir að hafa komist á snoðir um framhjáhald þeirra eftir að hafa fengið styttuna í hendurnar). Úrslitin á Óskarnum þykja nokkuð gefin þetta árið. Thariq Khan, kvikmyndaspekúlant Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, hefur verið ótrúlega sannspár undanfarin fjögur ár og hann lýsir því yfir á vefsíðu sinni að The King‘s Speech hljóti Óskarinn í ár sem besta kvikmyndin. „Það eru áttatíu prósenta líkur á því, ég hef aldrei séð The Social Network sem Óskarsmynd þótt hún hafi vissulega verið frábær,“ skrifar Khan og bætir því við að margir í bandarísku Akademíunni sjái The King‘s Speech sem afturhvarf til stórmynda á borð við Arabíu-Lawrence og Umhverfis jörðina á 80 dögum. Khan brýtur ekkert blað í spádómum sínum um aðalleikarana því himinn og jörð munu farast ef Natalie Portman fær ekki Óskarinn fyrir Black Swan og Colin Firth verður sniðgenginn fyrir túlkun sína á hinum stamandi kóngi. Þau tvö hafa sópað til sín öllum helstu leikaraverðlaununum og akademían verður sér til skammar ef hún horfir framhjá þeim. Christian Bale þykir nokkuð öruggur, að mati Khan, um Óskarinn fyrir frammistöðu sína sem ólánsamur bróðir Mark Wahlberg í The Fighter en mesta spennan virðist vera í kringum aukaleikkonurnar. Khan er nokkuð djarfur í þeirri spá sinni og trúir því að Melissa Leo fari heim með styttuna góðu fyrir leik sinn í The Fighter. „Það eru meiri en helmingslíkur á því. Þetta er samt eini leikaraflokkurinn sem er eitthvað spennandi,“ skrifar Khan. Óskarinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og hefst útsending klukkan hálf tvö. Ívar Guðmundsson og Skarphéðinn Guðmundsson lýsa því sem fyrir augu ber en útsendingin stendur í þrjá og hálfan tíma. Tæplega klukkutíma fyrr er reyndar útsending frá rauða dreglinum sem áhugafólk um tísku og dýra kjóla ætti ekki að láta framhjá sér fara. freyrgigja@frettabladid.isThe Fighter kvikmynd 2010 Christian Bale Mark Wahlberg
Golden Globes Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira