Dusta rykið af týndu plötunni með Fídel 25. febrúar 2011 21:00 Hljómsveitin Fídel árið 2002. Piltarnir hafa nú dustað rykið af týndri plötu. Hljómsveitin Fídel þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og sendi frá sér magnaða plötu, áður en hún hætti skyndilega. Nú hafa meðlimir hljómsveitarinnar dustað rykið af týndum upptökum. „Það er bara leiðinlegt að enginn hefur heyrt þetta nema við og vinir okkar," segir útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Andri Freyr og félagar hans í hinni sálugu hljómsveit Fídel hafa dustað rykið af plötu sem þeir tóku upp skömmu áður en þeir hættu árið 2002. Plötusnúðurinn og hárgreiðslumaðurinn Jón Atli, fyrrverandi útvarpsmaðurinn Búi Bendtsen og trommarinn Janus Bragi Jakobsson voru í Fídel ásamt Andra. Hljómsveitin þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og fyrsta plata hennar, New Entrance, skoraði hátt á listum yfir bestu plötur ársins 2002. Þá naut lagið Who Gives a Rat? talsverðra vinsælda á öldum ljósvakans. „Þetta eru lög sem okkur langaði að eiga áður en við færum til fjandans," segir Andri Freyr um upptökurnar sem hafa ekki ennþá litið dagsins ljós. „Þetta eru átta lög og ég held að þau séu það sem við erum stoltastir af að hafa gert." Spurður hvort platan komi út á næstunni segir Andri að þeir ætli ekki að drepa sig á því að reyna að koma henni til almennings. „En við gáfum Kimi Records útgáfuréttinn á plötunni í afmælisgjöf," segir hann. „Þannig að boltinn er hjá þeim. Þeir rétt ráða hvort þeir gefa hana út." Þegar Fídel hafði tekið plötuna upp á sínum tíma var upptökunum komið í hendur sama aðila og hljómjafnaði fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Hann býr erlendis og er búinn að vera með plötuna síðan, en var nú, rúmum átta árum síðar, að leggja lokahönd á hljómjöfnunina. „Hann var að klára þetta, þetta er hin íslenska Chinese Democracy," segir Andri og vísar í fræga plötu hljómsveitarinnar Guns n' Roses. Andri er gríðarlega ánægður með afraksturinn og segir mikla angist og tilfinningu einkenna lögin. „Við erum að láta allt flakka," segir hann. „Við Jón Atli erum búnir að gæla við nöfn á plötuna. Okkur finnst Fídel – A Lame Name for a Great Band hljóma vel." En eru endurkomutónleikar á döfinni? „Nei, það hugsa ég ekki. Ég hugsa að það sé öllum sama. Kannski étum við eitthvað saman. Nonni er fluttur út, ég kann ekki á gítar, Búi er bara í bissness. En ég veit það ekki. Það má skoða allt fyrir réttu upphæðina." Hægt er að nálgast New entrance hér á Tónlist.is. Tónlist Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Hljómsveitin Fídel þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og sendi frá sér magnaða plötu, áður en hún hætti skyndilega. Nú hafa meðlimir hljómsveitarinnar dustað rykið af týndum upptökum. „Það er bara leiðinlegt að enginn hefur heyrt þetta nema við og vinir okkar," segir útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Andri Freyr og félagar hans í hinni sálugu hljómsveit Fídel hafa dustað rykið af plötu sem þeir tóku upp skömmu áður en þeir hættu árið 2002. Plötusnúðurinn og hárgreiðslumaðurinn Jón Atli, fyrrverandi útvarpsmaðurinn Búi Bendtsen og trommarinn Janus Bragi Jakobsson voru í Fídel ásamt Andra. Hljómsveitin þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og fyrsta plata hennar, New Entrance, skoraði hátt á listum yfir bestu plötur ársins 2002. Þá naut lagið Who Gives a Rat? talsverðra vinsælda á öldum ljósvakans. „Þetta eru lög sem okkur langaði að eiga áður en við færum til fjandans," segir Andri Freyr um upptökurnar sem hafa ekki ennþá litið dagsins ljós. „Þetta eru átta lög og ég held að þau séu það sem við erum stoltastir af að hafa gert." Spurður hvort platan komi út á næstunni segir Andri að þeir ætli ekki að drepa sig á því að reyna að koma henni til almennings. „En við gáfum Kimi Records útgáfuréttinn á plötunni í afmælisgjöf," segir hann. „Þannig að boltinn er hjá þeim. Þeir rétt ráða hvort þeir gefa hana út." Þegar Fídel hafði tekið plötuna upp á sínum tíma var upptökunum komið í hendur sama aðila og hljómjafnaði fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Hann býr erlendis og er búinn að vera með plötuna síðan, en var nú, rúmum átta árum síðar, að leggja lokahönd á hljómjöfnunina. „Hann var að klára þetta, þetta er hin íslenska Chinese Democracy," segir Andri og vísar í fræga plötu hljómsveitarinnar Guns n' Roses. Andri er gríðarlega ánægður með afraksturinn og segir mikla angist og tilfinningu einkenna lögin. „Við erum að láta allt flakka," segir hann. „Við Jón Atli erum búnir að gæla við nöfn á plötuna. Okkur finnst Fídel – A Lame Name for a Great Band hljóma vel." En eru endurkomutónleikar á döfinni? „Nei, það hugsa ég ekki. Ég hugsa að það sé öllum sama. Kannski étum við eitthvað saman. Nonni er fluttur út, ég kann ekki á gítar, Búi er bara í bissness. En ég veit það ekki. Það má skoða allt fyrir réttu upphæðina." Hægt er að nálgast New entrance hér á Tónlist.is.
Tónlist Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira