Nýtt ólátapar í fæðingu 23. febrúar 2011 11:00 Nokkuð lík Búast má við því að fjölmiðlar beggja vegna Atlantshafsins fái sitthvað fyrir sinn snúð ef Rihanna og Colin Farrell verða par því þau kunna þá list að komast á forsíðurnar fyrir annað en hæfileika sína. Líkur sækir líkan heim, segir máltækið, og það virðist eiga við söngkonuna Rihönnu og írska leikarann Colin Farrell, sem samkvæmt The Sun eru farin að stinga saman nefjum. Rihanna og Colin Farrell hafa oft á tíðum komist á síður slúðurblaðanna fyrir óhefðbundið viðhorf til lífsins og sambandsins við hitt kynið. Farrell hefur átt í tygjum við margar af fegurstu konum heims og ákvað fyrir skemmstu að slíta sambandi sínu og leikkonunnar Alicju Bachleda-Curus þar sem hann væri ekki reiðubúinn að binda sig. Rihanna hefur hins vegar verið á tilraunakenndari nótum; breska pressan hefur til að mynda velt því fyrir sér hvort hún væri ekki meira upp á kvenhöndina eftir síðustu myndbönd þokkagyðjunnar frá Barbados, en hún var síðast í sambandi með hafnaboltaleikmanninum Matt Kemp. Þar áður var hún auðvitað með Chris Brown en samband þeirra rataði í heimspressuna eftir að hann lagði hendur á hana. Rihanna og Colin hittust fyrst í spjallþætti Grahams Norton skömmu fyrir jól og sjónarvottar tóku strax eftir því að þeim virtist líka vel við hvort annað. „Þau skiptust á símanúmerum og Rihanna hefur síðan verið dugleg að senda Colin erótísk smáskilaboð. Og hann hefur verið mjög hrifinn af þeim,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Þessi samdráttur þeirra tveggja virtist hafa verið óumflýjanlegur í þættinum því Colin byrjaði strax að hrósa kjól söngkonunnar og ekki minnkaði hrifninginn hjá Íranum þegar Rihanna fór að ræða alls konar vaxmeðferðir sem hún nýtti sér. Samkvæmt heimildum The Sun ætla þau tvö að hittast í Los Angeles við fyrsta tækifæri en eins og gefur að skilja er dagskrá þeirra beggja nokkuð þéttskipuð.- fgg Lífið Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Líkur sækir líkan heim, segir máltækið, og það virðist eiga við söngkonuna Rihönnu og írska leikarann Colin Farrell, sem samkvæmt The Sun eru farin að stinga saman nefjum. Rihanna og Colin Farrell hafa oft á tíðum komist á síður slúðurblaðanna fyrir óhefðbundið viðhorf til lífsins og sambandsins við hitt kynið. Farrell hefur átt í tygjum við margar af fegurstu konum heims og ákvað fyrir skemmstu að slíta sambandi sínu og leikkonunnar Alicju Bachleda-Curus þar sem hann væri ekki reiðubúinn að binda sig. Rihanna hefur hins vegar verið á tilraunakenndari nótum; breska pressan hefur til að mynda velt því fyrir sér hvort hún væri ekki meira upp á kvenhöndina eftir síðustu myndbönd þokkagyðjunnar frá Barbados, en hún var síðast í sambandi með hafnaboltaleikmanninum Matt Kemp. Þar áður var hún auðvitað með Chris Brown en samband þeirra rataði í heimspressuna eftir að hann lagði hendur á hana. Rihanna og Colin hittust fyrst í spjallþætti Grahams Norton skömmu fyrir jól og sjónarvottar tóku strax eftir því að þeim virtist líka vel við hvort annað. „Þau skiptust á símanúmerum og Rihanna hefur síðan verið dugleg að senda Colin erótísk smáskilaboð. Og hann hefur verið mjög hrifinn af þeim,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Þessi samdráttur þeirra tveggja virtist hafa verið óumflýjanlegur í þættinum því Colin byrjaði strax að hrósa kjól söngkonunnar og ekki minnkaði hrifninginn hjá Íranum þegar Rihanna fór að ræða alls konar vaxmeðferðir sem hún nýtti sér. Samkvæmt heimildum The Sun ætla þau tvö að hittast í Los Angeles við fyrsta tækifæri en eins og gefur að skilja er dagskrá þeirra beggja nokkuð þéttskipuð.- fgg
Lífið Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira