Ballið á Bessastöðum: Snotur lítil leikhúsplata Trausti Júlíusson skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Ballið á Bessastöðum. Tónlist Ballið á Bessastöðum Tónlist úr leikriti Snotur lítil leikhúsplata Á þessari plötu eru níu lög eftir Braga Valdimar Skúlason við texta eftir Gerði Kristnýju og Braga. Þau eru hluti af leiksýningunni Ballið á Bessastöðum sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Bragi Valdimar er rómaður textahöfundur en hann er alltaf að sýna það betur og betur að hann er líka liðtækur lagasmiður. Hann sló í gegn með eftirminnilegum hætti á plötunni Diskóeyjunni í fyrra og þó að það vanti töluvert upp á að Ballið nái sömu hæðum og Eyjan er þetta samt ágæt leikhúspoppplata og lagasmíðarnar alls ekki slæmar. Platan er unnin í poppverksmiðju Kidda og Memfismafíunnar, sem tryggir flottan hljóm og fyrsta flokks hljóðfæraleik. Útsetningarnar eru nokkuð fjölbreyttar. Poppið fær á sig reggíblæ í titillaginu og annars staðar má heyra diskó, kántrí og fleiri tilbrigði. Eins og eðlilegt er við leikhústónlist af þessu tagi eru raddirnar hátt mixaðar þannig að textarnir komist vel til skila. Leikarar sýningarinnar sjá um sönginn að mestu og skila honum ágætlega, en Sigurður Guðmundsson syngur Fagrar litlar diskókýr og Valdimar (úr samnefndri sveit) og Sigríður Thorlacius syngja Söng bráðkvadda bakarans. Lögin níu fylgja svo án söngs, sem er vel til fundið því þau virka ekki síður vel þannig. Á heildina litið snotrasta poppplata. Niðurstaða: Fín leikhúspoppplata úr verksmiðju Memfismafíunnar. Lífið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist Ballið á Bessastöðum Tónlist úr leikriti Snotur lítil leikhúsplata Á þessari plötu eru níu lög eftir Braga Valdimar Skúlason við texta eftir Gerði Kristnýju og Braga. Þau eru hluti af leiksýningunni Ballið á Bessastöðum sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Bragi Valdimar er rómaður textahöfundur en hann er alltaf að sýna það betur og betur að hann er líka liðtækur lagasmiður. Hann sló í gegn með eftirminnilegum hætti á plötunni Diskóeyjunni í fyrra og þó að það vanti töluvert upp á að Ballið nái sömu hæðum og Eyjan er þetta samt ágæt leikhúspoppplata og lagasmíðarnar alls ekki slæmar. Platan er unnin í poppverksmiðju Kidda og Memfismafíunnar, sem tryggir flottan hljóm og fyrsta flokks hljóðfæraleik. Útsetningarnar eru nokkuð fjölbreyttar. Poppið fær á sig reggíblæ í titillaginu og annars staðar má heyra diskó, kántrí og fleiri tilbrigði. Eins og eðlilegt er við leikhústónlist af þessu tagi eru raddirnar hátt mixaðar þannig að textarnir komist vel til skila. Leikarar sýningarinnar sjá um sönginn að mestu og skila honum ágætlega, en Sigurður Guðmundsson syngur Fagrar litlar diskókýr og Valdimar (úr samnefndri sveit) og Sigríður Thorlacius syngja Söng bráðkvadda bakarans. Lögin níu fylgja svo án söngs, sem er vel til fundið því þau virka ekki síður vel þannig. Á heildina litið snotrasta poppplata. Niðurstaða: Fín leikhúspoppplata úr verksmiðju Memfismafíunnar.
Lífið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning