Björgvin Halldórsson og félagar sungu svo sannarlega inn jólin með glæsilegum jólatónleikum í Laugardalshöllinni um helgina.
Eins og Björgvins er von og vísa var umgjörðin stórglæsileg.

Fram komu Borgardætur, Diddú, Egill Ólafsson, Helgi Björnsson, Krummi, Laddi, Páll Óskar, Raggi Bjarna, Savanna tríóið, Sigríður & Högni úr Hjaltalín og Þú og ég.
Ljósmyndarinn Hallgrímur Guðmundsson fangaði skemmtileg augnablik á tónleikunum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.