Lífið

Óvænt plata frá Radiohead

Ólíkindatólin í hljómsveitinni Radiohead tilkynntu í gær að ný plata, The King of Limbs, væri væntanleg á laugardaginn. Hljómsveitin gefur plötuna út sjálf og verður hún aðgengileg á vefsíðunni Thekingoflimbs.com. Hægt verður að hala plötunni niður gegn gjaldi á laugardaginn, en hún kemur svo út á geisladiski og vínyl 9. maí.

Radiohead segir að platan sé svokölluð dagblaðsplata, vegna pakkninganna sem verða eflaust afar veglegar. Tæp fjögur ár eru liðin frá síðustu útgáfu Radiohead, en platan In Rainbows kom út árið 2007.

Hljómsveitin gaf einnig þá plötu út sjálf og gátu aðdáendur hljómsveitarinnar ráðið hvað þeir borguðu mikið fyrir niðurhalið.

Nafn plötunnar er dregið af eikartré í Savernake-skóginum í Wiltshire í Englandi. Tréð er um 1.000 ára gamalt og stendur rétt hjá hljóðverinu þar sem In Rainbows var tekin upp.

Hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið House of Cards af síðustu plötu sveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.