The Economist: Þýska undrið 17. febrúar 2011 20:00 Fyrirsögnin á leiðarasíðu tímaritsins The Economist er raunar „Angela í Undralandi" og er þar vísað til Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Þar segir að vestræn ríki hafi réttilega dáðst að kínverska efnahagsundrinu. Hinsvegar hafi þau gefið minni gaum að hinu nýja þýska Wirtchaftswunder. Þýskaland lenti í djúpa endanum á kreppunni þar sem pantanir á framleiðsluvörum gufuðu upp. En hagkerfi landsins hefur komið sterkt til baka með hagvöxt upp á 3,6% á síðasta ári. Og þetta er ekki eitthvað eins árs undur segir The Economist. Mælt á nokkra mælikvarða, þar á meðal að atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið minna síðan árið 1992, er Þýskland stjarnan í G7 hópnum hvað efnahagslega frammistöðu varðar á síðustu tíu árum. Og hvað er leyndarmál Þýskalands? spyr The Economist. Það hjálpar að Þjóðverjar upplifðu ekki eigna- eða lánabólu og að stjórn landsins hefur haldið opinberum útgjöldum í skefjum á aðdáunarverðan hátt, segir í leiðaranum. Umfram allt er árangur Þýskalands knúinn áfram af útflutningi. Landið hefur haldið hlut sínum í útflutningsgeira heimsins þrátt fyrir uppgang Kína. Heppni spilar hér inn í dæmið. Þýskaland hefur aðgang að ódýru vinnuafli við túnfót sinn í miðri Evrópu. Einnig fer saman að Þýskaland framleiðir þær vörur sem Kína þarf einna helst á að halda. Þýsk véltækni keyrir verksmiðjur í Kína. Hæfnina vantar heldur ekki. Þjóðverjar hafa verið naskir á að finna tækifærin í atvinnugeirum sem lítill glæsileiki fylgir. Þetta á einkum við um Mittlestand fyrirtæki landsins, það er þau smáu og meðalstóru sem eru hryggjarstykkið í efnahagskerfinu. Fyrirtæki á borð við Koeing & Bauer sem framleiðir prentvélar og Leitz sem smíðar viðarframleiðslulínur. Þau eru ekki þekkt en þau eru heimsmeistarar á sínu sviði. Þá má einnig geta þess að fjöldi af Mittlestand fyrirtækjunum tók boði stjórnvalda um fjárhagsaðstoð til að halda menntuðu starfsfólki sínu í vinnu meðan að dýpsta kreppan gekk yfir. Fyrirtækin veðjuðu á að ástandið myndi batna fljótlega sem það og gerði. Þá var hið menntaða starfsfólk enn til staðar til að mæta aukinni eftirspurn. Þetta allt gerði það sennilega að verkum að Angela Merkel var brosmild á Davos ráðstefnunni sem haldinn var í upphafi mánaðarins. Hún bauð öðrum Evrópuleiðtogum að fylgja í fótspor Þýskalands. Skilaboðin voru að ef þeir gerðu það myndi allt fara vel að lokum. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrirsögnin á leiðarasíðu tímaritsins The Economist er raunar „Angela í Undralandi" og er þar vísað til Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Þar segir að vestræn ríki hafi réttilega dáðst að kínverska efnahagsundrinu. Hinsvegar hafi þau gefið minni gaum að hinu nýja þýska Wirtchaftswunder. Þýskaland lenti í djúpa endanum á kreppunni þar sem pantanir á framleiðsluvörum gufuðu upp. En hagkerfi landsins hefur komið sterkt til baka með hagvöxt upp á 3,6% á síðasta ári. Og þetta er ekki eitthvað eins árs undur segir The Economist. Mælt á nokkra mælikvarða, þar á meðal að atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið minna síðan árið 1992, er Þýskland stjarnan í G7 hópnum hvað efnahagslega frammistöðu varðar á síðustu tíu árum. Og hvað er leyndarmál Þýskalands? spyr The Economist. Það hjálpar að Þjóðverjar upplifðu ekki eigna- eða lánabólu og að stjórn landsins hefur haldið opinberum útgjöldum í skefjum á aðdáunarverðan hátt, segir í leiðaranum. Umfram allt er árangur Þýskalands knúinn áfram af útflutningi. Landið hefur haldið hlut sínum í útflutningsgeira heimsins þrátt fyrir uppgang Kína. Heppni spilar hér inn í dæmið. Þýskaland hefur aðgang að ódýru vinnuafli við túnfót sinn í miðri Evrópu. Einnig fer saman að Þýskaland framleiðir þær vörur sem Kína þarf einna helst á að halda. Þýsk véltækni keyrir verksmiðjur í Kína. Hæfnina vantar heldur ekki. Þjóðverjar hafa verið naskir á að finna tækifærin í atvinnugeirum sem lítill glæsileiki fylgir. Þetta á einkum við um Mittlestand fyrirtæki landsins, það er þau smáu og meðalstóru sem eru hryggjarstykkið í efnahagskerfinu. Fyrirtæki á borð við Koeing & Bauer sem framleiðir prentvélar og Leitz sem smíðar viðarframleiðslulínur. Þau eru ekki þekkt en þau eru heimsmeistarar á sínu sviði. Þá má einnig geta þess að fjöldi af Mittlestand fyrirtækjunum tók boði stjórnvalda um fjárhagsaðstoð til að halda menntuðu starfsfólki sínu í vinnu meðan að dýpsta kreppan gekk yfir. Fyrirtækin veðjuðu á að ástandið myndi batna fljótlega sem það og gerði. Þá var hið menntaða starfsfólk enn til staðar til að mæta aukinni eftirspurn. Þetta allt gerði það sennilega að verkum að Angela Merkel var brosmild á Davos ráðstefnunni sem haldinn var í upphafi mánaðarins. Hún bauð öðrum Evrópuleiðtogum að fylgja í fótspor Þýskalands. Skilaboðin voru að ef þeir gerðu það myndi allt fara vel að lokum.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira