Efstu liðin í Iceland Express deild karla í körfubolta mætast í kvöld þegar Grindvíkingar taka á móti Íslandsmeistaraliði Snæfells úr Stykkishólmi. Þrír leikir fara fram í kvöld, KFÍ leikur gegn Hamri á Ísafirði og í Keflavík taka heimamenn á móti Fjölni. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15.
Á morgun, föstudag, lýkur 17. umferð með þremur leikjum. Njarðvíkingar og KR-ingar eigast við í Ljónagryfjunni í Njarðvík, ÍR og Haukar mætast í Seljaskóla. Á Sauðárkróki eigast við Tindastóll og Stjarnan.
Staðan í deildinni:
1. Snæfell 13 sigrar / 3 töp 26 stig
2. Grindavík 12 sigrar/ 4 töp 24 stig
3. KR 12 sigrar / 4 töp 24 stig
4. Keflavík 11 sigrar / 5 töp 22 stig
5. Haukar 8 sigrar / 8 töp 16 stig
6. Stjarnan 8 sigrar / 8 töp 16 stig
7. Tindastóll 7 sigrar / 9 töp 14 stig
8. ÍR 6 sigrar / 10 töp 12 stig
------------------------------------------
9. Njarðvík 6 sigar / 10 töp 12 stig
10. Fjölnir 5 sigrar / 11 töp 10 stig
------------------------------------------
11. Hamar 5 sigrar /11 töp 10 stig
12. KFÍ 3 sigrar / 13 töp 6 stig
