Styrjaldir og stamandi kóngar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. febrúar 2011 06:00 Colin Firth fer á kostum í kvikmyndinni Ræða konungs. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að meðaljóninn er hræddari við að þurfa að halda ræðu fyrir framan hóp heldur en það að deyja. Ímyndið ykkur síðan að þið væruð með talgalla og þyrftuð að halda ræðu fyrir framan fullan íþróttaleikvang af fólki. Hræðileg tilhugsun ekki satt? Í upphafi kvikmyndarinnar The King's Speech þarf Albert prins, hertoginn af York (Colin Firth), að gera nákvæmlega þetta en kemur ekki upp nokkru orði. Stamandi konungssonurinn leitar á náðir talþerapistans Lionels Logue (Geoffrey Rush) en mest er það vegna þrýstings frá eiginkonunni (Helenu Bonham Carter) sem skynjar vaxandi vanlíðan prinsins. Logue er sannfærður um að hann geti læknað prinsinn af staminu en til þess verði þeir að vera á jafnréttisgrundvelli. Prinsinn ákveður að hefja meðferð en á honum dynja áhyggjur úr öllum áttum. Konungurinn faðir hans liggur fyrir dauðanum og krónprinsinn, eldri bróðir Alberts, er mögulega óhæfur til að taka við krúnunni. Á meðan er stríð í uppsiglingu í Evrópu og breskur almenningur þarf öflugan konung með sterka rödd. Rödd sem Albert skortir. Það er mikil kúnst að geta fjallað um hversdagslega hluti með áhugaverðum hætti. Stam og skortur á sjálfstrausti hljóma ekki sérlega spennandi í formi kvikmyndar, en sé það vel gert getur árangurinn verið tilkomumeiri en heimsins bestu landvinninga- og styrjaldamyndir. Í styrjöldum er dauðinn það sem allir óttast mest, en dauðinn bliknar í samanburðinum við óttann um að gera sjálfan sig að fífli, eins og fyrrnefndar rannsóknir sýna. En líkt og flestir vita er stærsta hindrunin oft maður sjálfur, og þá er gott að eiga góða að til að stappa í mann stálinu og hjálpa manni við að takast á við vandann. Jafnvel þótt maður sé prins, eða konungur. Skítugur almúgamaður getur vel hjálpað konungi en getur konungur hjálpað almúgamanninum? Eru það ekki einmitt þeir ríkustu og virtustu sem eru mest ósjálfbjarga? The King's Speech er ein besta mynd síðasta árs. Leikarahópurinn er frábær og þeir Colin Firth og Geoffrey Rush eru ótrúlegir. Kvikmyndatakan er gífurlega falleg en jafnframt nokkuð nýtískuleg miðað við mynd af þessu tagi. Aðrir tæknilegir þættir eru til fyrirmyndar. Að fá 12 Óskarstilnefningar hljómar fáránlega mikið en líklega eru þær allar verðskuldaðar. Niðurstaða: Ógleymanleg mynd sem ætti að geta höfðað til allra. Bjóddu ömmu og afa með, og unglingnum líka. Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt fram á það að meðaljóninn er hræddari við að þurfa að halda ræðu fyrir framan hóp heldur en það að deyja. Ímyndið ykkur síðan að þið væruð með talgalla og þyrftuð að halda ræðu fyrir framan fullan íþróttaleikvang af fólki. Hræðileg tilhugsun ekki satt? Í upphafi kvikmyndarinnar The King's Speech þarf Albert prins, hertoginn af York (Colin Firth), að gera nákvæmlega þetta en kemur ekki upp nokkru orði. Stamandi konungssonurinn leitar á náðir talþerapistans Lionels Logue (Geoffrey Rush) en mest er það vegna þrýstings frá eiginkonunni (Helenu Bonham Carter) sem skynjar vaxandi vanlíðan prinsins. Logue er sannfærður um að hann geti læknað prinsinn af staminu en til þess verði þeir að vera á jafnréttisgrundvelli. Prinsinn ákveður að hefja meðferð en á honum dynja áhyggjur úr öllum áttum. Konungurinn faðir hans liggur fyrir dauðanum og krónprinsinn, eldri bróðir Alberts, er mögulega óhæfur til að taka við krúnunni. Á meðan er stríð í uppsiglingu í Evrópu og breskur almenningur þarf öflugan konung með sterka rödd. Rödd sem Albert skortir. Það er mikil kúnst að geta fjallað um hversdagslega hluti með áhugaverðum hætti. Stam og skortur á sjálfstrausti hljóma ekki sérlega spennandi í formi kvikmyndar, en sé það vel gert getur árangurinn verið tilkomumeiri en heimsins bestu landvinninga- og styrjaldamyndir. Í styrjöldum er dauðinn það sem allir óttast mest, en dauðinn bliknar í samanburðinum við óttann um að gera sjálfan sig að fífli, eins og fyrrnefndar rannsóknir sýna. En líkt og flestir vita er stærsta hindrunin oft maður sjálfur, og þá er gott að eiga góða að til að stappa í mann stálinu og hjálpa manni við að takast á við vandann. Jafnvel þótt maður sé prins, eða konungur. Skítugur almúgamaður getur vel hjálpað konungi en getur konungur hjálpað almúgamanninum? Eru það ekki einmitt þeir ríkustu og virtustu sem eru mest ósjálfbjarga? The King's Speech er ein besta mynd síðasta árs. Leikarahópurinn er frábær og þeir Colin Firth og Geoffrey Rush eru ótrúlegir. Kvikmyndatakan er gífurlega falleg en jafnframt nokkuð nýtískuleg miðað við mynd af þessu tagi. Aðrir tæknilegir þættir eru til fyrirmyndar. Að fá 12 Óskarstilnefningar hljómar fáránlega mikið en líklega eru þær allar verðskuldaðar. Niðurstaða: Ógleymanleg mynd sem ætti að geta höfðað til allra. Bjóddu ömmu og afa með, og unglingnum líka.
Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira