Lífið

Mikið rétt þetta var samkoma fallega fólksins

MYNDIR/Ása Ottesen
MYNDIR/Ása Ottesen

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Fordkepnninni sem fram fór í Hafnarhúsinu í gærkvöldi. Það var Kolbrún Ýr Sturludóttir sem sigraði, Kolfinna Kristófersdóttir landaði öðru sæti og Hildur Holgersdóttir því þriðja.

Sóley Kristjánsdóttir sá um að kynna keppnina og hljómsveitirnar Feldberg, Sykur og Kiriyama Family spiluðu tónlistina.

Kolbrún Ýr fer til New York í sumar þar sem hún tekur þátt í aðalkeppni Ford sem ber yfirskriftina Ford Supermodel of the World. Þar á Kolbrún Ýr möguleika á að vinna 250.000 dollara fyrirsætusamning við Ford.

Fordstúlkan fékk úlpu frá 66°N, síma frá Ring, myndatöku hjá Bernhard ljósmyndara og fyrirsætuverkefni hjá tímaritinu Nýtt líf.

Allar stúlkurnar fengu svo glæsilegan gjafapakka frá Orublu og vörur frá snyrtihúsunum Bobbi Brown og Mac.

Dómnefnd skipuðu Pamela Frank frá Ford, Ari Magg ljósmyndari,

Saga Sigurðardóttir ljósmyndari, Anna Clausen stílisti og Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður. Alda B var stílisti keppninnar, Fríða María og Kalli Berndsen sáu um útlit stelpnanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×