Teitur: Erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2011 22:00 Stjörnumenn töpuðu með 19 stigum á heimavelli á móti KR í Iceland Express deild karla í kvöld. Liðið lenti 22 stigum undir í upphafi leiksins, vann sig inn í leikinn aftur en hafði síðan ekki orku í lokasprettinn og missti því KR-inga aftur frá sér sem unnu 95-76. „Byrjunin gerði okkur hræðilega erfitt fyrir en ég vil meina að munurinn í byrjun hafi verið óeðlilegur. Þeir voru að hitta úr rosalegum skotum á meðan við vorum að brenna úr galopnum skotum. Munurinn fór upp í 21-22 sitg sem sló okkur dálítið. Það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp en við náðum þessu niður í 4 stig en þetta hafðist ekki því miður," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. Teitur telfdi fram Eistanum Renato Lindmets sem skoraði 16 stig og tók 10 fráköst í sínum fyrsta leik. „Ég var mjög sáttur með nýja strákinn. Hann er agressívur og kemur sér á vítalínuna. Hann á örugglega eftir að hjálpa okkur. Hann kom bara seinni partinn í gær og er því ekki inni í neinum hlutum hjá okkur," sagði Teitur. Hann hafði skýringar á því af hverju Jovan Zdravevski var stigalaus á 29 mínútum. „Jovan er veikur. Hann var að spila sárlasinn og kemur bara sterkari inn í næsta leik," sagði Teitur. „Það jákvæða er það sem þessi nýi maður sýndi og mér sýnist það deginum ljósara að hann verði hérna hjá okkur og klári þetta tímabil. Núna taka við vika-tíu dagar þar sem við fáum tíma til að slípa þetta hjá okkur og koma honum inn í þetta. Það er alveg greinilegt að við verðum sterkari," sagði Teitur. „Það var erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi. Pavel var frábær og Marcus var líka frábær þrátt fyrir villuvandræðin. Brynjar var mjög góður og skynsamur auk þess að skora þessi stig í fjórða leikhluta sem naglarnir sjá um. Það var því erfitt að hitta á þá á svona degi og við áttum þannig lagað ekkert meira skilið," sagði Teitur en hans menn gerðu þó vel í að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa lent 28-6 undir í upphafi. „Það fór svo ofboðslega mikil orka í að vinna upp svona mun en ég var ánægður með að við reyndum það og gáfum okkur með því möguleika í þessum leik. Svo gerum við hörmuleg mistök á einmitt þeim tímapunkti þegar við hefðum getað náð þessu niður í tvö til þrjústig. Við áttum þá möguleika og hefðum getað sett á þá meiri pressu," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Stjörnumenn töpuðu með 19 stigum á heimavelli á móti KR í Iceland Express deild karla í kvöld. Liðið lenti 22 stigum undir í upphafi leiksins, vann sig inn í leikinn aftur en hafði síðan ekki orku í lokasprettinn og missti því KR-inga aftur frá sér sem unnu 95-76. „Byrjunin gerði okkur hræðilega erfitt fyrir en ég vil meina að munurinn í byrjun hafi verið óeðlilegur. Þeir voru að hitta úr rosalegum skotum á meðan við vorum að brenna úr galopnum skotum. Munurinn fór upp í 21-22 sitg sem sló okkur dálítið. Það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp en við náðum þessu niður í 4 stig en þetta hafðist ekki því miður," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. Teitur telfdi fram Eistanum Renato Lindmets sem skoraði 16 stig og tók 10 fráköst í sínum fyrsta leik. „Ég var mjög sáttur með nýja strákinn. Hann er agressívur og kemur sér á vítalínuna. Hann á örugglega eftir að hjálpa okkur. Hann kom bara seinni partinn í gær og er því ekki inni í neinum hlutum hjá okkur," sagði Teitur. Hann hafði skýringar á því af hverju Jovan Zdravevski var stigalaus á 29 mínútum. „Jovan er veikur. Hann var að spila sárlasinn og kemur bara sterkari inn í næsta leik," sagði Teitur. „Það jákvæða er það sem þessi nýi maður sýndi og mér sýnist það deginum ljósara að hann verði hérna hjá okkur og klári þetta tímabil. Núna taka við vika-tíu dagar þar sem við fáum tíma til að slípa þetta hjá okkur og koma honum inn í þetta. Það er alveg greinilegt að við verðum sterkari," sagði Teitur. „Það var erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi. Pavel var frábær og Marcus var líka frábær þrátt fyrir villuvandræðin. Brynjar var mjög góður og skynsamur auk þess að skora þessi stig í fjórða leikhluta sem naglarnir sjá um. Það var því erfitt að hitta á þá á svona degi og við áttum þannig lagað ekkert meira skilið," sagði Teitur en hans menn gerðu þó vel í að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa lent 28-6 undir í upphafi. „Það fór svo ofboðslega mikil orka í að vinna upp svona mun en ég var ánægður með að við reyndum það og gáfum okkur með því möguleika í þessum leik. Svo gerum við hörmuleg mistök á einmitt þeim tímapunkti þegar við hefðum getað náð þessu niður í tvö til þrjústig. Við áttum þá möguleika og hefðum getað sett á þá meiri pressu," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira