Teitur: Erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2011 22:00 Stjörnumenn töpuðu með 19 stigum á heimavelli á móti KR í Iceland Express deild karla í kvöld. Liðið lenti 22 stigum undir í upphafi leiksins, vann sig inn í leikinn aftur en hafði síðan ekki orku í lokasprettinn og missti því KR-inga aftur frá sér sem unnu 95-76. „Byrjunin gerði okkur hræðilega erfitt fyrir en ég vil meina að munurinn í byrjun hafi verið óeðlilegur. Þeir voru að hitta úr rosalegum skotum á meðan við vorum að brenna úr galopnum skotum. Munurinn fór upp í 21-22 sitg sem sló okkur dálítið. Það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp en við náðum þessu niður í 4 stig en þetta hafðist ekki því miður," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. Teitur telfdi fram Eistanum Renato Lindmets sem skoraði 16 stig og tók 10 fráköst í sínum fyrsta leik. „Ég var mjög sáttur með nýja strákinn. Hann er agressívur og kemur sér á vítalínuna. Hann á örugglega eftir að hjálpa okkur. Hann kom bara seinni partinn í gær og er því ekki inni í neinum hlutum hjá okkur," sagði Teitur. Hann hafði skýringar á því af hverju Jovan Zdravevski var stigalaus á 29 mínútum. „Jovan er veikur. Hann var að spila sárlasinn og kemur bara sterkari inn í næsta leik," sagði Teitur. „Það jákvæða er það sem þessi nýi maður sýndi og mér sýnist það deginum ljósara að hann verði hérna hjá okkur og klári þetta tímabil. Núna taka við vika-tíu dagar þar sem við fáum tíma til að slípa þetta hjá okkur og koma honum inn í þetta. Það er alveg greinilegt að við verðum sterkari," sagði Teitur. „Það var erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi. Pavel var frábær og Marcus var líka frábær þrátt fyrir villuvandræðin. Brynjar var mjög góður og skynsamur auk þess að skora þessi stig í fjórða leikhluta sem naglarnir sjá um. Það var því erfitt að hitta á þá á svona degi og við áttum þannig lagað ekkert meira skilið," sagði Teitur en hans menn gerðu þó vel í að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa lent 28-6 undir í upphafi. „Það fór svo ofboðslega mikil orka í að vinna upp svona mun en ég var ánægður með að við reyndum það og gáfum okkur með því möguleika í þessum leik. Svo gerum við hörmuleg mistök á einmitt þeim tímapunkti þegar við hefðum getað náð þessu niður í tvö til þrjústig. Við áttum þá möguleika og hefðum getað sett á þá meiri pressu," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Stjörnumenn töpuðu með 19 stigum á heimavelli á móti KR í Iceland Express deild karla í kvöld. Liðið lenti 22 stigum undir í upphafi leiksins, vann sig inn í leikinn aftur en hafði síðan ekki orku í lokasprettinn og missti því KR-inga aftur frá sér sem unnu 95-76. „Byrjunin gerði okkur hræðilega erfitt fyrir en ég vil meina að munurinn í byrjun hafi verið óeðlilegur. Þeir voru að hitta úr rosalegum skotum á meðan við vorum að brenna úr galopnum skotum. Munurinn fór upp í 21-22 sitg sem sló okkur dálítið. Það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp en við náðum þessu niður í 4 stig en þetta hafðist ekki því miður," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. Teitur telfdi fram Eistanum Renato Lindmets sem skoraði 16 stig og tók 10 fráköst í sínum fyrsta leik. „Ég var mjög sáttur með nýja strákinn. Hann er agressívur og kemur sér á vítalínuna. Hann á örugglega eftir að hjálpa okkur. Hann kom bara seinni partinn í gær og er því ekki inni í neinum hlutum hjá okkur," sagði Teitur. Hann hafði skýringar á því af hverju Jovan Zdravevski var stigalaus á 29 mínútum. „Jovan er veikur. Hann var að spila sárlasinn og kemur bara sterkari inn í næsta leik," sagði Teitur. „Það jákvæða er það sem þessi nýi maður sýndi og mér sýnist það deginum ljósara að hann verði hérna hjá okkur og klári þetta tímabil. Núna taka við vika-tíu dagar þar sem við fáum tíma til að slípa þetta hjá okkur og koma honum inn í þetta. Það er alveg greinilegt að við verðum sterkari," sagði Teitur. „Það var erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi. Pavel var frábær og Marcus var líka frábær þrátt fyrir villuvandræðin. Brynjar var mjög góður og skynsamur auk þess að skora þessi stig í fjórða leikhluta sem naglarnir sjá um. Það var því erfitt að hitta á þá á svona degi og við áttum þannig lagað ekkert meira skilið," sagði Teitur en hans menn gerðu þó vel í að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa lent 28-6 undir í upphafi. „Það fór svo ofboðslega mikil orka í að vinna upp svona mun en ég var ánægður með að við reyndum það og gáfum okkur með því möguleika í þessum leik. Svo gerum við hörmuleg mistök á einmitt þeim tímapunkti þegar við hefðum getað náð þessu niður í tvö til þrjústig. Við áttum þá möguleika og hefðum getað sett á þá meiri pressu," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira