Sjórán kosta dönsk skipafélög milljarða 21. janúar 2011 08:18 Sjórán kosta dönsk skipafélög allt að milljarði danskra kr. á hverju ári eða yfir 20 milljarða kr. Samband danskra skipafélaga (Danmarks Rederiforening) er búinn að fá nóg af ástandinu og krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða. Fjallað er um málið í viðskiptablaðinu Börsen. Þar er haft eftir Jan Fritz Hansen varaforseta sambandsins að engin spurning væri um að kostnaðurinn vegna sjórána hefði aukist með hverju árinu undanfarin ár. Fyrir utan lausnargjöldin sem skipafélögin þurfa að borga sjóræningjum felst kostnaður skipafélaganna m.a. í hærri tryggingum og skaðabótum til sjómanna sem teknir hafa verið sem gíslar. Þar til viðbótar kemur menntun fyrir sjómenn, breytingar á siglingaleiðum og það sem kallast "glötuð tækifæri". Þar er átt við að skipafélögin sigli ekki á ákveðnar hafnar vegna hættunnar á sjóránum. Samkvæmt gáfnaveitunni Chatham House í London kosta sjórán efnahagskerfi heimsins 7 til 12 milljarða dollara á hverju ári. Um 95% af þeirri upphæð er á ábyrgð sjóræningja sem „gera út" frá Sómalíu. Frá árinu 2006 hafa 1.600 sjórán verið framin sem kostað hafa 54 sjómenn lífið. Samkvæmt alþjóðasambandi skipafélaga ICC jukust sjórán úr 410 árið 2009 og upp í 445 í fyrra. ICC segir að ástandið sé orðið óásættanlegt. Jan Fritz Hansen segir að sjóræningjar noti nú flutningaskip sem þeir ræna í auknum mæli til fleiri sjórána. Þannig geti þeir athafnað sig á stærra hafsvæði eða langt út á Indlandshaf. Mest lesið Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sjórán kosta dönsk skipafélög allt að milljarði danskra kr. á hverju ári eða yfir 20 milljarða kr. Samband danskra skipafélaga (Danmarks Rederiforening) er búinn að fá nóg af ástandinu og krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða. Fjallað er um málið í viðskiptablaðinu Börsen. Þar er haft eftir Jan Fritz Hansen varaforseta sambandsins að engin spurning væri um að kostnaðurinn vegna sjórána hefði aukist með hverju árinu undanfarin ár. Fyrir utan lausnargjöldin sem skipafélögin þurfa að borga sjóræningjum felst kostnaður skipafélaganna m.a. í hærri tryggingum og skaðabótum til sjómanna sem teknir hafa verið sem gíslar. Þar til viðbótar kemur menntun fyrir sjómenn, breytingar á siglingaleiðum og það sem kallast "glötuð tækifæri". Þar er átt við að skipafélögin sigli ekki á ákveðnar hafnar vegna hættunnar á sjóránum. Samkvæmt gáfnaveitunni Chatham House í London kosta sjórán efnahagskerfi heimsins 7 til 12 milljarða dollara á hverju ári. Um 95% af þeirri upphæð er á ábyrgð sjóræningja sem „gera út" frá Sómalíu. Frá árinu 2006 hafa 1.600 sjórán verið framin sem kostað hafa 54 sjómenn lífið. Samkvæmt alþjóðasambandi skipafélaga ICC jukust sjórán úr 410 árið 2009 og upp í 445 í fyrra. ICC segir að ástandið sé orðið óásættanlegt. Jan Fritz Hansen segir að sjóræningjar noti nú flutningaskip sem þeir ræna í auknum mæli til fleiri sjórána. Þannig geti þeir athafnað sig á stærra hafsvæði eða langt út á Indlandshaf.
Mest lesið Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira