Körfubolti

Grindavík komst í úrslit bikarkeppninnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Arnþór
Mynd/Arnþór

Grindavík verður andstæðingur KR í úrslitum bikarkeppni karla í körfunni í ár. Grindavík vann sigur á Haukum, 70-82, í kvöld og tryggði sér um leið farseðilinn í Höllina.

Leikurinn var annars afar jafn framan af og það var ekki fyrr en í lokaleikhlutanum sem Grindvíkingar náðu að hrista Haukana af sér.

Þá fóru Grindvíkingar algjörlega hamförum og unnu leikhlutann 30-13. Það var meira en Haukar réðu við.

Á vefsíðunni leikbrot.is má sjá svipmyndir úr leiknum eða með því að smella hér.

Haukar-Grindavík 70-82

Haukar: Semaj Inge 26/9 fráköst, Gerald Robinson 13/15 fráköst/3 varin skot, Haukur Óskarsson 12/4 fráköst/3 varin skot, Sveinn Ómar Sveinsson 10/7 fráköst, Örn Sigurðarson 7, Emil Barja 2/4 fráköst.

Grindavík: Kevin Sims 25/4 fráköst/5 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 21/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 17/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Ólafur Ólafsson 7/9 fráköst/4 varin skot, Ryan Pettinella 4/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4, Ármann Vilbergsson 3, Helgi Björn Einarsson 1/4 fráköst.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×